Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 17
er óhófleg neysla á dýra-
afurðum þar á meðal öllum
mjólkurafurðum.
Varir
Efri vör samsvarar magan-
um, efsti hlutinn svarar til efri
maga, miðjan til miðju
magans og neðsti hlutinn á
vörinni og munnvikin til
skeifugarna. Neðri vör sýnir
ástand þarma.
Efri og neðri vör ættu að vera
jafnþykkar. Stærð efri varar
sýnir ástand lifrarinnar og sé
hún bólgin er stækkun í
lifrinni. Of mikils er neytt af
mat og hætta er á andlegu
ójafnvægi.
Stærð neðri varar sýnir ástand
ristils og sé hún bólgin er það
veikleikamerki garnanna sem
leiðir til harðlífis. Séu báðar
varir bólgnar eru líkur á
flogaveiki. í því tilfelli hefur
einstaklingi verið gefinn of
mikill matur í barnæsku.
Varir ættu að vera bleikar á
litinn en dökkna er aldurinn
færist yfir. Ung manneskja
með dökkar varir er með
blóðstöðnun. Blóðrásin er
slæm sökum óhóflegrar
neyslu á dýrafitu. Fólki með
dökkar varir hættir til að
mynda krabbamein og
sjúkdóma í kynfærum.
Tennur
Oddhvassar tennur vitna um
mikla kjötneyslu í barnæsku.
Skemmdar tennur sýna
veikbyggð bein.
Hjá kvenfólki fylgir dökkum
góm og vörum oft óregla í
tíðahring eða æxlismyndun í
móðurlífi.
Fólk með beinar tennur er
vanalega yfirvegað og þolin-
mótt. Margir hafa óreglulegar
tennur, sumar vísa inn en
aðrar út. Bendir það til mjög
óyfirvegaðs mataræðis. Fólki
með slíkar tennur fylgja oft
mikil vandamál, þeim hættir
til mikilla skapsveiflna. Með
jafnvægi í mataræði er hægt
að ná eðlilegri lögun og stærð
tannanna.
Of mikil dýrafæða stækkar
augntennurnar og gerir þær
oddhvassar.
Tunga
Tungan sýnir í flestum tilfellum
ástand hjarta og maga.
Hvít tunga sýnir að maga-
vandamál er í uppsiglingu. Ef
ekki er hægt að teygja tunguna
beint út er vandamál í
taugakerfi eða heila.
Eðlilegur litur á tungu er
bleikur en ef hann er rauður
bendir það til hjartatruflana.
Eins bendir djúp sprunga í
miðju tungunnar til vanda-
mála í tengslum við hjarta.
Ef jafnvægi er komið á
mtaræði, skipt er frá dýra-
afurðum yfir í jurtafæðu, geta
hvítir eða gulir blettir myndast
í tungurótinni, færst síðan til
miðjunnar og loks á tungu-
broddinn. Hér eru á ferðinni
tungusveppir, eins konar
úrgangur. Verið er að yfirvinna
innvortis sjúkdóm. Sé sterks
yin-matar neytt á meðan skán
liggur á tungunni eins og
sykurs eða alkohóls munu
sveppirnir hverfa. Venjulega
tekur það sveppina tvo mánuði
að færast frá tungurót til
tungubrodds.
Svört tungurót sýnir að líkur
séu á krabbameini. Ef tungu-
sveppir, fjólubláar hendur og
svartar neglur fara saman er
mikil hætta á krabbameini.
Eyru
Eyru sem liggja þétt að höfðinu
og sérstaklega stór eyru fylgja
einstaklingi sem er í jafnvægi.
Mikilhæfir leiðtogar fortíðar-
innar höfðu slík eyru, þeir
hlustuðu á allar hliðar málanna
og drógu skynsamar ályktanir.
Lítil eyru takmarka ályktunar-
hæfni. Eyru sem hreyfast
mikið, líkt og eyru refa og
hunda, benda til óhóflegrar
neyslu á dýraafurðum.
Æskilegt er að efsti hluti eyrans
sé í línu við ytri augnkróka.
Löng eyru með stórum eyrna-
sneplum sýna yang-ástand
eins ef þau liggja flöt að höfði.
17