Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 18

Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 18
Eyrun sýna ástand nýrnanna. Rauð eyru benda til sýkingar í nýrum og of mikillar dýrafitu og salts í líkamanum. Húðlitur Ólíkir kynþættir eru með ólíkan húðlit en sama litabreyting á sér stað hjá öllum sem eiga við sjúkdóma að stríða. Hjá svörtu fólki sjást litirnir best í höndum, andliti og augum. Það getur virst erfitt að greina á milli húðlitar en með æfingu næst að greina á milli blæbrigða til dæmis hvíts húðlitar annars vegar og fölva hins vegar. Rauður húðlitur fylgir yang- ástandi, of mikils af dýrafæðu þar á meðal fisks og eins salts hefur verið neytt. Hætta er á hjartatruflun. Liturinn getur komið fram um allan líkama eða aðeins á ákveðnum stöðum eins og raunin er með bólur og útbrot. Rauðar bólur og útbrot sýna slæma gerjun í görnunum sökum of mikillar dýrafæðu. Það eru eiturefni sem mynda bólurnar og útbrotin. Ef andlit og nef verða rauð í köldu veðri á sér stað blóðstöðnun þar sem kuldinn hefur hægt á blóðflæð- inu. Ef fólk verður oft rautt í kinnum og á nefi er það með of mikið blóð. Blóðstöðnun á sér stað þegar blóðið nær ekki til fíngerðra æða sökum þess hve þykkt það er. í því tilfelli er ráðlegt að forðast dýrafæðu. Brúnn litur getur bent til óhæfni nýrnanna til að sía blóðið. Sökum mikils úrgangs í líkamanum er of mikið álag á nýrunum sem skila þá úrganginum til blóðsins í stað þess að losa hann út með þvaginu. Þannig berst úrgangurinn um líkamann, birtist á yfirborði hans og orsakar brúnan húðlit. Gulur húðlitur gefur til kynna vanda í milta, brisi, lifrinni, maga og gallblöðru. Óhófleg neysla á sætri fæðu eins og sykri skaðar þessi líffæri. Hvítur húðlitur ber vott um blóðleysi. Fólki með föla og gegnsæja húð er gjarnt á að verða kalt. Safnast þá blóðið í ákveðin líffæri sem eru trúlega veik. Fæturnir eru alltaf kaldir. Heimildir: Naboru Muramoto: Healing Ourselves Michio Kushi: Your Face Never Lies Námskeið í reiki, fornri japanskri heilunaraðferð, verður haldið hér á landi dagana 16. til 21. maí sem hér segir: Reiki-I: helgina 18. og 19. maí Reiki-ll: 16., 17., 20. og 21. maí, á kvöldin. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Mary McFadyen sem kemur og kennir reiki hér á landi í fjórða sinn. Nánari upplýsingar í síma 642125 alla virka daga. •V@- Hollt og hressandí eplaedík frá Nutana Góð heílsa er gæfa hvers manns Faxafell hf. símí 51775 18

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.