Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 15

Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 15
<SÍ> nætursvefninn, fæðu úr dýraríkinu, drekkur bjór, svalar sér á ís o.s.frv. má sjá margar smáar háræðar á maga-, garna- og baksvæði augasteinsins að morgni. Löng augnahár eru yin. Nútímakonan hefur misst mikið af sínum „uppruna- legu" augnahárum sökum of mikillar neyslu á dýrafæðu sem eyðileggur náttúruleg yin-gæði hennar. Augasteinar vísa oftast upp á við og augnhvítan sést þá til hliðar og fyrir neðan þá. Sú staða myndast vegna útvíkkandi afla (yin). Þegar of mikils er neytt af yin-fæðu stækka augun og þar sem þau hvíla á beini og snúast um öxul þess rúlla þau upp. Vegna samandragandi afla (yang) vísa augasteinar niður og augnhvíta sést til hliðanna og fyrir ofan augasteina. Slíkt er eðlilegt hjá nýfæddum börnum en fullorðnir einstakl- ingar með slík augu reynast oft ofbeldishneigðir. Nær allir nú til dags eru með augasteina sem vísa upp á við með auðsjáanlega hvítu til hliðar og fyrir neðan augasteinana. Líkaminn er í of miklu yin-ástandi og í stað þess að halda sínum æskilega stinnleika verður hann slappur, bæði vöðvar og líffæri. Æskilegast er að augasteinar séu fyrir miðju augna, því meir sem sést í augnhvítu því verra er líkamlegt ástand viðkom- andi. Útstæð augu myndast við lárétta útvíkkun og þótt ástand þeirra sé ekki eins mikið yin og minnst var á hér á undan þá er hér merki um veikleika. Við lárétta útvíkkun breytist sjónin, fjarlægð frá augasteini að sjónhimnu breytist og veldur það nærsýni. í austrænum fræðum þykir bæði lóðrétt og lárétt útvíkkun bera með sér óhamingju eða hættu. Útvíkkunin veldur því að miðtaugakerfið og heilinn þrútna og skynjun verður ónákvæm. Þegar frumur í stóra heila víkka út minnkar hæfni þeirra til að skynja rafseguls- orku. Hugsunin gerist tak- mörkuð og rugluð og heildar- ,sýn glatast. Heilbrigður einstaklingur hefur ótrúlega ályktunarhæfni og getur auðveldlega skynjað hættu. Menn ættu alla vega að standa jafnfætis dýrunum að því er varðar þessa hæfni. Þekkt er að rottur flýja hús og skip fyrir eldsvoða og snákar grafa sér djúpar holur og leggjast í híði áður en óvanalega kaldur vetur gengur í garð. Forfeður okkar þekktu náttúruna og náttúruöflin og gátu þannig skynjað aðsteðjandi hættu og verndað sig tímanlega. Margir höfðu þessa hæfileika en nú finnast þeir hjá mjög fáum og verður það m.a. til þess að fleiri farast voveiflega en ella. Kringlótt eða möndlulaga augu Þótt kvenfólk sé meira yin en karlmenn er það oftar með kringlótt augu sem sýna yang- ástand. Ytra útlit kvenna er nefnilega meira yin en innvortis eru þær meira yang. Hér og þar brýst yang fram í líkamanum og eru augun gott dæmi um það. Kona með kringlótt augu er mild og kvenleg en sé hún með aflöng augu er líklegra að hún sé framtakssöm og jafnvel karlmannleg. Karlmaður með kringlótt augu er líklega viðkvæmari, listrænni og blíðari en karlmaður með mjó augu en hann er aftur á móti sterkur og framtaks- samur. 15

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.