Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 43
EFTIR ODD ALBERTSSON
Oddur Albertsson starfar
sem fræðslufulltrúi hjá
Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur.
Hann hefur beint sjónum
sínum að hátterni
unglinga, velt fyrir sér af
hverju þeir byrji að reykja
og reynt að hjálpa þeim
sjálfum til þess að finna
ástæðurnar.
Starfsvettvangur Odds er
skólarnir og aðferðir hans
eru verðugt
umhugsunarefni öllum
uppalendum.
Hér gefur Oddur okkur
nokkra innsýn í starf sitt.
UNGLINGURINN
OG SÍGARETTAN
Eg leyfi mér að fullyrða að
nær allir íslenskir unglingar
gera sér grein fyrir því að
reykingar eru skaðlegar.
Samt byrjar ákveðinn hópur
þeirra að reykja þegar á efri
stigum grunnskólans.
Hvers vegna?
I starfi mínu með ungling-
unum og með samtölum við
þau í skólastofunum hef ég
leitast við að finna svar við
þeirri spurningu. Mig langar
til þess að deila með ykkur
hluta af þessu starfi en með
því hef ég reynt að skapa
gagnrýna hugsun hjá
unglingunum.
GLAPPASKOTIÐ
Algengt er að unglingar séu látnir
afskiptalausir í íslensku þjóðfélagi.
Leiðsögn og stuðningi við að
aðlagast í hóp eða kynningu á
heimspekilegum þankagangi um
gildi lífsins og valkosti er ekki til að
dreifa. Unglinginn er því auðvelt að
þlekkja og hann verður hugmynd-
um hetjunnar í markaðssamfélag-
inu að bráð.
Gildismatið sem ræður í íslensku
samfélagi er hart og lýtur
lögmálum samkeppninnar.
Afleiðingin er sú að maður
neyðist til að taka þátt í þeirri
dagskrá sem er í gangi hverju
sinni.
Flestir falla að ríkjandi
hugmyndum hópsins - sem
hverjir ætli stjórni?
Dagskráin er sem parísarhjól sem
sífellt snýst hraðar og hraðar og
svo er að sjá að fáir hafi áræði eða
kraft til að stöðva það og spyrja
hvort einhverjir séu orðnir veikir í
maganum. Reykingar eru einn
liðurinn á þessari dagskrá.
Að byrja að reykja var eitt stærsta
glappaskot mannkynsins og það er
erfitt að snúa við blaðinu. Nú vitum
við að sígarettur eru óhollar og
nokkurs konar bannvara sem gerir
þær enn eftirsóknarverðari í augum
sumra eins og t.d. unglinga.
AFURÐIR MYNDVERA
Unglingar eru í eðli sínu
áhrifagjarnir og nú á tímum er
umhverfi þeirra mettað af
framleiðslu sem við getum kallað
„afurð myndvera (stúdíó)". Hér er
átt við kvikmyndir, auglýsingar (í
öllum hugsanlegum miðlum),
tónlistarmyndbönd, ýmiss konar
skemmtidagskrá framleidda í
sjónvarpssölum víða um heim og
einnig plaköt, blaðaopnur og
greinar. Allt þetta efni er búið til af
kunnáttufólki með fullkomnustu
hugsanlegri tækni. En þarna er verið
að skapa heim blekkingar sem oft á
tíðum er beinlínis búinn til fyrir