Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 44

Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 44
framan sterkar Ijósaperur og undir stjórn leikstjóra. í blekkingunni felst listin að skapa hina fullkomnu sjónhverfingu, takmarkið er að láta mann gleyma sér og verða hluti af myndinni. Þessi tilbúni heimur skemmtunar og dægrastyttingar er einnig nýttur til auglýsinga eða í áróðursskyni beinlínis til þess að stýra hugsunum fólks. Ekki væri ástæða til að vera í uppnámi yfir þessu ef fólk væri sér þess meðvitað að hér er einungis um sjónhverfingar að ræða en í mínu starfi sem kennari verð ég vitni að því að veruleiki krakkanna er gegnsýrður af hugmyndum sem eru framleiddar í myndverum. Þau hafa ekki þjálfun í að sjá í gegnum þlekkingarvefinn og gera þannig greinarmun á alvöru og þeim skáldskap sem umlykur þau. Ef auglýsingar segðu sannleikann mætti ímynda sér að texti við þessa yrði eitthvað á þessa leið: „Það kostar aðeins 75.000 kr. á ári að reykja pakka á dag. Þú sleppur við að fara til útlanda f ár". Eða: „ Láttu ekki Ijúga að þér, sígarettan er besta siálfsmorðstækið. Seinvirk en örugg! Árlega deyja um 100 manns á íslandi af völdum tóbaks". okkur grein fyrir því að kvikmyndin hefur þessa möguleika og að hún er notuð til þess að pranga inn á okkur ýmsum hlutum og hugmyndum? AÐ LESA ÚR KLÆÐNAÐI ATH! að næstu 2 síður vixluðust. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Unglingum er eðlilegt að skapa sér ímynd með hjálp ýmissa „verkfæra" eins og klæðnaði, merkjum, keðjum og jafnvel húðflúri. Flest eru þessi verkfæri saklaus í eðli sfnu og tilheyra einungis vissu tímabili í lífi einstaklingsins en sum þeirra eru skaðleg og vanabindandi. Það er á ábyrgð uppalenda að aðstoða unglfnginn við að greina á milli. SÍGARETTAN ER VERKFÆRI Helsta fórnarlamb áróðurs er unglingurinn. Hann er að byggja upp og þroska EÐLI KVIKMYNDARINNAR ER BLEKKING Hver hefur ekki komist í uppnám við að horfa á kvikmynd? Tárast eða jafnvel kúgast? Hver hefur ekki staðið sjálfan sig að því að vilja breyta söguþræði kvikmyndar? Vilja að hún endi vel, að vondu karlarnir fái fyrir ferðina? Þorum við að viðurkenna að stundum tekst kvikmyndinni að blekkja okkur algjörlega? Þorum við að viðurkenna að við þiggjum mikinn hluta menningar okkar úr heimi kvik- myndanna? Höfum við gert Inn í samtöl mín við unglingana í skólunum fléttum við þátt sem kalla má sjálfskönnun. Við komumst þá að raun um að það mynstur, sem merkja má af fatavali og hegðun unglinganna, er í samræmi við almennar humyndir samfélagsins um hvað sé í tísku og hvað úrelt. Flestir falla að ríkjandi hugmyndum hópsins í þessum efnum (sem hverjir ætli stjórni?). Þannig má lesa ýmislegt af klæðnaði og útliti unglingsins eins og t.d. stöðu foreldra í samfélaginu, skapgerð viðkomandi, hvort hann sé sjálfstæður og svo hvort hann tilheyri þeim hópi sem farinn er að fikta við að reykja. Táknkerfi þetta er mjög staðlað og auðvelt að nota. Með því kemur unglingurinn ýmsum boðum til skila og með því má lesa hvaða hugmyndir viðkomandi hefur um lífið og tilveruna. Að vera í hópnum sem fiktar við að reykja og notar sígarettuna sem hluta af útliti sínu getur verið skilaboð unglingsins um að hann tilheyri hópi sem er ekki borgaralega hlýðinn heldur þorir að ógna hugmyndum sem ríkja í umhverfi hans. Einnig má túlka það sem öryggisleysi og ósjálfstæði eða m.ö.o. aumingjaskap.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.