Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 21

Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 21
HULDI SJÚKDÓMURINN: CANDIDA ALBICANS-SVEPPASÝKING Er hér á ferðinni einn mesti heilsufarslegi bölvaldur nútímans eða eru ábyrgðarlausir blaðrarar að heilaþvo almenning og reyna að gera mikilvæg lyf tortryggileg? Ævar Jóhannesson starfar sem tækjafræðingur við raunvísindadeild Háskóla íslands. Hann er víðlesinn á mörgum sviðum en einkum þó á sviði manneldis og hollustumála. Ævar hefur fengist við að sjóða lyf úr íslenskum jurtum með góðum árangri og hefur hann reynst mörgum sjúklingum ómetanleg hjálp. Síðastliðinn áratug hefur athygli lækna og ýmissa annarra beinst að sjúkdómi sem fáir höfðu áður heyrt um. Þessi sjúkdómur er candida albicans- sveppasýking. Umræður um þennan sjúkdóm hófust fyrst í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum en það var ekki fyrr en á síðari hluta níunda áratugarins sem þessar umræður bárust fyrir alvöru til Evrópu. Á þessum árum hefur komið út fjöldi bóka og ennþá fleiri tímaritsgreinar sem fjalla um sjúkdóminn. Gera má ráð fyrir að candida-sýking sé útbreidd í vestrænum löndum. Ein besta sönnun þess er sala lyfsins „Nystatin" sem notað er til að útrýma candida albicans-sveppum í meltingarfærum en það hefur árum saman verið mest selda lyfið í Bandaríkjunum. Sá er þetta ritar hefur áður skrifað greinar um sama efni m.a. í tímaritið Hollefni og heilsurækt árið 1984. Óhætt er að fullyrða að sú grein vakti mikla athygli en skoðanir lækna voru þó ærið misjafnar og sumar jafnvel fjandsamlegar. Ég minnist þess að ég færði þekktum lækni greinina og bað hann um að segja álit sitt á henni. Hann brást hinn versti við og sagði að greinin væri rætin árás á læknastéttina þar sem saman væri raðað röklausum fullyrðingum sem ekki ættu sér neina stoð annars staðar en í hugarheimi höfundar og þeirra sem hann vitnaði í! Annar þekktur læknir tók allt aðra afstöðu og sýndi málinu áhuga frá byrjun. Ég segi hér frá þessu vegna þess að jafnvel enn eru uppi heiftúðugar deilur innan læknastéttarinnar um hvort candida-sýking sé yfirleitt neitt vandamál nema þá hjá fólki með bilað ónæmiskerfi t.d. eyðnisjúklingum. Síðan umrædd grein birtist hefur mikið vatn runnið til sjávar og margt skýrst sem þá var óljóst. Segja má að þær hugmyndir sem þar komu fram á íslensku hafi hlotið dóm reynslunnar hér á landi. Sumir læknar eru nú farnir að ráðleggja sjúklingum sínum sveppadrepandi lyf og fæði sem dregur úr ofvexti sveppa í meltingar- færunum. Þó eru ennþá alltof margir læknar fáfróðir um þetta mál og það sem verra er virðast ekki hafa áhuga á að vita meira. Ég mun hér á eftir taka saman ýmsa fróðleiksmola um candida albicans- sveppasýkingu og vandamál í tengslum við ofvöxt sveppa í meltingarfærum og annars staðar og hvaða aðrir sjúkdómar tengjast þannig ástandi. Sumt þetta efni er tekið úr öðrum greinum, annað hefur ekki birst áður. 21

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.