Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 46

Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 46
kvartaði um líðan sína og viðurkenndi að reykingar hafi verið hennar mesta böl, eða að í kvik- mynd kæmu fram tölfræðilegar staðreyndir sem leiddu í Ijós að daglega deyja jafnmargir menn vegna reykinga og rúmast í sex breiðþotum. Flestir auglýsendur sýna glit- og glansheim með „fullkomnu" fólki í glæsilegu umhverfi og með næga peninga. Enginn þekkir heim þennan af eigin raun en margur gleymir sér um stundarsakir í dagdraumum. Það er mjög mikilvægt að benda unglingum á þessar staðreyndir og minna þá á að það eru þeir sjálfir sem skapa framtíð sína. Einungis með því að leggja inn í heilsubankann geta þeir tryggt sér innistæðu. Unglingurinn þarf á athygli og virðingu að halda - jafnvel þótt hann gefi allt annað til kynna! Ábyrgðin er okkar, foreldranna, kennaranna, leiðbeinendanna. Við verðum að vera vakandi, vekja aðra og láta ekki sjálf blekkjast. ÍSLENDINGAR í STRÍÐI Máttur auglýsinganna er mikill, það vita þeir best sem leggja í þær peninga. Besta vörnin gegn villuleiðandi öflum er sókn, þ.e. að afhjúpa þá tækni og þær brellur sem nýttar eru í því skyni að græða á okkur. Það þarf áræði til þess að tryggja stöðugleik hinna siðferðislegu stólpa samfélagsins og það þarf áræði til þess að bíða ekki eftir að stjórnmálamenn eða æðri öfl leiðrétti það sem miður fer en taka þess í stað sjálfur til við mótun samfélagsins. Sá sem býr yfir þeim kjarki skilgreinir „óvinina" sem leynast í ýmsum myndum í þjóðfélaginu, fer í stríð við þá og hættir ekki fyrr en breyting hefur orðið til batnaðar. Þannig lít ég á hlutverk foreldra, uppalenda, kennara, leiðtoga félagsmiðstöðva og annarra sem eru í nánum tengslum við börn og unglinga. Ábyrgðin er okkar og við íslendingar eigum óneitanlega í stríði við ýmsar villur sem hefur verið lætt inn á borð til okkar, okkur að óvörum. Unglingarnir þurfa á athygli okkar og virðingu að halda og við þurfum að gefa þeim tíma til þess að ræða um það sem fyrir þau ber. Þau þurfa að öðlast hæfileika til að gagnrýna svo að þau verði fær um að greina á milli svikinnar vöru og ósvikinnar og grípi ekki til verkfæra eins og sígarettunnar sem í fyrstu virðist yfirlýsing um sjálfstæði en reynist vera þrældómur. SEGULKRAFTUR Dýnur, sængur, stólasessur og nýrnabelti úr fínustu MERINO og LAMA ull. Allar vörurnar innihalda ísaumaða segulstrimla af vönduðustu gerð. Segulkrafturinn hefur margvísleg jákvæð áhrif á líkamsstarfssemina. Bættur svefn og aukið blóðstreymi. Þýskar rannsóknir sýna fram á góð áhrif á blóðrás og að segulkrafturinn getur stórbætt súrefnisupptöku frumanna. Þýsk gæðavara. Vertu góður við sjálfan þig. Þú átt það besta skilið. LÍFSKRAFTUR heildverslun Laugarnesvegur 84, Sími: 687844 Einnig á kvöldin og um helgar. 46

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.