Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 24

Heilsuvernd - 01.03.1991, Blaðsíða 24
Ekki er ólíklegt að bjögun ónæmiskerfisins sé ein aðalorsök þess að krabbamein myndast. >é ónæmiskerfið veiklað herja sjúkdómar á líkamann. þreyta, höfuðverkur, þunglyndi, verkir í kviðar holi afl. Sveppasýking í kviö, nöglum og leggöngum. Bakteríu- og veirusýkingar. Sveppir eru aðeins einn þeirra þátta sem veikja ónæmiskerfið. Sveppasýking Skortur réttra næringarefna I Þættir sem veikla ónæmis- kerfið __Ýmis efna sambönd meö eiturverkanir Ofnæmivaldar Ýmsir sveppir í fæflu Qg umhverfi f umhverfinu Jafnvel þó að lifrin hafi í sumum tilfellum afkastagetu til að brjóta niður allt það acetaldehyd sem til hennar berst, eru þó blóðfrumur í stöðugri snertingu við eitrið á leið sinni eftir portæðinni. Það gæti m.a. skýrt hvers vegna blóðfrumur í fólki með candida- sýkingu starfa óeðlilega. ÓIMÆMISKERFIÐ Ef til vill er bjögun á ónæmiskerfinu það alvarlegasta við candida-sýkingu. Röng starfsemi þess getur valdið ótölulegum fjölda sjúkdóma sem sumir hverjir eru mjög alvarlegir. Þar má telja ýmiss konar sýkingar þar sem bakteríur og veirur koma við sögu. Starfi ónæmiskerfið illa er líkaminn varnarlaus gegn slíkum sýkingum. Þar næst má nefna svokallaða sjálfs- ónæmis- (auto-immune) sjúkdóma. í þeim flokki eru heila- og mænusigg (M.S.), liðagigt og fleiri gigtar- sjúkdómar efstir á blaði. Þá koma ýmsir ofnæmissjúkdómar t.d. astma, exem, ýmiss konar útbrot og ótalmargt fleira. Jafnvel hefur verið talað um að sumir geðsjúkdómar kunni að vera ofnæmissjúkdómar í eðli sínu. Ekki er ólíklegt að bjögun ónæmis- kerfisins sé ein aðalorsök þess að krabbamein tekur að myndast. Þetta er ennþá ekki fullkomlega sannað, þó að flest bendi til að svo sé. Ónæmiskerfinu er stjórnað af hvítum blóðfrumum sem nefndar eru lymfósýtur (lymphocytes). Af þeim eru til nokkur afbrigði sem gegna mismunandi hlutverkum í vörnum líkamans. Hér verða aðeins nefnd tvö þessara afbrigða: T-hjálparfrumur og T-bælifrumur (T-suppressor lympho- cytes). Hjálparfrumurnar hafa m.a. það hlutverk að þekkja óæskilegar örverur sem berast inn í líkamann. Einnig er talið að þær kunni að eyða krabbameinsfrumum jafnóðum og þær myndast, sé starfsemi þeirra í lagi. Ruglist þær í ríminu, ef svo mætti segja, hætta þær stundum að þekkja „vini" frá „óvinum". Stundum ráðast þær á frumur þess líkama sem þær eru í og eyða þeim. Það eru nefndir sjálfsónæmissjúkdómar. Stundum hætta þær að þekkja einhverja skaðvalda t.d. krabbameinsfrumur eða sýkla og láta afskiptalausa. Allir þekkja afleiðingarnar. T-bælifrumurnar eru m.a. taldar hafa það hlutverk að stöðva starfsemi hjálparfrumanna þegar „óvinurinn" hefur verið yfirunninn og hindra þannig að þær fari að eyða líkamsvefjum í umhverfinu. Þetta er að vísu mjög einfölduð mynd af starfsemi þessara fruma en hún sýnir þó glöggt hversu mikilvægt það er að þær starfi rétt. Sannanir eru fyrir því að candida- sveppasýking truflar þessa starfsemi. Jafnvel hefur verið bent á að candida- sýking gæti verið meðvirk orsök að eyðni. Vitað er að candida-sveppurinn getur myndað það sem nefnt er „ónæmislömun" (immunologic paralysis), þ.e. að ónæmiskerfi líkamans hættir þá að verjast ásókn sveppsins sjálfs og lætur hann afskiptalausan eins og hann væri eiginn líkamsvefur. Það er að sjálfsögðu mjög alvarlegt ástand og leiðir til dauða sé ekkert aðhafst. SVEPPASÝKIIMG OG MIÐTAUGAKERFIÐ Sannanir liggja fyrir um það að sveppasýking hafi margs konar truflandi áhrif á miðtaugakerfið. Þær truflanir geta vafalaust átt sér mismunandi lífefnafræðilegar orsakir. Talið er að acetaldehyd geti bundist aminóhópum í taugaboðefnum og myndað svokallaða „falska taugaboða" (Colun og Collins 1970, Davis og Walsh 1970). Þessi efni hafa fundist í litlu magni í þvagi (Sandler o.fl. 1973). T.d. er vitað að acetaldehyd getur myndast með taugaboðefninu „dópamín", efni sem hefur líkar verkanir og morfín. Sumir telja þetta efni einmitt vera orsök áfengis- fíkninnar. Samkvæmt því má leiða líkur að því að sveppasýking ýti undir áfengisfíkn og einnig að frá- hvarfseinkenna gæti fyrst eftir að sveppum í meltingarfærum er útrýmt. Bent hefur verið á að ákveðin mótefni (antibody) sem candida-sveppurinn hvetur líkamnn til að mynda, valdi því 24

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.