Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 2
Kynningarstjóri UNICEF á Íslandi segir stefna í metár í sölu á Sönnum gjöfum. Í desember hafa Íslendingar keypt 70 þúsund skammta af jarðhnetumauki fyrir van- nærð börn og tryggt 4.200 einstaklingum bólusetningu gegn Covid. birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Íslendingar hafa keypt 70 þúsund pakka af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir vannærð börn í desember. Hnetumaukið er ein tegund Sannra gjafa, sem hægt er að versla hjá UNICEF. „Það stefnir í metár hjá okkur í ár,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi, spurð að því hvernig sala á Sönnum gjöfum fari af stað í ár. Sannar gjafir eru hjálpargögn fyrir börn í neyð sem fólk getur keypt á vefsíðu UNICEF. Við kaupin fær fólk gjafabréf fyrir til dæmis jarðhnetumauki, bóluefni, hrein- lætisvörum eða hlýjum fatnaði, sem UNICEF kemur svo til barna sem á þurfa að halda. „Síðustu ár hafa Sannar gjafir verið mjög vinsælar en áhugi fyrir þeim eykst með hverju árinu og það er greinilegt að mikill fjöldi fólks ákveður að nýta þessa leið til að kaupa fallegar gjafir sem koma líka að virkilega góðum notum,“ segir Steinunn. Hún segir vinsælustu jólagjöfina vera jarðhnetumaukið og bólu- sendingargjöfina sem sé nýjasta Sanna gjöfin. „Með henni er verið að tryggja bóluefni gegn Covid-19 til efnaminni ríkja. Í desember erum við búin að selja 700 slíkar gjafir,“ segir Steinunn. Með einni bólusendingargjöf, sem kostar tæpar fjögur þúsund krónur, er sex einstaklingum tryggð bólusetning gegn Covid-19. „Þannig að 4.200 einstaklingar í efnaminni löndum fá bólusetningu fyrir þær gjafir sem selst hafa í desember,“ segir Steinunn. „Það hefur verið rosalega vel tekið í þetta, fólk gerir sér grein fyrir að við þurfum að jafna leikinn í dreif- ingu bóluefna,“ bætir Steinunn við. Þá segir hún að aldrei hafi verið jafn mikil þörf fyrir hjálpargögn fyrir börn og nú. „Bóluefni og jarðhnetumaukið er langvinsælast og það eru kannski viðbrögð við ástandinu í heiminum. Við gerum okkur grein fyrir mis- skiptingu í dreifingu bóluefna og við vitum að það eru börn að látast úr vannæringu, til dæmis í Jemen og Afganistan, og jarðhnetumaukið er leið til að meðhöndla slíkt,“ segir Steinunn. Hún segir greinilegt að Íslend- ingar vilji gera hvað þeir geti til að hjálpa börnum um allan heim, þar séu íslensku jólasveinarnir engin undantekning. „Þeir hafa verið að kaupa svolítið hjá okkur og setja í litla skó, hafa verið í samstarfi við okkur í mörg ár,“ segir Steinunn. n Lúsíuhátíð í Neskirkju Fresta þurfti hinni árlegu Lúsíuhátíð í Neskirkju vegna sóttkvíar fyrr í þessari viku, en Lúsíumessan fór fram í gærkvöldi. Hefðina má rekja til Svíþjóðar og hefur hópur Íslendinga fagnað deginum um áratugabil. Ein stúlka er í hlutverki Lúsíu og með henni í samfloti er Lúsíukór.. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Vítamínbætt jarðhnetumauk meðhöndlar vannæringu barna. MYND/UNICEF Bóluefni og mauk í jólagjöf Bóluefni og jarðhnetu- maukið er langvin- sælast og það eru kannski viðbrögð við ástandinu í heiminum. Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF á Íslandi ingunnlara@frettabladid.is COVID-19 Ísland og Noregur munu eiga kost á hlutdeild í skömmtum á nýju bóluefni Pfizer gegn Omí- kron-afbrigðinu á sömu forsendum og með fyrri bóluefni. Evrópusam- bandið samþykkti í  gær að virkja heimild til kaupa á 180 milljón skömmtum af nýju bóluefni frá Pfi- zer sem verður tilbúið í mars. Í samningum Evrópusambands- ins um kaup á mRNA-bóluefni (Pfi- zer og Moderna) sem Ísland á aðild að, eru ákvæði sem tryggja ríkjun- um aðgang að bóluefni við nýjum afbrigðum. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins til Frétta- blaðsins. Samningurinn kveður jafnframt á um að ríkin eigi rétt á kaupum á tilteknu magni bóluefna, umfram það magn sem samningur- inn kveður á um að skylt sé að kaupa. „Staða Íslands varðandi bólu- efni gegn Covid-19 er góð. Gildandi samningar tryggja okkur nægt framboð bóluefna og einnig upp- færslu þeirra vegna nýrra af brigða eins og Omíkron, líkt og Pfizer vinnur nú að,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær uppfærsla bóluefnis Pfizer við Omí- kron-af brigðinu verður tilbúin og samþykkt af hálfu Lyfjastofnunar Evrópu. n Íslandi tryggt bóluefni gegn Omíkron Von er á að bóluefnið verði tilbúið í mars á nýju ári. helenaros@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Flóki Ásgeirsson lögmaður segir illa hafa gengið að fá upplýsingar frá bæði Landspítala og Reykjavíkurborg vegna máls Hilm- ars Kolbeins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Hilmar, sem er 45 ára og fjölfatl- aður, hafi ekki fengið að snúa aftur heim til sín í sjö mánuði eftir að hann gekkst undir aðgerð á Land- spítala. Frá því í október hefur hann dvalið á elliheimili. Flóki segist, þrátt fyrir ítrekaða beiðni, hvorki hafa fengið aðgang að beiðnum sem gerðar hafi verið um heimahjúkrun fyrir Hilmar né afgreiðslu á þeim beiðnum. Átta mánuðir séu liðnir síðan Hilmar leitaði til hans um aðstoð vegna málsins. Að sögn Flóka hafi úrræðaleysið í máli Hilmars því miður verið algjört og að hið eina sem honum hafi raun- verulega staðið til boða hingað til, sé að liggja inni á spítala eða dveljast á hjúkrunarheimili. Í bréfi, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, sem velferðarsvið borgarinnar sendi til Embættis landlæknis 7. maí síðastliðinn, segir að hjúkrunar- og umönnunarþarfir Hilmars séu mun umfangsmeiri en heimahjúkrun geti veitt. „Í ljósi umfangsmikilla umönn- unarþarfa tilkynnist hér með að þjónusta heimahjúkrunar við Hilmar er fullreynd enda er það mat heimahjúkrunar að öryggi hans og heilsu sé ógnað með útskrift heim. n Val á milli spítala og elliheimilis 2 Fréttir 18. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.