Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 16
Magnaðast þykir mér þó að leggjast á bakið í eitt af skörðunum og horfa til himins. Þá fljúga múkki og rita yfir hausnum á manni eins og orrustuþotur. Tómas Guðbjartsson, hjarta- skurðlæknir Náttúruverndarsinnar munu minnast ársins 2021 fyrir frið- lýsingu Dranga á Ströndum norður, en ákvörðun Guð- mundar Inga Guðbrands- sonar, þáverandi umhverfis- ráðherra í þá veru, á síðustu dögum sínum í því embætti, þótti djörf og snöfurmannleg, svo og söguleg, en jörðin Drangar er þar með fyrsta landsvæðið á Íslandi sem frið- lýst er sem óbyggt víðerni. ser@frettabladid.is VESTFIRÐIR Friðlýsta svæðið nær frá Drangaskörðum, sunnan jarðarinn- ar Dranga, að Bjarnarfjarðará í sam- nefndum firði neðan Drangajökuls og er alls 105 ferkílómetrar að stærð, en þar af eru níu ferkílómetrar í hafi. Í nafni síðustu bænda Elías Svavar Kristinsson, sjómaður, sem ættaður er af Dröngum, var ásamt bræðrum sínum einn helsti hvatamaður að friðlýsingu Dranga í minningu foreldra sinna, hjónanna Önnu Jakobínu Guðjónsdóttur og Kristins Halls Jónssonar, sem voru síðustu bændur á Dröngum. Elías segir það einfaldlega hafa verið skyldu Drangamanna að búa svo um hnútana að landshlutinn norðan skarða verði upprunalegur um aldur og ævi. „Af komendur okkur eiga skilið að njóta náttúru- upplifunar svæðisins í sama mæli og við sem komum á undan,“ segir hann og minnir á að hans kynslóð sé farin að berja nestið. Gjöful jörð Hann segir jörðina einstaka á marga vegu, auðvitað við ysta haf og utan vegarsambands, en hún sé einnig áminning um hvernig forfeðurnir lifðu í afskekktustu sveitum lands- ins. Og hann sýtir ekki hlutskipti æskunnar þegar um 20 manns bjuggu að Dröngum við atlæti gott, enda matinn um allt að finna, selinn í f læðarmálinu, fiskinn þar utar, hvalinn hér áður fyrr og ekki hafi fuglatekjan norður í Hornbjargi verið lítil búbót fram eftir sumri, en þess utan hafi grónar kvosirnar í grennd við bæinn verið upplagðar til fjárræktar. Hátt verndargildi Í tilkynningu stjórnvalda um frið- lýsingu Dranga segir að umrætt svæði austan Drangajökuls sé hluti af víðáttumiklu, samfelldu, óbyggðu víðerni á Vestfjörðum. Verndargildi svæðisins sé mjög hátt á bæði íslenskan og alþjóðlegan mælikvarða og felist fyrst og fremst í víðerni, tilkomumiklu landslagi og náttúruupplifun. Undir þetta tekur Tómas Guð- bjartsson, hjartaskurðlæknir, sem talað hefur fyrir friðlýsingu merki- legra náttúruvætta á Íslandi í ára- raðir. „Drangavík er með fallegustu Friður sé með Dröngum Drangaskörð í öllu sínu veldi. Norðan þeirra er landnámsjörð Eiríks rauða að finna og þar fæddist að líkindum Leifur sonur hans heppni. Elías Svavar rær frá Dröngum á hverju sumri og leggur upp í Norðurfirði, en hann er alinn upp á Dröngum . Engum leiðist að líta Dranga- skörðin augum. Þar undir voru verbúðir á öldum áður, en stutt var þaðan að róa til gjöfulla fiski- miða. Bærinn Drangar á ystu mörkum Íslandsbyggðar, en þar var byggð til 1966 og búið þar áður, með hléum, frá því Eiríkur rauði var og hét. MYNDIR/TG/ÓMB Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is tjaldstæðum á landinu. Fjaran er skreytt rekaviðardrumbum og þarna er auðvelt að finna fallegt tjaldstæði innan um þá með fal- legasta útsýni að Dröngunum.“ Ósnortin náttúra Hann mælir með að ganga út eftir skörðunum, en enn skemmtilegra sé að ganga í gegnum eitthvert þeirra. „Magnaðast þykir mér þó að leggj- ast á bakið í eitt af skörðunum og horfa til himins. Þá fljúga múkki og rita yfir hausnum á manni eins og orrustuþotur.“ Og Tómas bætir við. „Það er þessi heild og ósnortna náttúra sem er svo heillandi. Einstakir fossar úti um allt sem flestir eru nafnlausir en inn á milli frægari fossar eins og Hvalárfoss, Eyvindarfjarðarfoss, Drynjandi og Rjúkandi.“ n Á AÐ SKELLA SÉR Í BREKKURNAR Í JÓLAFRÍINU? AF SKÍÐAPÖKKUM FRAM AÐ JÓLUM *Afsláttur gildir ekki með öðrum tilboðum 16 Fréttir 18. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.