Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 62
að hjálpa til og eiginlega bara síðan
ég man eftir mér hef ég verið fyrir
í eldhúsinu. Ég hef verið svona um
17 ára þegar ég tók að mér jólamat-
inn í fyrsta skipti, í minningunni
var það alveg greinilegt að ég væri
að taka hann í fyrsta skipti sjálfur,“
segir Hinrik og veit fátt skemmti-
legra en að matreiða jólamatinn
fyrir fjölskyldu sína.
Hinrik segir að það hafi ekki
verið mikið af jólahefðum og
-siðum í bernsku sinni.
„Í minningunni hefur ekki verið
mikið af jólahefðum eða -siðum
sem við höfum haldið, jólin hafa
aðallega snúist um samveru, góðan
mat og góðan félagsskap. Það eru
jólin fyrir mér.“ Hann segist þó
halda í matarhefðirnar sem voru
í hans æsku. „Yfir jólin held ég í
uppáhaldshefðirnar, auðvitað
breytist eitthvað í gegnum árin og
nýjar hefðir þróast en í grunninn
eru sömu matarhefðir yfir hátíð-
arnar.“ Á áramótunum er það kal-
kúnninn hvort sem hann er heima
eða hjá tengdaforeldrum sínum og
það finnst Hinrik ómissandi.
Hinrik deilir hér með lesendum
uppskriftunum að hátíðarrétt-
unum sem hann framreiddi í þætt-
inum Matur og heimili á dögunum
sem hittu svo sannarlega í mark
hjá matargestum.
Pönnusteikt hreindýr í
hvítlauk og rósmaríni
2 stk. hreindýralundir
3 stk. hvítlauksgeirar
Smá rósmarín
100 g smjör
Salt og olía eftir smekk
Kryddið hreindýrið með salti eftir
smekk og setjið út á heita pönnu
með olíu.
Steikið í um 2-3 mínútur á
hvorri hlið eða þar til kjötið er
orðið fallega brúnað.
Bætið næst við smjöri, rós-
maríni og hvítlauk út á pönnuna
og haldið áfram að steikja í 2-3
mínútur og snúið lundinni reglu-
lega.
Takið af pönnu og setjið í eldfast
mót.
Notið kjarnhitamæli og eldið
steikina inni í ofni á 180°C þar til
að kjarnhitinn nær 42°C gráðum.
Hvílið og skerið niður.
Hunangssteikt barbarian
andabringa
2 stk. andabringur
1 msk. hunang
2 msk. smjör
Salt og olía eftir smekk
Skerið rákir í fituna á andabring-
unni.
Hitið pönnu í miðlungs hita.
Bætið smá olíu út á pönnuna og
byrjið að steikja andabringuna á
fituhliðinni.
Þegar fitan á öndinni er byrjuð
að bráðna má hækka hitann í botn
á pönnunni.
Þá nærðu fallegri steikingu og
skinnið verður stökkt.
Næst er smjöri, hunangi, rós-
maríni og hvítlauk bætt við út á
pönnuna og andabringan steikt á
hinni hliðinni.
Gott að velta smjörinu með
skeið yfir andabringuna meðan
hún steikist.
Jólin nálgast óðfluga og í
tilefni þess bauð Hinrik Örn
Lárusson matreiðslumaður
og landsliðskokkur til
hátíðarveislu á heimili sínu
og unnustu sinnar Ólafar
Eirar Jónsdóttur og sonar.
sjofn@frettabladid.is
Í þættinum Matur og heimili
eldaði hann og reiddi fram jóla-
matinn sem fjölskyldan ætlar að
snæða á aðfangadagskvöld.
Í þættinum fór Hinrik yfir helstu
trixin þegar elda á villibráð eins
og hreindýr og önd og gaf góð ráð.
Hinrik byrjaði snemma að taka
þátt í matreiðslunni fyrir jólin og
yfirtók eldhúsið mjög fljótt enda
hefur hann haft ástríðu fyrir því að
elda og framreiða kræsingar frá því
að hann man eftir sér.
„Ég var ungur þegar ég byrjaði
Guðdómlegt hreindýr og steikt andabringa
Hinrik Örn Lárusson býður hér upp á afar girnilegar uppskriftir að jólamatnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Hreindýr og önd, tvíréttuð jólaveisla
að hætti Hinriks Arnar.
Gómsæt og bragðmikil fylling með
hægelduðum andalærum.
Hunangsristað rósakál með hesli-
hnetum. Ljúffengt meðlæti.
Takið af pönnunni og setjið í
eldfast mót.
Setjið ofn á 180°C gráður og
eldið þar til kjarnhiti er kominn í
58°C gráður.
Takið út og látið hvíla í um það
bil 5-6 mínútur.
Gómsæt fylling með
hægelduðum andalærum
3 stk. andalæri hægelduð
300 g svínahakk
1 stk. laukur
6 stk. sveppir
1 hvítlauksgeiri
1 bolli brauðteningar
1 bolli mjólk
Smjör eftir smekk
Kjötið af andalærum rifið niður í
skál
Hakk, laukur, hvítlaukur og
sveppir steikt saman á pönnu.
Andalærunum bætt út á pönn-
una með smjöri.
Næst er brauðteningum og mjólk
bætt saman við.
Öllu saman blandað í skál.
Bakað í 25-30 mínútur í eldföstu
móti.
Brokkolísalatið
hennar mömmu
1 stk. brokkolíhaus
½ rauðlaukur
200 g sýrður rjómi
200 g majónes
2 msk. þurrkuð trönuber
1 msk. hunang
Sítrónusafi eftir smekk
Salt eftir smekk
Saxið brokkolíið og rauðlaukinn
smátt niður.
Blandið saman rest af hráefni við
brokkolíið.
Hunangsristað rósakál með
heslihnetum
500 g rósakál
2 msk. smjör
1 msk. hunang
2 msk. ristaðar heslihnetur
Salt og olía eftir smekk
Rósakálið er soðið í 2 mínútur í
potti og svo snöggkælt með klaka
eða undir köldu vatni.
Næst er panna hituð vel með olíu,
rósakálið sett á pönnuna og steikt.
Smjöri og hunangi bætt út á
pönnuna og steikt þar til rósakálið
verður karamellíserað.
Heslihneturnar eru muldar
niður.
Rjómasoðnar gular baunir
2 dós gular baunir
500 ml rjómi
100 g smjör
Allt sett i pott og soðið saman þar
til rjómablandan byrjar að þykkna.
Sykurbrúnaðar kartöflur
með rósmaríni og
appelsínuberki
1 kg soðnar kartöflur, skrældar
200 g sykur
100 g smjör
200 g rjómi
3 stilkar rósmarín
1 stk. appelsína
Sykur hitaður á pönnunni þar til
hann brúnast vel. Rjómanum bætt
út á pönnuna og rjómi og sykur
soðið saman. Næst er smjörinu
bætt rólega saman við og hrært vel
á meðan. Saxið rósmaríntoppa og
rífið börkinn af appelsínunni út í
karamelluna. n
AVON SNYRTIVÖRUR
avonsnyrtivorur.is
VERÐ MEÐ VERSLUNINA OPNA
Í Hrísrima 35 112 Grafarvogi
Laugardaginn 18. des. frá 12-16
Mánudaginn 20. des. frá 14-18
Þriðjudaginn 21. des. frá 14-18
Miðvikudaginn 22. des. frá 14-18
Fimmtudaginn 23. des. frá 14-20
Mozart við kertaljós
Styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins,
Reykjvíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ og Garðabæ
Miðasala við innganginn og á tix.is - Miðaverð kr. 3.500 / 2.500
Hafnarfjarðarkirkju sunnudag 19. des. kl 21.00
Kópavogskirkju mánudag 20. des. kl 21.00
Garðakirkju þriðjudag 21. des. kl 21.00
Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudag 22. des. kl 21.00
Camerarctica
Mozart by candlelight
Kammertónlist á aðventu 2021
8 kynningarblað A L LT 18. desember 2021 LAUGARDAGUR