Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 70
Brynja Huld Óskarsdóttir, öryggis- og varnarmálafræð- ingur, og Guðmundur Björn Þorbjörnsson, útvarpsmaður hjá RÚV, settust á rökstóla Fréttablaðsins og gerðu upp heimsmálin á árinu 2021 sem senn líður hjá. Árásin á bandaríska þinghúsið, valdataka Talibana í Afganistan, stíf lan í Súesskurði, aðgerðaleysi heims- veldanna í loftslagsmálum og vax- andi öfgahyggja er meðal þess sem ber á góma. Brynja: „Árið byrjaði pínu með hvelli í rauninni. Það byrjar náttúr- lega á þessari árás á þinghúsið og öllu í kringum það. Þar létust fimm manns og svo tveimur dögum fyrr var málinu hans Julian Assange áfrýjað í Magistrate Court í Bret- landi þannig að hann var ekki fram- seldur til Bandaríkjanna. Þetta gerð- ist allt bara í sömu fyrstu vikunni.“ Guðmundur: „Já, þetta mál í Bandaríkjunum – það var náttúr- lega ótrúlegt að fylgjast með þessu því það var alveg búinn að vera svo- lítið langur aðdragandi. Trump var ítrekað búinn að grafa undan niður- stöðum kosninganna og ýja að því að hann myndi ekki láta friðsam- lega af völdum. Svo er hann þarna að espa upp stuðningsfólk sitt með beinum og óbeinum hætti á Twitter. Að horfa á þetta í beinni útsend- ingu, maður var orðinn vanur svo miklu rugli. Þegar ég spóla til baka og hugsa um þetta, hvað þetta var algjörlega fáránlega absúrd að vera að horfa á þetta í beinni útsendingu. Bara sitjandi í sófanum: „Heyrðu, það er eitthvað skrýtið að fara að gerast. Já, ætli þeir séu ekki að fara að ráðast inn í þinghúsið?“ Manni fannst það bara nokkuð beisik miðað við það sem á undan hafði gengið.“ Brynja: „Það sem er líka svo skrýt- ið í þessu samhengi er að þetta var bara augljóst framhald af öllu bull- inu sem er búið að byggjast upp svo lengi í Bandaríkjunum. Internatio- nal Crisis Group var búið að gefa út að hættan á pólitísku of beldi í Bandaríkjunum og einhverju svona kosningaof beldi hefði aldrei verið meiri, sem er eitthvað sem maður sér vanalega í samhengi við lönd sem eru nýkomin með lýðræði. Írak, Afganistan, eða nýstofnuð ríki eins og Suður-Súdan. Bandaríkin eru einhvern veginn allt í einu á þeim stað að það er varað við kosninga- ofbeldi.“ Dystópísk heimsmynd Þið talið um hversu absúrd það sé að maður sé orðinn vanur svona rugli. Guðmundur: „Akkúrat og þessu tengt þá voru fréttamyndir sem bár- ust frá Brussel, minni gömlu heima- borg, þar sem aprílgabb var sett inn á Facebook. Það var einhver klúbbur sem auglýsti að það yrði úti-rave í garði í Brussel. Svo var smáaletur þar sem stóð: „Þetta er aprílgabb, ekki mæta, það er útgöngubann.“ En það mættu bara tugir þúsunda. Svo sérðu vídeóklippur af þessu þar sem löggan kemur á hestum inn í garðinn með vatnsúðara og kylfur. En þetta fólk er ekki að gera neitt annað en það sem það gerði vana- lega, bara safnast saman í einhverj- um garði, það voru engin mótmæli.“ Brynja: „Mér finnst líka bara með þessa árás á Capitol Hill í Bandaríkj- unum eða bara allt sem er búið að vera að gerast þar undanfarin ár. Mér finnst eins og það hafi bara sprungið að endingu í þessari árás. Það sýnir bara einhvern veginn hvað Bandaríkin eru á ógeðslega f lóknum stað. Hvað hægri öfga- hyggjan er rísandi, með Proud Boys og öllum þessum alt-right hópum og hvað Bandaríkin eru ólík okkur og Evrópu í mentalíteti. Eins og núna er verið að endurskoða þungunar- rofslöggjöfina. Þau eru að taka rosa mikið af skrefum í afturhaldsátt.“ Guðmundur: „En þetta er allt Öfgar fæða af sér meiri öfgar Brynja Huld og Guðmudur Björn fóru yfir erlendar fréttir ársins yfir kaffibolla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þorvaldur S. Helgason tsh@fretta - bladid.is saman svo ofboðslega mikil afleið- ing stjórnartíðar Trumps. Hann er bara búinn að tvískipta Bandaríkj- unum. Auka á þessa pólaríseringu, eða skautun eins og við höfum kall- að það. Skipta þessu í við og hinir. Þessi ríki þar sem Repúblikanar hafa alltaf verið í meirihluta eins og til dæmis Texas þar sem þessi þung- unarrofslöggjöf var samþykkt upp- haflega. Þetta er svo skýr afleiðing af þeim popúlisma sem Donald Trump hefur búið til.“ Brynja: „Alveg algjörlega, bara klárlega. Hann er líka samt að ein- hverju leyti birtingarmynd einhvers sem var búið að vera að byggjast upp og svo kemur hann og er eins og einhver svona hvati eða catalyst á þetta allt saman.“ Guðmundur: „Bandaríkin verða í mörg ár að vinda ofan af þessu ef þau ná því einhvern tíma. Joe Biden tekur við náttúrlega bara alveg klofinni þjóð. Hans fyrsta verk í embætti er að skrá Bandaríkin aftur inn í Parísarsáttmálann og svona hreinsa upp eftir forvera sinn. En það er of boðslega fátt sem bendir til þess að Joe Biden sé eitthvað að fara að laga ímynd Bandaríkjanna út á við. Það eru engar stórar stefnu- breytingar í neinu.“ Harmleikurinn í Afganistan Harmleikur ársins var án efa fall Afganistan. Brynja, þú hefur náttúr- lega sjálf starfað í Afganistan. Brynja: „Að mínu mati er fall Afganistan klárlega viðburður árs- ins. Þessar tvær, þrjár vikur í ágúst voru auðvitað mjög átakanlegar en allt sumarið var það náttúrlega líka. Að fylgjast með Afganistan bara versna og versna og versna síðastliðna mánuði og horfa á þjóð- ina núna á barmi hungursneyðar og undir gífurlega ofríki Talibana. Þetta er pínu eins og fall Berlínar- múrsins en mér finnst smá eins og fólk sé ekki alveg að átta sig á því hversu stór þessi viðburður er.“ Guðmundur: „Náttúrlega það sem er svo sérstaklega sorglegt í þessu er að þetta var vitað. Ég tók viðtal við Brynju í júní þar sem hún er að segja nákvæmlega þetta. Talibanar eru búnir að vera að vinna alveg gríðarlega á, alveg frá því að Bandaríkjastjórn og Talibanar skrifa undir samkomulag í Doha 2020 um að Bandaríkin fari gegn því að Talibanar uppfylli einhver ákveðin skilyrði. Þú varst að benda á þetta í þessu viðtali. Mig minnir að þú hafir sagt við mig þá að það væri talið að afganski herinn gæti haldið í svona einn til tvo mánuði ef Talib- anar myndu láta til skarar skríða. Það reyndust svo vera fimm dagar á endanum, þegar þeir svo gerðu það.“ Öfgar í allar áttir Hvaða áhrif mun fall Afganistan hafa á heiminn og Vesturlönd? Brynja: „Mér finnst eitt svolítið áhugavert í þessu, af því þarna erum við með öfga-íslam, bókstafstrú Það eru svo miklar öfgar og mér finnst eins og við séum að sjá þá togast einhvern veginn í allar áttir, fjær miðj- unni í átt að meiri öfgum sitt í hvora áttina. Brynja Talibana og svo náttúrlega Al- Shabaab, Boko Haram og aðra hópa. En svo á sama tíma er uppgangur hægrisins sem sést svo mikið í árásinni á Capitol Hill í Bandaríkj- unum. Það eru svo miklar öfgar og mér finnst eins og við séum að sjá þá togast einhvern veginn í allar áttir, fjær miðjunni í átt að meiri öfgum sitt í hvora áttina. Þetta er ekki einu sinni hægri, vinstri, heldur bara lengra frá miðjunni í allar áttir.“ Guðmundur: „Já, algjörlega. Við lifum gríðarlega öfgafulla tíma. Í hugmyndafræðinni á hinu geopóli- tíska sviði eru of boðslegar öfgar, það er alveg rétt.“ Brynja: „Við lifum í hnattvædd- um heimi og mér finnst vera svona innprentað í okkur f lest að hnatt- væðingin sé góð og við séum öll að færast nær. En svo koma upp svona krísur og þá er maður bara: „Af hverju erum við að skipta okkur af svona mikið? Hvar er hjólið brotið?“ Til dæmis þegar Ever Given gáma- skipið festist í Súesskurðinum. Mér finnst 2021 vera svolítið svona ár. Það eru þúsundir hjóla sem þurfa að ganga saman og ef eitt stoppar, eins og gerðist með Súesskurðinn, þá fer allt á hliðina.“ Guðmundur: „Covid sýnir þetta líka, hvað þessar keðjur eru brot- hættar. Það er enn þá verið að vinna upp framleiðsluskort. Fólk getur ekki keypt sér Playstation-tölvur af því framleiðsla á einhverjum skrúf- gangi stoppaði í Kína í tvo mánuði.“ Brynja: „Og bara þessir sex dagar sem Ever Given stoppaði í Súes- skurðinum eru enn þá, hálfu ári seinna, að valda seinkunum á alls konar varningi.“ Guðmundur: „En af því við vorum að tala um alls konar öfgar áðan. Þá er kannski svolítið tákn- rænt að einn mesti málamiðlari evrópskra stjórnmála er núna nýfarinn frá. Angela Merkel, sem sat á kanslarastóli næstlengst allra kanslara sameinaðs Þýskalands. Hana vantaði bara nokkra daga til að slá met Helmut Kohl. Við sjáum hana fara út á sama tíma og allir þessir hlutir eru að gerast, þessar öfgar og þessi popúlismi er að rísa upp. Reyndar er sá sem er að taka við af henni mjög líkur henni, Olaf Scholz, þannig séð. En við höfum líka séð á síðustu árum að AFD, þjóðernis popúlistum í Þýskalandi, þeim hefur vaxið fiskur um hrygg.“ Brynja: „Hægriöfgahyggjan er náttúrlega á leiðinni upp í allri Evr- ópu og ég held að það verði mjög áhugavert á næsta ári af því það eru forsetakosningar í Frakklandi í maí. Ég held það verði gífurlega áhuga- vert að sjá hvað gerist þar.“ Málfrelsi og blaðamennska Guðmundur: „Það sem ég held að sé kannski ein stærsta fréttin í ár. Það birtist nýlega skýrsla frá fjölmiðlum án landamæra, þar sem kemur fram að á Covid-tímum hefur málfrelsi og frjáls blaðamennska skerst til muna um allan heim. Svo á föstu- daginn í síðustu viku, þá var áfrýj- unardómstóll í Lundúnum að snúa við ákvörðun héraðsdóms um Ég heyrði nú síðast bara í vikunni að ein birtingar- mynd veðurfarsöfga á Íslandi væri að það eigi eftir að rigna meira hérna. Þannig að við njótum ekki einu sinni góðs af heimsendi. Guðmundur  42 Helgin 18. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.