Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 35
Hún taldi þau Aristotle ekki efni í hjón. Enda var hún gríðarlega upptekin af því að ráða sér og sínu lífi sjálf og hún talar um það í bókinni að með Alberto hafi hún ráðið ferðinni. Sæunn Sonja de Zorilla var sannur heimsborgari sem þó hélt tengingu við föðurlandið og varði síðustu árunum hér. samband þeirra hafi verið óhefð- bundið. „Þau áttu í opnu sambandi og áttu í sínum ástarsamböndum við aðra og eignuðust aldrei börn.“ Hvað varð um milljarðana? Aðspurðar hvort barnleysið hafi verið val þessarar sjálfstæðu konu verður Sæunn fyrri til svars. „Hún gefur það sterklega til kynna í bókinni að hana hafi ekki langað í börn og Alberto hafi verið samþykkur því. En hún segist líka hafa upplifað eftirsjá þegar árin færðust yfir enda lifir hún löngu lífi og er 86 ára þegar hún deyr. Vinirnir voru margir eldri en hún og voru þá fallnir frá. Margir lýstu henni sem barnagælu og hún lagði mikið upp úr vinskap við börn systur sinnar og vina.“ Það var svo ósk Sonju að auðæfi hennar rynnu í sjóð sem styrkja skyldi langveik börn hérlendis og í Bandaríkjunum og fól hún frænda sínum, Guðmundi Birgissyni frá Núpum, stjórn hans ásamt lög- fræðingnum John Ferguson. „Það hefur aðeins verið fjallað um þetta í fjölmiðlum og Kompás gerði mjög góðan þátt árið 2007 sem við erum svolítið að fylgja eftir, en það virðist lítið hafa runnið úr sjóðnum. Við erum aðeins að reyna að svara því hver raunverulegur auður hennar var,“ segir Sæunn en sam- kvæmt bókinni Ríkir Íslendingar ætti núvirði hans að vera í kringum 24 milljarða króna. „Eins leitum við svara við því hvað hafi orðið af þessum peningum.“ Coco Chanel og Chaplin Þær eru sammála um að það sem hafi kveikt áhuga þeirra hafi verið merkilegt lífshlaup Sonju. „Hún var sjálfstæð kona á þessum tíma sem konur voru í raun og veru ekki svo sjálfstæðar,“ segir Katrín. „Hún var frumkvöðull,“ segir Sæunn og Katrín bætir við að þær reyni að draga það fram í þáttunum hversu merkileg útþrá og ferðalög Sonju hafi verið á Íslandi þess tíma, þegar skipaferðir til landsins voru fréttaefni. „Hún minnist þess í ævisögunni að þegar hún var 15 ára í Mennta- skólanum í Reykjavík hafi aðal- áhuginn legið í að sjá Chaplin í bíó og lesa í tímaritum um Coco Cha- nel. Ekkert svo löngu síðar er hún svo mætt á tískusýningar hjá Cha- nel í París og farin að hitta Chaplin í boðum í New York,“ segir Sæunn. Aftur heim til Íslands Sonja, sem hafði kvatt Ísland 17 ára, árið 1933, hélt þó alltaf tengslum og varði meiri tíma hér á landi á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Árið 1998 flutti hún svo alveg heim til Íslands, hún hafði keypt sér sumarbústað á Þingvöllum á átt- unda áratugnum og síðar íbúð við Eiðistorg, og fór að rifja upp kynni við íslenska ættingja, meðal annars fyrrnefndan Guðmund frá Núpum, en hún keypti sér einmitt land við Núpa og byggði sér þar hús. „Hún átti litla fjölskyldu, þegar faðir hennar fellur frá f lytja systir hennar og móðir til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir þetta finnur hún þessa sterku tengingu við Ísland og ver hér síðustu árum sínum. Hún var mjög hrifin af Esjunni og þar sem hún bjó á efstu hæð gat hún séð Esjuna og stillti þar upp öskunni hans Alberto sem hafði heimsótt Ísland með henni og einnig hrifist af Esjunni,“ segir Sæunn. En hvers vegna ætli þær hafi feng- ið svo mikinn áhuga á konu sem lést áður en þær fæddust og var mikið eldri en ömmur þeirra og afar? „Afi minn lánaði mér bókina og við hefjum þáttaröðina á spjalli við hann þar sem hann lýsir því þegar hann hitti Sonju árið 1976. Hann hafði aldrei heyrt á hana minnst en varð strax heillaður af henni,“ segir Sæunn og Katrín samsinnir því: „Hún hafði þessi áhrif á fólk – heill- aði það upp úr skónum.“ Í þáttunum má líka heyra rödd Sonju sjálfrar en Ríkisútvarpið hefur varðveitt tvö viðtöl við hana frá árunum 1976 og 1994. „Nú eru komin tæp 20 ár frá því að ævisagan kom út svo það er komin heil kynslóð sem þekkir Sonju ekki og okkur langaði að segja sögu merkilegrar íslenskrar konu. Þetta var kona sem stefndi hátt og fór alla leið,“ segir Katrín að lokum. n Opið laugardaginn 18. desember frá kl. 11 til 16. Opið sunnudaginn 19. desember frá kl. 13 til 16. Opið virka daga frá kl. 9 til 18. Jólabæklinginn okkar er hægt að skoða á sminor.is Glæsilegar vörur á sérstöku jólaverði. Jól 2021 Uppþvottavélar, iQ300 SN 43HS32UE (stál) 12 manna. Sex kerfi, þar á meðal hraðkerfi á 65° C (klukkustund). Fjögur sérkerfi. Fullt verð: 109.900 kr. Jólaverð (stál): 87.900 kr. Þvottavél, með inn- byggðum þurrkara, iQ500 WN 44A1C0DN Tekur mest 10 kg í þvott, 6 kg í þurrkun. Hljóðlátur, kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð. Fullt verð: 209.900 kr. Jólaverð: 164.900 kr. Töfrasproti MSM 66150 600 W. Skál, þeytari og hakkari fylgja með. Fullt verð: 12.900 kr. Jólaverð: 9.900 kr. Matvinnsluvél MCM 3110W 800 W. Fullt verð: 13.900 kr. Jólaverð: 10.900 kr. Carat Loft-/veggljós AN16103-15-04 Fullt verð: 19.900 kr. Jólaverð: 14.900 kr.Ryksuga, Serie 2 BGL 2POW1 Vinnuradíus: 8 m. Hljóð: 80 dB. Fullt verð: 27.900 kr. Jólaverð: 21.900 kr. Helgin 35LAUGARDAGUR 18. desember 2021 Fréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.