Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 18
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is En báknið vex meira en allt annað á þessum markaði. Ríkisstarfs- mönnum fjölgar sem aldrei fyrr. En kúkur er á ýmsu formi. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is 595 1000 Gefðu góðar minningar Jólagjafabréf Heimsferða komin í sölu! 10.000 og færð 15.000 20.000 og færð 30.000 40.000 og færð 60.000 Ólíkt hafast þeir að, Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Íslands, en sá fyrrnefndi vill alls ekki ógna stöðugleikanum með vaxtahækk- unum á óvissutímum, á meðan sá síðarnefndi hækkar vextina ítrekað, úr 0,5 pró- sentum í 2 prósent á skömmum tíma. Meginrök evrópska Seðlabankans fyrir því að halda vöxtunum áfram í 0,0 prósentum eru þau að álag farsóttarinnar á hagkerfið séu tíma- bundin, áhrifin muni fjara út, en engin ástæða sé til að fara efnahagslega á taugum þegar geta og sjálfbærni hagkerfisins liggi fyrir, hækkun vaxta veiki það meira en styrki. Hjá íslenska Seðlabankanum eru rökin önnur, en slá þurfi á putta verðbólguhvatans sem einkum stafi af hækkun íbúðaverðs. Áhrifin eru augljós: Annar tveggja helstu kostnaðarliða atvinnulífsins, á eftir launum, er fjármagns- kostnaður, en hækkun hans mun fara rakleiðis út í verðlagið. Og það eykur verðbólgu, fyrir nú utan hitt, að hærri vextir ræna heimilin í landinu upp undir 50 þúsundum á mánuði vegna vaxta á íbúðalánum. Hækkun vaxta er nefnilega verðbólguhvetj- andi. Hækkun vaxta veldur fyrirtækjunum erfið- leikum. Og hækkun vaxta bitnar á heimilunum. En þetta er dæmigert. Alltaf skal Íslendingur- inn tapa í ófyrirsjáanlegasta hagkerfi álfunnar. Allir tapa er nefnilega átak sem er séríslenskt fyrirbæri. n Ríkis-stjórnin Ríkisstjórnum hættir til að vera ríkissinnaðar, hampa ríkisrekstri fremur en einkarekstri, hlaða undir embættismennskuna fremur en almennan vinnumarkað. Og hættan er einkum sú að setja nýja stofnun á fót sem flýtur hægt og sofandi að feigðarósi, en eftir situr í flæðarmálinu einhver hópur ríkisstarfsmanna sem þarf á nýjum verk- efnum að halda. Ríkisvæðingin er regla, fremur en að gefa einkafyrirtækjunum aukið svigrúm og súrefni, en þau eru hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi og forsenda velferðar í landinu. En báknið vex meira en allt annað á þessum markaði. Ríkisstarfsmönnum fjölgar sem aldrei fyrr. Og þótt sterk og öflug opinber þjónusta sé mikilvæg á svo mörgum póstum er líka spurning hvort hún hafi runnið sitt skeið á öðrum sviðum. Ríkisstjórnarbræðingur hægri- og vinstri- manna í landinu gæti verið upplagður kokteill að enn frekari ríkisumsvifum. Með því verður fylgst næstu fjögur árin. n Allir tapa Embættismenn í þýsku borginni Potsdam gerðu vandræðalega uppgötvun nýverið. Í ljós kom að Joseph Göbbels, hinn alræmdi áróðursmálaráðherra nasista, var enn á lista yfir heiðursborgara Potsdam. Göbbels hafði verið sæmdur titlinum árið 1938. Í lok síðari heimsstyrjaldarinnar voru framámenn nasistaflokksins á borð við Hitler og Göring sviptir heiðursborgarasessi. Fyrir slysni fékk Göbbels hins vegar að halda nafnbótinni í 75 ár eftir andlát sitt. Gjarnan er sagt að rjóminn rísi upp á topp. Það gerir kúkurinn í lauginni líka. „Teflt við páfann” Fyrstu vatnsklósettin sem vitað er um eru frá um 2800 fyrir Krist, en leifar þeirra fundust í Indusdalnum þar sem nú er Pakistan. Upp- finningunni var þó lengi mætt með tregðu. Á 16. öld efaðist fólk enn um tækninýjungina, þegar guðsonur Elísabetar I. Englandsdrottn- ingar hannaði klósett og gaf henni. Sagan segir að drottningin hafi kunnað illa við lætin sem heyrðust þegar hún sturtaði niður; hún vildi ekki að öll hirðin vissi af því þegar hún tefldi við páfann. Enn árið 2021 valda eigin hægðir hinum viti borna manni höfuðverk. Milljarðamær- ingurinn Elon Musk var í vikunni valinn maður ársins af tímaritinu Time. Musk, sem þekktur er fyrir að reka rafbílaframleiðand- ann Tesla og geimferðafyrirtækið Space-X, gefa skít í skattheimtu og sóttvarnaaðgerðir og skrifa svo kraftmiklar Twitter-færslur (á klósettinu að eigin sögn) að þær valda brimróti á verðbréfamörkuðum, komst að því nýverið að háleitustu plön eru ekki hafin yfir lægstu þarfir. „Við þurfum að endur- bæta klósettin,“ skrifaði Musk á Twitter eftir geimskot SpaceX í september, þegar fyrstu ferðamennirnir á vegum fyrirtækisins voru sendir út í geim, og skólp ógnaði geim- skutlunni. En kúkur er á ýmsu formi. Handleggur eða hakakross Uppskeruhátíð þeirra, sem skara fram úr að visku, gæsku eða atgervi, er gengin í garð. Landsmönnum gefst nú kostur á að tilnefna manneskju ársins í hinum ýmsu fjölmiðlum. Deyr fé, deyja frændur; öllum er annt um orðstírinn. Breski blaðamaðurinn Will Storr heldur því fram að praktísk ástæða liggi þar að baki. Í nýrri bók, The Status Game, færir Storr rök fyrir því að óþrjótandi þörf okkar fyrir metorð stýri allri mannlegri hegðun. Ástæðan sé sú að mannkynið lifði af með því að vinna saman í hópum. Þeir einstaklingar, sem gátu áunnið sér virðingu hópsins, uppskáru mesta velgengni. Þeir lifðu meira að segja lengur, því metorðum fylgdi meiri matur, stærri landsvæði og betri heilsa. Vegtyllur bæði Göbbels og Musk eru umdeildar. Markmiðið með slíkum viður- kenningum er þó ljóst. Með því að hefja þá til metorða sem taldir eru hafa með fram- ferði sínu orðið heildinni að gagni, sjáum við hin ávinning þess að breyta rétt. En hvers vegna færum við okkur ekki í not hina hlið sama penings? Samkvæmt Storr veldur fátt meiri angist en að færast niður metorðastigann. Könnun sýndi að 70 prósent Bandaríkjamanna myndu heldur láta taka af sér annan hand- legginn en húðflúra hakakross á ennið á sér. Í stað þess að velja manneskju ársins, af hverju ekki að velja kúk ársins og þannig letja þá, sem hneigjast til framferðis sem skaðar hagsmuni heildarinnar, frá slíkri hegðun? Listi yfir tilnefningar gæti innihaldið: n Blóðmerabændur sem tappa blóði af fyl- fullum hryssum svo að sæða megi gyltur í svínabúum aðeins örar. n Skæruliðadeild sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja sem seldi sál sína fyrir sæmilega borgaða innivinnu. n KSÍ. n Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis. Hvern tilnefnir þú kúk ársins? n Hvern tilnefnir þú? SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 18. desember 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.