Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 6
benediktboas@frettabladid.is
REYKJAVÍK Reykjavíkurborg mun
kaupa 15 þúsund plastmöppur af
Múlalundi fyrir um fjórar og hálfa
milljón króna. Var það samþykkt í
borgarráði í vikunni. Kolbrún Bald-
ursdóttir, oddviti Flokks fólksins,
fagnaði að borgin væri loks farin að
kaupa skólavörur af Múlalundi..
„Fulltrúi Flokks fólksins lagði
fram tillögu í ágúst sl. að skóla- og
frístundaráð kaupi skólamöppur frá
Múlalundi, en fram til þessa hefur
Reykjavíkurborg hunsað Múlalund
með öllu, ólíkt öðrum sveitarfélög-
um.,“ segir í bókun Kolbrúnar. n
Við munum sjá miklu
fleiri dæmi um endur-
komur og miklu
fleiri dæmi um
akstursbann
en verið
hefur.
Birgir Hákonarson,
Tékklandi
Framkvæmda-
stjóri Tékklands
segist í sjokki
vegna íþyngj-
andi breytinga
sem dæma
munu bíla úr
leik og stór-
fjölga endur-
komum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Efnaminni bíleigendur í
vanda vegna breytinga á
reglugerð um skoðun bíla.
Það sem áður var fært sem lítil
athugasemd, mun kalla á aðra
komu á skoðunarstöð. Víð-
tækar heimildir til aksturs-
banns.
bth@frettabladid.is
SAMGÖNGUR Framkvæmdastjóri
Tékklands bifreiðaskoðunar segir
að eigendur, einkum eldri bifreiða,
geti lent í stórauknum vandræðum,
akstursbanni og auknum kostnaði
við að koma bílum sínum í gegnum
skoðun, vegna breytinga á reglugerð
sem tekur gildi í vor.
Samgöngustofa hefur kynnt regl-
urnar á vef sínum, en þær taka gildi
1. maí næstkomandi. Dæmi eru um
tilslakanir frá núverandi kerfi, sem
dæmi lengri frest til endurskoðunar
vegna skorts á varahlutum. Birgir
Hákonarson, framkvæmdastjóri
Tékklands, gagnrýnir hins vegar
breytingar á svokallaðri skoðana-
handbók, reglurnar verði mjög
strangar.
„Við munum sjá miklu fleiri dæmi
um endurkomur og miklu f leiri
dæmi um akstursbann en verið
hefur. Akstursbann er rosalega
harkaleg aðgerð,“ segir Birgir. „Við
erum líka í sjokki yfir að nú á að
dæma bíl í endurskoðun ef vantar
númeraljósin,“ bætir hann við.
Dæmi um atriði sem mun leiða til
akstursbanns er olíuleki. Ef skoð-
unarmaður sér dropa falla niður
af gírkassa eða vél, ber honum að
banna akstur bílsins. Áður féll leki
undir endurskoðun. Með aksturs-
banni er á ábyrgð eiganda að láta
draga bíl burt og láta lagfæra öku-
tæki eða farga því.
Bilaðar handbremsur og olíulekar
leiða til akstursbanns á næsta ári
„Það er mjög mikið af gömlum
bílum til þar sem það er ekkert
auðvelt að stoppa olíuleka. Olíuleki
hefur ekki áhrif á umferðaröryggi,“
segir Birgir.
Annað dæmi um akstursbann
varðar bilaða handbremsu.
„Ef handbremsa er óvirk sem
er mjög algengt af því að fólk
n o t a r hana ekki, þá verður
a k s t u r s b a n n . V ið
vitum að handbrems-
an er neyðarhemill,
en ég veit engin dæmi
þess að bíll verði bæði
handbremsu- og fót-
bremsulaus,“ segir
Birgir.
Reg lugerðin
er hluti af tilskip-
un Evrópulanda. Sér-
hvert land hefur
þó svigrúm til
að koma með til-
lögur að breytingum á atriðum sem
leiða til akstursbanns. Birgir telur
að Samgöngustofa og íslensk stjórn-
völd hafi vannýtt að reyna að koma
undanþágum í gegn.
Þá gagnrýnir framkvæmdastjóri
Tékklands að skoðunarmönnum
beri framvegis að tilkynna grun-
samlega stöðu akstursmælis til
Samgöngustofu. Hann undrast að
Samgöngustofa sinni ekki því eftir-
liti sjálf, enda „dæli skoðunarstöðv-
ar upplýsingum til samgöngustofu“,
eins og hann orðar það. Stofnunin
ætti sjálf að geta unnið úr þeim
upplýsingum.
Birgir segir engan vafa leika á að
breytingarnar komi harðast niður
á efnaminni bíleigendum, sem eigi
gamla bíla sem þarfnist viðhalds.
„Okkur finnst þetta rosalega
harkalegt, það geta orðið veruleg
vandræði hjá fólki sem missir heim-
ilisbílinn út af einhverri óheppni.“ n
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
bth@frettabladid.is
SVEITARSTJÓRNARMÁL Formaður
Sambands sveitarfélaga, Aldís Haf-
steinsdóttir, segir að bág fjárhags-
staða margra sveitarfélaga kunni
að hafa áhrif á vilja landsmanna
til framboðs í sveitarstjórnir.
„Við höfum þegar dæmi um að
kosið hafi verið óhlutbundið og
enginn framboðslisti. Staðan er
ekki góð. En sem betur fer er þó
fjöldi sveitarfélaga að gera góða
hluti, mikið um að vera og sóknar-
hugur í fólki. En okkur vantar
peninga til að sinna þeim verk-
efnum sem ríkisvaldið hefur sent
til okkar,“ segir Aldís.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu
í gær hafa langf lest sveitarfélög
tekið upp hæstu mögulega útsvars-
prósentu fyrir utan örfáa hreppa
sem hafa stórtekjur af virkjunum,
stóriðju eða sumarbústöðum.
Hámarksskattlagning er 14,52 pró-
sent.
Aldís segir að fremur en að krefj-
ast lagaheimildar til að hækka
útsvarsþakið enn frekar, þurfi
sveitarfélög nýja tekjustofna og
aukið fé með málaflokkum. Útsvar,
jöfnunarsjóður sveitarfélaga og
fasteignagjöld, dugi ekki til. Ekki
síst vanti aukið fé í málaflokk fatl-
aðs fólks. Stór hluti sveitarfélaga sé
ekki sjálf bær rekstrarlega.
„Rekstrargrunnur sveitarfélaga
er mjög mismunandi, en á sama
tíma erum við ein þjóð í einu landi
og viljum öll njóta svipaðrar þjón-
ustu. Í kerfinu sem við búum við
núna ríkir gríðarleg mismunun
þegar kemur að tekjum sveitar-
félaga. Það er að teiknast upp
grafalvarleg staða. Hún mismunar
íbúum og möguleikum fólks til að
lifa blómlegu lífi.“
Aldís vísar máli sínu til stuðn-
ings til aðstöðumunar hvað varðar
tekjur af fasteignagjöldum af virkj-
unum, opinberum byggingum og
öðru slíku. n
Bágur fjárhagur sveitarfélaga minnki framboðsáhuga fólks
arib@frettabladid.is
REYKJAVÍK Fossvogsskóla hafa bor-
ist tilkynningar um að nemendur
finni fyrir einkennum vegna myglu
í tímabundnu húsnæði skólans í
Korpu í Grafarvogi. Fram kemur í
bréfi Hafdísar Guðrúnar Hilmars-
dóttur, skólastjóra, til foreldra, að
þrjár tilkynningar hafi borist, síðast
á fimmtudag sem tengist heimilis-
fræðistofunni.
Segir einnig að verkfræðistofan
Efla muni koma í húsnæðið milli
jóla og nýárs til að mæla og meta
framhaldið. n
Mæla húsnæðið
milli jóla og nýárs
Borgin kaupir
loks af Múlalundi
Kolbrún Baldurs-
dóttir, oddviti
Flokks fólksins
6 Fréttir 18. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ