Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 98
Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru þannig vafalítið streymis-methafar Íslands þetta árið. 70 Lífið 18. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐANNÁLL ÍSLENSK POPPTÓNLIST 18. desember 2021 LAUGARDAGUR Það var hart í ári í popptón­ listarbransanum, þar sem nýjum útgáfum þurfti að fylgja eftir með streymistón­ leikum, frekar en stuði í kjöt­ heimum. Tekjur af tónleika­ haldi voru þannig í lágmarki vegna áframhaldandi sam­ komubanns vegna kórónu­ veirufaraldurs. ninarichter@frettabladid.is Popparar landsins létu þó ekki deigan síga, og var framleiðsla með besta móti. Það er ógjörningur að gera íslenskri tónlistarsenu skil í þessari upptalningu, en hér skal talið upp brot af því efni sem fór hátt. Blindar götur flugu hátt Aron Can sló í gegn á útvarpsstöðv­ um, streymisveitum og dansgólfum landsins með plötunni Andi, líf, hjarta, sál. Lögin Flýg upp og Blindar götur fengu dreifingarsamning hjá eyrnaormum landsins, sem leiddi til þess að flestir poppunnendur fengu þessa smelli á heilann á einhverjum tímapunkti. Gleðin kom úr geimnum Inspector Spacetime kom eins og neonlituð sending úr geimnum, með átta laga breiðskífu i janúar. Tónlistin hefur verið áberandi á skemmtistöðum og í útvarpi, en dans, gleði og einlægir textar heill­ uðu hlustendur upp úr skónum, og voru mögulega meðalið sem land­ inn þurfti á krefjandi ári. Diskóinu var drull Sviðslistakonan Vigdís Hafliðadótt­ ir söng sig inn í hjörtu landsmanna með diskóstemmdri yfirlýsingu um að sér væri drull, með kvintettinum Flott. Textum sveitarinnar mætti lýsa sem hreinskilnum og ferskum, og endurspegla þeir vel þankagang kvenna af þúsaldarkynslóðinni. Rakel var að spá Rakel skaust upp á stjörnuhimin­ inn með stuttskífunni Nothing ever changes. Þá tók hún lagið með CeaseTone og JóaPé, í hinu brjál­ æðislega grípandi lagi Ég var að spá. Greddan og gæðin í eina sæng Jói Pé birtist einnig á nýrri plötu gulldrengjanna í Kef LAVÍK, sem sendu frá sér metnaðarfulla plötu sem var ofar jarðar en þeirra fyrri verk. Sveitin hefur á nokkrum árum öðlast nokkurs konar költ­stöðu með gallharðan aðdáendahóp í kringum sig. Á nýju plötunni heldur sveitin í sín séreinkenni í djörfum efnistökum og stíl, en samt mátti greina vönduð ástarljóð innan um sögur af kynlífi, lyfjaneyslu og and­ legri kreppu. Ástin var hrein Algjörlega hinum megin á ástarjátn­ inga­kvarðanum mátti síðan finna dúett Jóns Jónssonar og GDRN, þar sem sungið var um að væri ástin hrein, leitaði hamingjan heim, af 12 laga breiðskífu Jóns sem kom út á árinu. Útsetningin minnir blaða­ mann óneitanlega mikið á stærstu smelli bresku sveitarinnar London Grammar. Ástardúett ársins, segja aðdáendur. Bríet kvaddi sér hljóðs Tónlistarkonan Bríet hélt vinsæld­ um sínum. Varla mátti labba inn á kaffihús eða vinnustað án þess að einhver væri að hlusta á, eða tala um Kveðju Bríetar sem kom út í fyrra. Spotify­árslistar íslenskra tónlist­ arunnenda voru gjarnan toppaðir með lagi af plötunni, annað árið í röð, og þeir sem ekki stukku á Bríet­ ar­vagninn í fyrra virðast hafa gert það núna. Hún söng líka dúett með Bubba Morthens fyrr á árinu, Ást­ rós, sem vakið hefur mikla lukku. Palli hreif hipphopp-heiminn Annar dúett sem rataði í eyru popp­ unnenda var lagið Spurningar, með Birni og margföldum Íslands­ meistara í diskótónlist Íslands, Páli Óskari. Birnir sendi frá sér plöt­ una Bush ido við mikla hrifningu íslenska rappheimsins og þar fór hæst lagið Racks. Daði drottnaði yfir streyminu Daði Freyr, Júróvisjón­ og Tiktok­ stjarna með meiru, sló í gegn heima og erlendis með Júróvisjón­fram­ laginu 10 years og kom Íslandi í fjórða sæti í keppninni. Í samantekt keppninnar yfir mest streymdu lög ársins úr keppninni hafnaði lagið í sjötta sæti með tæplega 30 milljón spilanir. Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru þannig vafa­ lítið streymis­methafar Íslands þetta árið. Jökull gladdi úr Geldingadölum Kúrekarnir í Kaleo sendu frá sér plötuna Surface sounds. Þeir bættu um betur og sendu líka frá sér tón­ listarmyndband sem tekið var upp við eldstöðina í Geldingadölum. Í athugasemdum við myndbandið má sjá erlenda aðdáendur tapa sér af hrifningu yfir því að maður sem heiti eftir náttúrufyrirbærinu jökli stígi á stokk fyrir framan virka eld­ stöð, sannarlega á landi elds og ísa. Grant valdi stjörnu GusGus og Vök leiddu saman hesta sína í fyrra með laginu Higher, sem kom út á breiðskífu GusGus á árinu. Vök sendi frá sér stutt­ skífu í ár. John Grant dúkkaði upp í alls konar samstarfi, bæði með GusGus og einnig með Ellen Krist­ jánsdóttur, í laginu Veldu stjörnu, sem er sunnudagsmorgnapopp í heimsklassa. Marglyttur yfir Miklubrautinni Í haust sendi Dr. Gunni síðan frá sér plötuna Nei, ókei, sem innihélt fjöldann allan af hversdagsljóðum um aumingja með Bónuspoka, marglyttur yfir Miklubrautinni og fuglahræðu í Hvassaleiti. Nýbylgjan gekk aftur Í grasrótinni bar það hæst að pönk­ sveitin Skrattar sendi frá sér plötuna Hellraiser IV. Platan fór um víðan völl, sótti sterkt í eldra nýbylgju­ popp og minnti blaðamann stund­ um á tilraunakenndari og hrárri útgáfu af bresku eighties­sveitinni The Cure. Markaðsbrellur Birgittu Lífar Viðburður sem vakti athygli í popptónlistarsenunni á árinu var ákvörðun athafnakonunnar og áhrifavaldsins Birgittu Lífar Björns­ dóttur um að gerast umboðsmaður f yrir tónlistarmanninn Húgó. Hann skellti einnig í dúett með Herra Hnetusmjöri við miklar vin­ sældir. Ráðgátan um Húgó er óleyst í árslok og veltir blaðamaður fyrir sér öllum möguleikum, jafnvel hvort Birgitta Líf sé mögulega sjálf Húgó? n Poppað í lokuðum potti á stafrænum veitum 1 2 3 4 6 5 7 8 Þrátt fyrir krefjandi aðstæður var uppskeran í íslensku poppi góð þetta árið. 1. Kef LAVÍK. MYND/AÐSEND 2. Daði Freyr. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 3. Margrét Rán/Vök. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 4. GDRN. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 5. Inspector Spacetime. MYND/SKJÁSKOT 6. Aron Can. MYND/ANNA MAGGÝ 7. Bríet. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 8. Vigdís Hafliðadóttir/Flott. MYND/HÖRÐUR SVEINSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.