Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 47
Lögfræðingur á lögfræðisvið
Landhelgisgæslunnar
Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg
öryggis-, eftirlits- og löggæslustofnun sem
sinnir öryggisgæslu og björgun á hafi úti og
fer með löggæslu á hafinu.
Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega
200 manna samhentur hópur sem hefur að
leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks.
Gildi Landhelgisgæslunnar eru:
Öryggi - Þjónusta - Fagmennska
Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu
Íslands má finna á: www.lhg.is.
Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði fyrir
öryggisheimild samanber varnarmálalög nr.
34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.
Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja
starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.
• Lögfræðileg ráðgjöf og samstarf við aðgerðarsvið
vegna löggæslu og eftirlits á starfs- og ábyrgðarsvæði
Landhelgisgæslunnar
• Lögfræðileg ráðgjöf og samstarf við aðgerðarsvið
á sviði landamæramála á sjó, samskipti við
samstarfsstofnanir, gæðastýring á virkni og vöktun
vegna landamærasamstarfs
• Umsagnir um lagafrumvörp, reglugerðir og
þingsályktunartillögur sem varða starfsemina
• Lögfræðileg ráðgjöf við samningagerð og útboðsmál
• Stjórnsýslumálefni vegna starfsemi Landhelgisgæslunnar
Landhelgisgæsla Íslands leitar að sveigjanlegum, jákvæðum og drífandi lögfræðingi á lögfræðisvið
stofnunarinnar. Verkefni lögfræðings eru fjölbreytt og ná yfir mörg réttarsvið og vinnur lögfræðingur
undir stjórn og handleiðslu yfirlögfræðings. Um er að ræða 100% starfshlutfall með aðalstarfsstöð í
Reykjavík.
Helstu verkefni og ábyrgð: Menntunar- og hæfniskröfur:
• Embættispróf eða grunn- og meistarapróf í lögfræði
• Góð þekking á stjórnsýslurétti
• Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
• Áhugi á verkefnum Landhelgisgæslunnar
• Sveigjanleiki og áhugi á að tileinka sér nýja færni
• Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Geta og vilji til að koma fram fyrir hönd
stofnunarinnar
• Lausnarmiðuð hugsun, drifkraftur og frumkvæði
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
• Góð tölvufærni
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is)
í síma 511 1225.
Verkefnastjóri
á framkvæmdasviði
Nýr Landspítali ohf. óskar eftir að ráða reynslumikinn einstakling til að sinna verkefnastjórnun á sviði
verklegra framkvæmda, eftirlits og hönnunar.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og
Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 11. janúar 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja
ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í
starfi. Allar umsóknir eru trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega.
• Verkefnastjórnun framkvæmdasamninga
• Áætlunar- og kostnaðareftirlit framkvæmdaverka
• Áhættugreiningu og áhættuvöktun framkvæmdaverka
• Hönnunarrýni verklýsinga og teikninga
• Verkeftirlit og úttektir einstakra verka
Við leitum að starfsmanni til að annast m.a:
Nýr Landspítali ohf. (NLSH) tekur m.a. þátt í verkefnastjórn á þróunar-, hönnunar- og framkvæmdaverkefnum vegna
húsnæðis Landspítala Háskólasjúkrahúss sem og uppbyggingu nýbygginga, gatnagerðar og lóðar við nýjan Landspítala
við Hringbraut. Félagið, sem er að fullu í eigu ríkisins, er í samstarfi við fjölmarga hagsmunaaðila m.a. stjórnvöld,
Landspítalann, Framkvæmdasýsluna-Ríkiseignir, Háskóla Íslands, sjúklingasamtök, Reykjavíkurborg og Ríkiskaup. Fjöldi
ráðgjafa starfar fyrir og með NLSH. Nánari upplýsingar um NLSH má finna á www.nlsh.is
• Menntun í verk- eða tæknifræði eða sambærilegri
menntun
• Minnst 10 ára reynslu á sviði verkefnastjórnunar
verklegra framkvæmda, eftirlits, hönnunar eða
sambærilegra verkefna sem NLSH vinnur að
• Reynslu af þátttöku í stærri framkvæmdaverkefnum
s.s. opinberum framkvæmdum ríkis- eða sveitarfélaga
• Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvæðu viðmóti
Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir: