Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 38
Jólin, jólin alls staðar, sungu þau Elly og Villi. Og jólin koma, hvar sem fólk er statt hverju sinni. Margir verja jólunum í faðmi fjölskyldu og vina, en þó eru ýmsar stéttir í samfélaginu sem standa vaktina um hátíðirnar, þurfa að ferðast vegna vinnu eða gegna störfum sem eru beintengd jólahaldi landsmanna. Heimili sem halda jól eru líka af ýmsum toga og þar má nefna dvalar- og hjúkrunarheimili, sjúkrahús og hótel sem dæmi. nínarichter@frettabladid.is Öðruvísi heimili sem halda jól Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir. Salvör Lilja Brandsdóttir. Guðrún Gísladóttir og Sigrún Faulk. Draupnir Rúnar Draupnisson. Jól í háloftunum og hinum megin á hnettinum Draupnir Rúnar Draupnisson hefur starfað við ferða- þjónustu í 20 ár sem flugþjónn og fararstjóri. Hann segir hátíðirnar vera háanna- tíma í faginu og að alltaf komi það í hlut einhvers að standa vaktina. Ósjaldan hefur hann verið staðsettur erlendis um hátíð- arnar í tengslum við vinnu. Honum er sérlega minnis- stæð ferð til Póllands árið 2006. „Það var þegar ævintýrið í Kárahnjúkum stóð sem hæst, en þá voru mörg hundruð Pólverjar að vinna þar við að byggja virkjunina,“ segir Draupnir. Hann segir að í upphafi hafi það komið honum óþægi- lega á óvart, að vera settur í leiguflug milli Egilsstaða og Póllands, og þurfa að eyða jólunum í vikustoppi í Kraká. „En þetta voru á endanum stórkostleg jól með yndislegri áhöfn,“ segir hann. „Við borðuðum fisk að hætti Pólverja á aðfangadags- kvöld, en ég er alinn upp við að borða fisk í öll mál heima í Neskaupstað,“ segir Draupnir. Hann segir áhöfnina hafa notið sín á jólamörkuðum í Kraká og farið í styttri ferðir að skoða menningu og sögu svæðisins. „Þessi jól í Póllandi voru al- gjörlega æðisleg,“ segir hann. Hann nefnir einnig minnis- stæða jólaupplifun við Kyrra- hafs-strönd Mexíkó fyrir 20 árum síðan, þar sem hann var í tengslum við verkefni tengt fararstjórn. „Vinkona mín og frænka, Sigurborg Ragnarsdóttir, kom og var hjá mér. Við sátum á jóladag á sundfötunum og hún spilaði jólalög á flautu,“ segir hann og hlær. Hann segir að jólin í Mexíkó hafi verið fyrstu jólin er- lendis, en fram að því hafði hann alltaf varið jólunum með fjölskyldunni í Neskaup- stað. n Löng hefð fyrir jólahaldi á Grund Sigrún Faulk, framkvæmdastjóri hjúkrunar á dvalarheimilinu Grund, segir að mikið sé gert úr aðventunni þar á bæ. „Við erum með aðventustundir og viðburðatengt jóladagatal,“ segir hún. Sigrún bætir við að vegna heimsfaraldurs kóróna- veiru sé minna um heimsóknir listamanna en áður, sem séu annars mjög algengar á þessum árstíma. Þó komi vissulega alltaf einhver og Sigrún segist eiga von á sönghópi barna frá Vestur- bæjarskóla þann daginn. „Það er alltaf skemmtilegt og gleður,“ segir hún. Hvað veisluhöld varðar segir Sigrún að borin sé fram skata á Þorláksmessu, lambafille á að- fangadag og hangikjöt á jóladag. Sumt heimilisfólk fari og verji há- tíðinni með fjölskyldu sinni utan húss, en aðrir kjósi að vera inni í rólegheitum og fá frekar heim- sóknir á aðfangadag eða jóladag. „Við hvetjum til þess að fólk komi í rólegheitum. Gamla fólkinu finnst þetta oft svo stressandi tími,“ segir hún. „Allir að flýta sér og svona, þannig að margir kjósa að vera hérna. Þeim finnst það þægilegra tempó.“ Löng hefð er fyrir jólahaldi á Grund, sem verður 100 ára á næsta ári. Fyrrverandi forstjóri Grundar, Guðrún Birna Gísladóttir, er fædd á heimilinu og vann þar alla tíð. „Í áratugi hefur verið kveikt á jólaljósunum sem sett eru á suðurhlið hússins sem allir Vesturbæingar tengja við,“ segir hún og vísar í skilti þar sem stendur Gleðileg jól. Guðrún bætir við að áður hafi verið dansað í kringum jólatréð í garðinum og sungnir jólasöngvar. „Þetta var hefð sem börnin í hverfinu tóku ávallt þátt í,“ segir hún. „Hér var líka oft einkar sér- stakur andi í kringum jólin. Þá var flokkaður jólapóstur og kveðjur sem við bárum til heimilisfólks- ins,“ segir Guðrún. „Það voru líka alltaf litlar jóla- gjafir handa fólkinu. Allra fyrst man ég að það var gefið epli og appelsína. Þá sátum við að pússa eplin og svo töldum við brjóst- sykur í poka,“ segir hún og bætir við að síðan hafi verið gengið með gjafirnar í öll herbergin. Á aðfangadag messaði afi Guð- rúnar og eftir það fóru hún og systir hennar með föður sínum á öll herbergin, tóku í höndina á öllum og buðu gleðileg jól. „Á gamlárskvöld voru svið í matinn. Þá fór fólk með kjamm- ana inn á herbergin og stakk úr þeim með vasahníf,“ segir hún. n Hótelið eins og stórt heimili „Það er rosalega gefandi að fá gesti hingað á þessum tíma,“ segir Salvör Lilja Brandsdóttir, hótelstjóri á Grand hótel í Reykjavík. „Hingað kemur alls konar fólk í gistingu sem hefur mismunandi væntingar,“ segir Salvör. Hótelið hringir inn jólin klukkan sex á aðfangadags- kvöld, fyrir gesti og starfsfólk. Þó segir Salvör flesta gesti minna upptekna af þeim degi, og að fókusinn sé heldur á jóladag. „Við erum með alþjóðlegt jólahlað- borð sem við keyrum hérna, en svo eru aðrir sem eru bara á sinni klúbbsamloku og öli,“ segir hún. „Þetta er svo misjafnt og fólk er almennt ekki að taka þessa jólahátíð rosalega alvarlega,“ segir Salvör. „En við Íslendingar tökum þetta alltaf alla leið.“ Hún segir að það gerist að íslenskar fjölskyldur komi út að borða á aðfangadag en gjarnan séu þeir hópar tengdir gestum á hótelinu. „Það eru alltaf svona tvær eða þrjár stórfjölskyldur sem koma yfirleitt, og eru með tengingu,“ segir Salvör. „Svo eru hjón sem eru að kíkja í heimsóknir um kvöldið en vilja kannski ekki dvelja þar og kjósa að vera sjálfstæð.“ Hún man sérstaklega eftir íslenskum gesti sem kom einn til þeirra á aðfangadag. „Hann vildi gera vel við sig, kom og var út að- fangadag. Bjó einn og hafði ekki annan stað, hann var bara orðinn vinur okkar,“ segir Salvör. „Þetta er mjög fjölbreytt líf og það leggst yfir húsið einhver há- tíðarblær, þegar við erum búin að lofta út eftir skötuna!“ Að sögn Salvarar býður hótelið gestum upp á skötu á Þorláksmessu og þetta árið eru 300 gestir skráðir til borðs í þeirri veislu. Hún segir að bónorð séu vin- sæl meðal ferðamanna á þessum árstíma. „Menn eru að setja trúlofunarhringa í desertana og sérstaklega um áramótin,“ segir Salvör og bætir við að nánast sé fullt hjá þeim um áramótin. Hún nefnir að hótelið slái upp risastórri gala-veislu á gamlárs- kvöld, en þá búi fólk sig upp. „Það er stemning og við skreytum rosa mikið. Þetta er eins og risastórt heim- ili með mismunandi unglingum,“ segir hún að lokum. n Hátíð barnanna á Hringnum Jóhanna Lilja Hjör- leifsdóttir hjúkrunar- fræðingur er deildarstjóri á legudeild Barnaspítala Hringsins. Hún segir um það bil sjö starfs- menn í húsi að kvöldi aðfanga- dags. Þó að ætíð sé reynt að koma öllum inniliggjandi heim á aðfangadag, þó að ekki sé nema í tvær klukkustundir, þá séu alltaf einhverjir sem komast ekki heim. „Þá reynum við að gera aðstæðurnar eins hátíðlegar og hægt er,“ segir Jóhanna Lilja. „Foreldrarnir koma þá og borða með barninu og stundum ömmur og afar og systkinin líka,“ segir hún. Hún segir að heims- faraldur kórónaveiru hafi verið krefjandi í því tilliti. „Við erum með takmarkanir inn á deildina og núna eru bara þeir sem eru fullbólusettir, 12 ára og eldri, sem mega koma og bara einn í einu,“ segir Jóhanna Lilja. „Við höfum alltaf fengið mikið af heimsóknum dagana fyrir jól og á aðfangadag, frá fólki úti í bæ,“ segir hún. Þar hafi fyrirtæki lagt sig fram og sjálfir jólasveinarnir hafi einnig heimsótt börnin. Undanfarið hafi þeir þó þurft að skemmta krökkunum úr garðinum fyrir utan, og fylgist krakkarnir með þeim úr glugg- unum. „Maður reynir að gera þetta eins kósí og hægt er. Mér finnst alltaf voðalega hátíð- legt að vinna á aðfangadag og það er sérstök stemning sem myndast,“ segir Jóhanna. „Við erum með jólatré og deildin er skreytt.“ Tvö fyrir- tæki stóðu fyrir því, þetta árið, að skreyta garðinn fallega. Segir hún það hafa vakið mikla lukku hjá börnum, foreldrum og starfsfólki. „Við fengum líka gefins jóladagatöl og útbýttum þeim fyrir alla. Það eru ótrúlega margir að hugsa til okkar,“ segir Jóhanna Lilja. n 38 Helgin 18. desember 2021 LAUGARDAGURFréttablaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.