Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 18.12.2021, Blaðsíða 86
BÆKUR Nýja Reykjavík Dagur B. Eggertsson Útgefandi: Veröld Fjöldi síðna: 352 Björn Þorláksson Það er ljóst að stakkaskipti Reykjavíkur sem höfuðborgar Íslands eru Degi B. Eggerts­ syni, höfundi Nýju Reykja­ víkur, mikið ástríðuefni. Nýútkomin bók hans ber öll merki þess. Hún er kannski engin Njála byggingarsögu en upplýsandi rit að mörgu leyti. Texti bókarinnar og mynda­ val er oft af persónulegum toga. Þannig mætti segja að sumpart sé um að ræða ákveðinn ævisöguhluta Dags sem hann kýs að segja sjálfur, auk skipulagsfróðleiks. Það er dálítil kúnst að troða þessu tvennu undir einn hatt. Sumt gengur vel upp en á köflum vantar kannski ögn upp á jafnvægi þar sem persónusagan verður full ágeng. Dagur er vitaskuld umdeildur maður, líkt og f lestir aðrir þaul­ s æt n i r for i ng ja r. En m i n na umdeildur en búast mætti við. Ástæðu þess má ef laust þakka þeim eiginleikum sem hann býr yfir sem manneskja. Fæstir efast um brennandi áhuga hans á umhverfismálum og sem braut­ ryðjanda í femínískum áherslum. Kemur hvort tveggja fram með skýrum hætti í bókinni. Ráðandi áhersla er á framtíðarsýn sem illu heilli skortir oft hjá stjórnmála­ mönnum. Höfundur er óhræddur við að læða tilfinningum í textann. „Ráðhús hinna sterku kvenna er ein millifyrirsögnin“. „Ástfanginn af skipulagsmálum“ er kaflaheiti. Það kann að vekja athygli hve Dagur hnýtir lítt í pólitíska and­ stæðinga sína. Hvað það varðar kallast bókin á við Rætur Ólafs Ragnars Grímssonar. Dagur veit, líkt og fyrrverandi forseti Íslands, að samhent átak þarf til umbóta, hvort sem um ræðir skipulagsmál eða framtíð barnanna okkar. Þá er oft best að halda sig á uppbyggi­ legum nótum. Loftslagsmálin og Borgarlínan fá eðli máls samkvæmt nokkurt vægi. Hluti bókarinnar útskýrir og rétt­ lætir hvers vegna almenningsam­ göngur eru það sem koma skal. Dagur stígur þó ekki skrefið um of sem sölumaður eigin hugmynda. Afstaðan liggur eigi að síður skýrt fyrir: Einkabílnum er nú á tímum gert of hátt undir höfði. „Til viðbótar þessu öllu fylgja virkum ferðamátum betri loft­ gæði, færri alvarleg umferðarslys og regluleg og góð hreyfing sem hefur ótvíræð jákvæð áhrif fyrir einstaklinginn en einnig lýðheilsu og heilbrigði þjóðarinnar,“ skrifar Dagur. Ætlar einhver að mótmæla lækn­ inum Degi svo bragð sé að? n NIÐURSTAÐA: Bók sem á mikið erindi við samtímann. Samfélags- fróðleg og persónuleg í senn og vekur lesendur til umhugsunar. Umbreyting Reykjavíkur BÆKUR Tilfinningar eru fyrir aumingja Kamilla Einarsdóttir Útgefandi: Veröld Fjöldi síðna: 141 Brynhildur Björnsdóttir Skáldskapur er mikilvægur fyrir sál­ ina og andann, til að hjálpa okkur að gleyma dagsins amstri um stund og týna okkur í öðrum heimum og tímum þar sem lífið rímar kannski að einhverju leyti við okkar. Hann er þó enn mikilvægara tæki til að greina samtímann og tíðarandann og mikilvægasta tannhjólið í þeirri vél er húmor og greiningarhæfni á eigið umhverfi, eins konar fjar­ sýnisgleraugu á það sem stendur fólki næst. Kamilla Einarsdóttir hlaut mikla athygli og lof fyrir hina mjög svo skemmtilegu Kópavogskró­ niku sem kom út fyrir þremur árum, þar sem hún fjallaði um ástina og ástarsorgir í Kópavogi og nærsveitum. Í þessari bók er meiri áhersla á vináttuna og hina merkjanlegu togstreitu sem sam­ tímafólk á í, við að reyna að sam­ ræma forskrifaðar hugmyndir um ást og ástarsambönd annars vegar og raunveruleikann sem litast af einmanaleika og stefnuleysi hins vegar. Það má næstum heyra upp­ hafsstefið í vinsælustu sjónvarps­ þáttaröð allra tíma hljóma undir fyrsta kafla bókarinnar: Það sagði þér enginn að lífið yrði svona … nema bara í óþekkjanlegri dauða­ rokksútgáfu því söguhetjan Halla og vinir hennar myndu aldrei láta sjá sig vitna í Friends nema dauð, þó þau hafi í laumi horft á allar seríurnar, oft. Bókin hverfist um þá hugmynd Höllu að stofna þungarokkshljóm­ sveit með vinum sínum til að koma í veg fyrir endalausar umræður um viðhald fasteigna, sem henni finnst vera farnar að einkenna vina­ hópinn. Bókin fjallar þó minnst um hljómsveitina heldur hvernig þessir ólíku einstaklingar á for­ miðaldrasíðæskuskeiði, sem stopul skólaganga leiddi saman úr öllum áttum, fóta sig í heimi þar sem til­ finningar eru fyrir aumingja en eru samt alls staðar að þvælast og gera fólki erfitt fyrir. Halla er eins konar nútíma Bridget Jones og lýsingar á raunum hennar í ástamálum eru jafn fyndnar og raunveruleiki þeirra er sorglegur, skorturinn á raunverulegum samskiptum með markmið í skilaboðaflæmi netveru­ leikans þar sem nándin á heima, á meðan kynlíf er stundað á óper­ sónulegum nótum inni á klósetti. Söguþráðurinn sjálfur er þannig séð ekkert endilega neitt markverð smíð, svolítið sundurlaus og út um allt eins og líf Höllu, en það skiptir bara engu máli því bókin er svo fyndin, mannlýsingar svo góðar og tíðarandavísanir svo markvissar og gegnumgangandi. Og í gegnum fyndnina og tíðarandann má finna sársauka sem er sammann­ legur og á við á öllum tímum: Óttinn við einmanaleikann og tilgangsleysi allra hluta. n NIÐURSTAÐA: Vel skrifuð og ein- staklega fyndin samtímalýsing um nándina á netinu og einmana- leikann í raunheimum, vináttu og dren. Ástin á tímum drensins kolbrunb@frettabladid.is Árlegir aðventutónleikar Diddúar og drengjanna verða haldnir í Mosfells­ kirkju sunnudaginn 19. desember kl. 16.00. Á efnisskránni eru verk tengd jólum og Ave Maríur í bland við klassíska blásaratónlist. Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýs­ dóttir, sópran, Sigurður Ingvi Snorra­ son og Kjartan Óskarsson, klarín­ ettur, Emil Friðfinnsson og Þorkell Jóelsson, horn, og Brjánn Ingason og Snorri Heimisson, fagott.n Aðventutónleikar í Mosfellskirkju Diddú og drengirnir verða í Mosfells- kirkju á sunnudaginn MYND/AÐSEND Kamilla Einarsdóttir er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsögu sína Tilfinningar eru fyrir aumingja. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR kolbrunb@frettabladid.is Í dag, laugardaginn 18. desember, f lytur Sönghópurinn Voces Thules efnisskrá undir yfirskriftinni Dýr­ lingar, á vegum 15:15 tónleika­ syrpunnar í Breiðholtskirkju. Söng­ hópurinn, sem nú heldur upp á 30 ára afmæli, f lytur hátíðarsöngva til heiðurs vinsælustu dýrlingum á Íslandi fyrr á öldum, Sankti Niku­ lási, Þorláki helga, Guðmundi góða, heilagri Sesselju, heilögum Magnúsi Orkneyjajarli og Hallvarði Vébjarn­ arsyni. Bæði Nikulás og Þorlákur eiga messudaga sína á aðventunni, Nikulás 5. desember og Þorlákur þann 23., en tíðasöngur þeirra beggja er varðveittur í tveimur af merkustu nótnahandritum sem skrifuð voru á Íslandi. Voces Thules skipa þeir Eggert Pálsson, Einar Jóhannesson, Eiríkur Hreinn Helgason, Eyjólfur Eyjólfsson Pétur Húni Björnsson, Sigurður Hall­ dórsson og Sverrir Guðjónsson.n Hátíðarsöngvar til heiðurs dýrlingum Voces Thules verður í Breiðholts- kirkju á morgun. MYND/AÐSEND Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf S. 555 3100 · donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Góð jólagjöf Verð kr. 39.420 handa pabba og mömmu og afa og ömmu 58 Menning 18. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 18. desember 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.