Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 149

Strandapósturinn - 01.06.1991, Page 149
hinn víðfrægi og góðkunni íslandsvinur, fræðimaðurinn Willard Fiske, hingað til lands. Hann ferðaðist allmikið um landið, kom m.a. til Borðeyrar og hafði þar dálitla viðdvöl. Mér er minnisstætt, hvernig fundum okkar bar saman. Vatns- ból Borðeyringa var á þessum árum lítill lækur, er kemur ofan úr hlíðinni og rennur út í fjörðinn, skammt fyrir vestan íbúðarhúsin. Eitt sinn sem oftar var ég að sækja vatn í fötur fyrir húsmóður rnína. Meðan ég var í þeirri ferð, komu langferðamenn með marga hesta niður á eyrina. Voru þeir stignir af baki, er ég kom með vatnsföturnar, og lá leið mín fram hjá þeim. Af útbúnaði þeirra og farangri þóttist ég sjá, að þar væru útlendingar á ferð. Er ég nálgaðist komumenn, vék fyrirmaður þeirra sér að mér og heilsaði mér á ensku. Ég tók kveðju hans á sarna máli. Sagði hann það síðar, að sér hefði þótt einkennilegt að fyrirhitta þar enskukunnáttu hjá vatnsberanum. Hugsaði hann sér að reyna betur í mér þolrifin, og ávarpaði mig því á þýzku. Þetta var hentugra fyrir mig, því að þá kunni ég meira í þýzku en ensku og gat betur svarað spurningum hans á því máli. Fiske gisti hjá Kristjáni Hall, en kom í heimsókn til Sveins húsbónda rníns, meðan hann dvaldist á Borðeyri. Hann gaf sig á tal við mig hvað eftir annað. Hann spurði um alla hagi mína, eins og hann væri mér vandabundinn, og fékk að vita hvaða menntun ég hefði fengið og allt um áform mín um að halda áfram á verzlunarbrautinni. Þegar hann heyrði, að ég ætti aldraða rnóður í Kaupmannahöfn, bauðst hann til þess að fara til hennar, er hann kæmi til Hafnar, og segja henni af högum mínum. Það var mér mikið undrunarefni, hve mikla alúð þessi bráðókunnugi maður sýndi mér. Áður en við skildum, lagði hann ríkt á við mig að leggja stund á ensku, eftir því sem ég frekast gæti. Er hann kom til Borðeyrar, var hann á leið til Reykjavíkur. Hann dvaldi í Reykjavík fram eftir hausti. Þaðan skrifaði hann mér og bauðst til að senda mér kennslubækur í ensku og þýzku, til þess að ég gæti lært ensku og a.m.k. haldið þýzkukunnáttunni við. Eins og nærri má geta, urðu þessi bréfaskipti frá hinum hálærða fræðimanni mér ákaflega mikil og kærkomin uppörfun. Ég vissi það ekki þá, að ég var ekki nerna einn af mörgum unglingum, er 147
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.