Strandapósturinn - 01.06.1991, Síða 149
hinn víðfrægi og góðkunni íslandsvinur, fræðimaðurinn Willard
Fiske, hingað til lands. Hann ferðaðist allmikið um landið, kom
m.a. til Borðeyrar og hafði þar dálitla viðdvöl.
Mér er minnisstætt, hvernig fundum okkar bar saman. Vatns-
ból Borðeyringa var á þessum árum lítill lækur, er kemur ofan úr
hlíðinni og rennur út í fjörðinn, skammt fyrir vestan íbúðarhúsin.
Eitt sinn sem oftar var ég að sækja vatn í fötur fyrir húsmóður
rnína. Meðan ég var í þeirri ferð, komu langferðamenn með
marga hesta niður á eyrina. Voru þeir stignir af baki, er ég kom
með vatnsföturnar, og lá leið mín fram hjá þeim. Af útbúnaði
þeirra og farangri þóttist ég sjá, að þar væru útlendingar á ferð.
Er ég nálgaðist komumenn, vék fyrirmaður þeirra sér að mér
og heilsaði mér á ensku. Ég tók kveðju hans á sarna máli. Sagði
hann það síðar, að sér hefði þótt einkennilegt að fyrirhitta þar
enskukunnáttu hjá vatnsberanum. Hugsaði hann sér að reyna
betur í mér þolrifin, og ávarpaði mig því á þýzku. Þetta var
hentugra fyrir mig, því að þá kunni ég meira í þýzku en ensku og
gat betur svarað spurningum hans á því máli.
Fiske gisti hjá Kristjáni Hall, en kom í heimsókn til Sveins
húsbónda rníns, meðan hann dvaldist á Borðeyri. Hann gaf sig á
tal við mig hvað eftir annað. Hann spurði um alla hagi mína, eins
og hann væri mér vandabundinn, og fékk að vita hvaða menntun
ég hefði fengið og allt um áform mín um að halda áfram á
verzlunarbrautinni. Þegar hann heyrði, að ég ætti aldraða rnóður í
Kaupmannahöfn, bauðst hann til þess að fara til hennar, er hann
kæmi til Hafnar, og segja henni af högum mínum. Það var mér
mikið undrunarefni, hve mikla alúð þessi bráðókunnugi maður
sýndi mér. Áður en við skildum, lagði hann ríkt á við mig að leggja
stund á ensku, eftir því sem ég frekast gæti.
Er hann kom til Borðeyrar, var hann á leið til Reykjavíkur.
Hann dvaldi í Reykjavík fram eftir hausti. Þaðan skrifaði hann
mér og bauðst til að senda mér kennslubækur í ensku og þýzku, til
þess að ég gæti lært ensku og a.m.k. haldið þýzkukunnáttunni við.
Eins og nærri má geta, urðu þessi bréfaskipti frá hinum hálærða
fræðimanni mér ákaflega mikil og kærkomin uppörfun. Ég vissi
það ekki þá, að ég var ekki nerna einn af mörgum unglingum, er
147