Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 12

Syrpa - 01.04.1947, Blaðsíða 12
svo að nokkuð kveði að, og því hætt við að of lítið fáist af því í daglegu fæði einkum í sólarlitlum löndum. Ef þessar þrjár fæðutegundir, fiskur, síld og kjöt, væru verðlagðar eingöngu eftir orkumagn- inu, þannig að jafnmargar hitaeiningar fengjust fyrir hverja krónu, mættu hlutföllin vera sem næst 1 : 3 : 5, þ. e. ef t. d. fiskurinn kostaði 1 kr. hvert kg, mætti síldin kosta 3 kr. og kjötið 5 kr. Væri þá allt álíka góð matarkaup miðað við und- irstöðumat, en sé svo litið á aukaefnin einnig mundi sá, er síldina kaupir, gera einna beztu kaupin. Ef síldin væri jafndýr þorskinum eftir þyngd, mundu það vera allt að þrefalt betri matarkaup miðað við orkumagnið eitt að kaupa hana, en þar við bætist svo, eins og sýnt hefur verið, það sem hún hefur fram yfir magra fiskinn af aukaefnum, og þá fyrst og fremst D-vítamínið. Það er þó rétt að geta þess hér, að vítamínin A og D má fá úr fleiri fisktegundum (auk þess sem er í lifur allra fiska) en síldinni, það mun einnig talsvert af þeim í ýmsum feitum fiskum svo sem lúðu og laxi, en þar er líka ólíku saman að jafna um verðið. ☆ BJARNI VILHJÁLMSSON, cand. mag., ISLENZKT MÁL Allmargar spurningar um íslenzkt mál hafa borizt blaðinu, en fleiri mættu þær þó vera. Greindarlegar spurningar í einlægni fram bornar eru mikils virði, stundum jafnt fyrir þann, sem spurður er, eins og hinn, sem spyr. Ég vil því mælast til þess við lesendur þessa blaðs, að þeir dragi ekki við sig að senda þætti þessum spurn- ingar. Engu lofa ég þó um að svara öllu því, sem berast kann. Ef ég læt spurningu ósvar- að, getur það stafað af því, að ég treysti mér ekki til að gefa við henni svar, sem ég tel nokkurs virði, eða orsökin er sú, að ég telji spurninguna lítt svaraverða eða a. m. k., að aðrar spurningar, sem borizt hafa, eigi að sitja í fyrirrúmi. Fremur verður leitazt við að sinna þeim spurningum, er ætla má, að margir lesendur hafi hug á að fá svar við, heldur en hinum, er fáa eina kunna að varða. Ég mun nú taka til meðferðar nokkur at- riði úr bréfum, sem mér hafa borizt. Tungan geymir........ Spurt er: ,,Hvað merkir nafnið Ökkvinkálfa í 13. vísu Rígsþulu?" Svo nefnist dóttir Þræls og Þýjar. „Þaðan eru komnar þræla ættir,“ segir í kvæðinu. En Þræll var sonur goðsins Rígs og Eddu kotkerlingar. — Á öðrum stað í kvæðinu, þar sem lýst er matar- æði hjónanna Áa og Eddu, er talað um ökkvinn hleif, og í öðru fornkvæði er sama lýsingarorð einnig haft um hleif. Bersýnilega er á báðum stöðum átt við þykkan og klesstan brauðhleif, og í Rígsþulu er tekið fram, að í þessum hleifi kot- hjónanna sé mikið hrat (eða „sáðir“, eins og í kvæðinu segir). Kvæði þetta, sem vafalaust er ekki ort síðar en á ofanverðri 10. öld, er um marga liluti merkilegt. Hvergi í fornum kvæð- um norrænum er brugðið upp jafnmörgum myndum úr daglegu lífi fólks af ýmsurn stéttum þjóðfélagsins sem þar. I því eru t. d. elztu heim- ildir um brauðgerð á Norðurlöndum. Fornleifar hafa þó leitt í ljós, að brauðgerð á Norðurlönd- um er miklu eldri, a. m. k. frá 5. öld e. Kr. (Sjá Iðnsögu íslands II, bls. 86—87.) — Hjá hjónun- um Föður og Móður, sem goðið Rígur heimsækir einnig á göngu sinni, er.bragur allur höfðing- legri en með Áa og Eddu. Húsfreyja ber þar fyrir gest hleifa þunna, hvíta af hveiti. Virðist þar átt við þunnar flatkökur úr hýðis- lausu hveiti. Þó að hugmyndir kvæðishöfundar um fyrirmyndar mataræði sé ekki í fyllsta sam- ræmi við matreiðslubækur náttúrulækna nútím- ans, megum við þakka honum fræðsluna, sem 90 S YRPA

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.