Syrpa - 01.04.1947, Síða 14

Syrpa - 01.04.1947, Síða 14
vilja taka að láni úr öðrum málurn. En ef veita þarf erlendu orði þegnrétt, skal framar öllu gæta þess, að það hlíti lögum tungunnar. Diskill. Sama kona spyr: „Er til nokkurt íslenzkt orð, annað en smá- diskur, um erlenda orðið asíetta, sem hér er tals- vert notað?“ Það hefur verið einnig nefnt diskill á íslenzku (sjá Orð úr viðskiptamáli, eftir Orðanefnd Verk- fræðingafélagsins, Rvík 1927). Orðið er vel mynd- að og þægilegt í beygingu (þgf. diskli, flt. disklar), en ekki virðist það enn hafa náð hylli. Erlenda orðið fer mjög illa í íslenzku máli. Það er franskt að uppruna. Að sitja sig úr færi. Spurt er: „Hvort er réttara að segja: Hann setti sig ekki úr færi — eða: Hann sat sig ekki úr færi?“ Réttara er: Hann sat sig ekki úr færi; að sitja sig úr færi merkir upprunalega að sitja svo lengi, að maður missi af tækifæri, sbr. einnig að sitja e-ð af sér og sitja e-ð úr liendi sér. Á bak við þessi orðatiltæki felst ekki ósvipuð hugsun og í Háva- málum: Sjaldan liggjandi úlfr lær of getr né sofandi maðr sigr. Um liggjandi úlf, sem verður af bráð, mætti segja, að hann hefði legið sig úr færi, þótt slíkt muni aldrei hafa verið sagt. — Sögnin að sitja er áhrifslaus upphaflega, og tíðast enn, en í þessu sambandi er hún áhrifssögn (einnig í sambönd- um eins og t. d. sitja hest, sitja jörð). En vegna þess, að hún er oftast áhrifslaus, en sögnin að setja liins vegar áhrifslaus, verður mönnum á að rugla þessum sögnum saman í orðatiltækinu að sitja sig úr fceri. Ruglingur. Spurt er: „Er eftirfarandi málsgrein rétt mál: Henni þótti, að Björn bróðir sinn koma til sín?“ Nei. Hér er blandað saman tvenns konar orða- skipun. Standa ætti annaðhvort: Henni þótti Björn bróðir sinn koma til sín — eða: Henni þótti, að Björn bróðir sinn kæmi til sín. — Slíkt sam- bland sem þetta er talsvert algengt í ræðu og riti og ber að varast það. Á eftir sögnunum þykja, finnast, virðast, lítast, sýnast, fer oft nafnháttur, en þá getur skýringartengingin að ekki staðizt (sjá setninguna, sem tekin er til dæmis í spurning- unni að ofan). Ef á eftir fer setning, sem hefst á skýringartengingu, verður sögnin í viðtengingar- hætti. -K FJÖLNISMENN SÖGÐU.... „. . . . Hver, sem les íslenzku sögurnar með at- hygli, í honum verður að kvikna brennandi ást á ættjörðu sinni, eða hann skilur þær ekki sem vera ber. Víst er um það: Margt er annað, sem minna mætti sérhvern íslending á þessa ást, ef hann rennir augum sínum yfir grænu dalina, með hlíðarnar kvikar af nautum og sauðum og hrossum, og lítur niður í lækina, himintæra, — laxa og silunga leika þar með sporðaköstum. Eyjarnar virðast oss ekki leiðinlegar, þegar fisk- urinn gengur upp í flæðarmál og fuglinn þekur sker og kletta. Himinninn er heiður og fagur, loftið hreint og heilnæmt. Og sólin, þegar hún roðar á fjöll á sumardaga kvöldum, en reykirnir leggja beint í loftið upp — hvað þá er blítt og fall- egt í héruðunum! Og því fleiri lönd sem vér sjáum, því ákafar girnumst vér aftur til ís- lands. . . . “ (Fjölnir, 1. ár 1835, Inngangsorð, bls. 2.) -K Babb í bdt Það hefur komið í Ijós, að áður en ,,Syrpa“ fór að birta endurminningar Gytlm Thorlacius, var Sigurjón Jónsson, fyrr- verandi héraðslæknir, búinn að þýða þær og afhenda bóka- útgáfu ísafoldarprentsmiðju liandritið, fullbúið til prentunar. Þýðingu hans fylgir formáli og skýringar dönsku útgáfunnar, og auk þess hefur hann aflað frekari vitneskju hér á landi um ýms atriði bókarinnar, svo að útgáfa þessi verður hin vand- aðasta. „Syrpa“ hefði að vísu rétt til að halda áfram með þýðingu sína, en það nær engri átt, fyrst að svona stendur á, þó að mjög sé leitt að geta ekki staðið við fyrirheitið um framhald. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessum mistök- um. Þau stafa af því óheppilega fyrirkomulagi okkar, að ekki skuli vera til heildarskrá yfir þýðingar úr erlendum málum, þannig að menn þurfi ekki að eiga það á hættu, ef þeir taka sér fyrir hendur að þýða bók, að einhver annar sé annað hvort búinn að þýða hana, eða sitji kannske við það með sveittan skallann. Vonandi rætist úr þessu, ef til þess kemur, að við göngum í Bernarsambandið? Til þess að reyna að bæta lítillega fyrir þetta óhapp hefur „Syrpa“ tryggt sér nokkurn hluta af upplagi bókarinnar og mun hafa hana á boðstólum handa föstum áskrifendum sínum fyrir bóksalaverð. Verður þetta nánar auglýst síðar. 92 S YRPA

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.