Syrpa - 01.04.1947, Qupperneq 19
vítis „Fanatismi“, sem Melsteð og Havstein hafa
hleypt í almenning er nú kominn um allt land
og óttar öllu með drápi og eyðileggingu. — Ég
trúi nú sé farið að tala um að drepa menn. —
Þetta er fallegt helvítis athæfi, og ef þú heldur
ég gjöri meira úr því en vert er, svo er þér bezt
að koma og sjá það. Já, ég sé sannarlega enga aðra
hjálp en þú og Oddgeir komið hér upp sem allra
fyrst, og hafið „plein pouvoir“ í þessu máli, bú-
ið til Comite, sem þið skársta getið og drífið svo
allt í gegn rneð valdi, því út af þessari bölv: góð-
mennsku gegn „Fanatikerne“ kemur ekkert. Það
er víst, að kláðinn er læknandi og það hæglega,
þar upp á liöfum vér mörg hundruð dæmi, en
hvað hjálpar þetta, þegar helv. „Fanatismen“ vill
ekki sjá það? Sjúkdómurinn fer sem önnur land-
farsótt yfir allt landið og alltaf er haldið áfram
að dreþa og drepa. í Húnavatnssýslu, hvar óþrifa-
kláðinn (sjá „Hirðir“ 14., 15. og 16. blað) nú á
miðjum vetri er orðinn að sunnlenzkri kláðapest,
er allt fé drepið, þó eigi sjáist nema ein kláðakind,
og svona verður haldið áfram hver veit hvað lengi.
Án ofbeldis og hræðslu er eigi að hugsa til að
stoppa þetta helvitis-œði; trúðu mér og þú færð
trúna því hetur í höndurnar, því lengur sem þið
bíðið. Oddgeiri má víst eigi lítast á að láta þetta
mál koma fyrir ríkisdaginn og þar til mun þó kú-
gildamálefnið fara á endanum. Þið eigið nú von
á dáfallegum sögum með dampskipinu, og ég
gjöri ráð um, að Jensen og Hanstein hafi þær
með sér í vasanum. Þeir eru hér enn fyrir mína
skuld, en það mun eigi vara lengi, fari þessu
fram og þá k<?ma nú fallegar sögur uppU Það var
mikil ógæfa, þegar Havstein gat komið Oddgeiri
að kalla saman þennan góða amtmannafund, hvar
út af fæddust allar vitleysurnar á Alþingi, og sem
nú er orðið ómögulegt að rétta nema með magt.
Havsteinn er að skora á kaupmennina norð-
lenzku, til að styðja „Fanatismen“ með fégjöfum,
en ég held þeim væri nær að styðja, það sem þeir
geta að því, að einhverri rollunni yrði bjargað
undan hnífnum hans, en að hjálpa honum til að
„fanatisera" fólk meira en komið er mun varla
vert.
Hvað lækningum viðvíkur hér syðra, þá ganga
þær vel á þessum litla hóp, sem loksins slapp
undan hnífnum í haust, en þó er niðurskurðar
„fanatismen“ að færast yfir Rangárvallasýslu,
svo þar verður nú eitthvert ógnar blóðbaðið líka,
einkum fari þeir að veita Briem sýsluna, sem ég
vona og bið að eigi verði, því við höfum nóg af
„fanatiseruðum“ prestum og próföstum hér að
eigi fáum við þá að norðan. Stephan Thordarsen
gengur þar (rRangárvallasýslu) vel fram og ég
vildi hann væri þar sem lengst, því hann aftrar
dónunum mikið frá að drepa. Hjá kammerráð-
inu á Hrauni er draugagangur, svo þú sérð, góði
vin, að um oss má segja „allt er þá þrennt er“ o:
homöopathia, niðurskurður og draugagangur.
Viljir þú sjá meira um kláðann getur þú lesið
það í „Hirðir".
Með kærustu kveðju frá mér og konu minni
til þín og þinnar góðu konu, er ég þinn elskandi
vin
J. Hjaltalín.
Dag 10. marz 1858.
P. S. Niðurskurðarmannanna „Fanatisme"
versnar dag frá degi og þó þeir sjái heila flokka
af læknuðu fé, á það allt að vera lygi. Það er nú
eigi annað eftir en þeir fari að reka hnífinn hvor
í annan. Þú mátt trúa mér, að þetta er satt, og
ekkert stöðvar þetta nema magt. Þið megið til að
senda upp Dáta sem veterinairt Politið, því nið-
urskurðarmennirnir spara nú ekkert til að koma
sínu fram. Að afsetja Havst. og Melsteð vildi
vera að kasta olíu í eldinn. Trampe er og aldeilis
eigi fær um að stjórna þessu, því hann hefir látið
niðurskurðarmennina hér syðra vaða uppi sern
illliveli.