Syrpa - 01.04.1947, Qupperneq 20

Syrpa - 01.04.1947, Qupperneq 20
Höfum gát Frá því á fyrstu stríðsárunum hafa ensk og ame- rísk blöð flntt fjöldann allan af greinum, sem liera með sér stórkostlegan ótta um æskulýðinn. I báð- um löndunum bafa afbrot og lausung ungmenna aukizt svo, að talið er, að horfurnar í því efni séu eitt aðalvandamál þessarra tíma. Eftir fregnum að dæma frá Norðurlöndum, Þýzkalandi og Frakk- landi er svipaða sögu þaðan að segja, og svo mun vera um flest eða öll önnur lönd. Styrjöldin teygði klærnar um hnöttinn allan, og ummerki bennar munu alls staðar vera söm við sig. I okkar litla þjóðfélagi bar einnig mikinn vanda að höndum. Hernámið olli þvílíkri lausung meðal stúlkubarna og ungra stúlkna, að slíks eru að líkindum hvergi dæmi, ef miðað er við allar aðstæður. Þjófnaður af völdum drengja og pilta innan tvítugsaldurs hefur færzt mjög í vöxt. Víða lieyrist kvartað um vinnusvik unglinga, hringl þeirra úr einni vist í aðra, ósannsögli, eyðslusemi og skemmtanafýkn. Áfengisbölið hef- ur breiðzt óðfluga út og höggvið ískyggilegt skarð í þá fylkingu, sem á að erfa ísland, íslenzka tungu og íslenzkt þjóðerni. Með öðrum þjóðum liafa ýmiss konar tilraunir verið gerðar til að bjarga æskulvðnum, en hér á landi hefur ekki verið sinnt um það. Hér fer á eftir útdráttur úr grein, sem birtist um þetta efni í júlíhefti ameríska tímaritsins Reaclers Digest. Má af lienni nokkuð ráða, hvert stefnir hjá þeirri þjóð, sem við íslendingar tökum okkur svo mjög til fyrirmyndar um þessar mund- ir. Er greinin birt hér vegna hinnar brýnu nauð- synjar á því að vara við hættu, sem auðsjáanlega er á næstu grösum. Höfundurinn heitir Charles J. Dutton. Hann er lögfræðingur og guðfræðingur að menntun og hefur stundað glæparannsóknir í Bandaríkjunum í þrjú ár: „Afbrotalýður komandi ára Hvernig eigum við að fara með börnin, er fremja meira en helming allra glccpa i Bandarikjunum? ETm daginn var morðingi leiddur hér fyrir dóm. Hann var aðeins þrettán ára að aldri. Bærinn 98 komst allur í uppnám við þessa fregn. Prestar ræddu um hana af stólnum, blöðin tóku hana til meðferðar í ritstjórnargreinum, kvenfélög skutu á eldheitum umræðufundum. Á meðan þessu fór fram, klifaði útvarpið sífellt á fréttum um glæpaöldu í Boston. Rán, nauðg- anir, ofbeldisárásir, þjófnaður! Þetta glumdi í eyrum manns kvöld eftir kvöld. Loks kom þessi frétt: „Lögreglunni í Boston hefur heppnazt að handsama þrjá glæpamenn. Þeir eru ell- efu, tólf og þrettán ára að aldri.“ Undanfarin þrjéi ár hef ég haft á liendi rann- sóknarstörf fyrir stjórnina, og þess vegna komizt í kynni við lögreglustjóra og aðra þjóna réttvísinn ar í hverri einustu borg hins víðlenda Nýja Eng- lands og hálfu nágrannaríki að auki. Ég hef veitt því eftirtekt, að er lögreglan ræddi um ung- mennaafbrot á árunum fyrir 1940, þá átti hún við unglinga á aldrinum frá sextán til átján ára, en nú notar hún þetta orð um sjö til fimmtán ára gömul börn. Og það er ekki einasta aldursstigið, sem hefur lækkað. Afbrotin eru einnig orðin ill- kynjaðri. Sú tryllingslega eyðileggingarfýsn og sjúklega grimmd, sem nú á sér stað, voru óþekkt fyrirbæri fyrir tíu árum. Á síðastliðnum þremur árum hefur lögreglan boðið mér að skoða þrjár kirkjur. Ein þeirra var heldrafólkskirkja með dýrindis pípuorgeli. Ekki þurfti annað en að líta á orgelið til að sjá, að það var gersamlega ónýtt. Hinar miklu gullnu súlur höfðu verið höggnar sundur með öxi og hljómborðið var molað. Kórbekkjunum hafði ver- ið velt um. Skírnarfonturinn lá brotinn á hvolfi. Ég sneri mér spyrjandi og forviða að lögreglu- stjóranum. „Það voru krakkar," sagði liann. „Fimm krakkar. Þeir höfðust hér við í tvær næt- ur. Hið elzta fimmtán ára og hið yngsta á níunda ári. Hafið þér séð annað eins?“ Já, einu sinni hafði ég séð það. Ég sagði honum frá myndum, sem lögreglumaður hafði sýnt mér úr salarkynnum veitingahúss nokkurs. Veggirnir voru sundur- höggnir, húsgögnin brytjuð niður og göt rifin á þakið. Þrjú börn höfðu verið þarna að verki í þrjá dagparta eftir hádegið. Hið elzta var fjór- tán ára. Lögreglunni ógnar hið villimannlega skemmd- aræði í börnum, sem taka þetta fyrir. Það er engu líkara en þau séu haldin af illum anda. Ef þau stela bifreið, þá tæta þau sætin sundur, reka nagla gegn um hjólbarðana og mölva allt, sem hönd á s YRPA

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.