Syrpa - 01.04.1947, Side 22

Syrpa - 01.04.1947, Side 22
BRÉF Vill ritstjóri „Syrpu“ gera svo vel að birta eftirfarandi fyrir- spurn til ráðamanna útvarpsins? Á laugardagskvöldið er var hlýddi ég á útvarpsleikritið „Segir fátt af einum“ eftir Max Catto. Það er um unga, fallega og aðlaðandi vinnukonu, sem hefur það sér til dægra- styttingar að lokka unga menn á afvikna staði og myrða þá á hinn hryllilegasta hátt. Stúlkan er auðvitað sálsjúk, en ekkert í dagfari hennar bendir til þess. Hún fremur ódæðin með köldu blóði og að yfirlögðu ráði, en þess á milli kemur hún fyrir líkt og þú og ég — nema hvað hún er kannske dá- lítið skemmtilegri — og áheyrandanum fellur hún vel í geð, svo að leikurinn grípur hann rigföstum tökum eftir að hann fer að gruna hana um græsku. Leikritið er að ýmsu leyti snjallt, ágætlega með aðalhlutverkin farið, og útbúnaður var óvenju góður, svo að óveður og ömurlegt spangól í hundi smaug gegnum merg og bein. í stuttu máli: Þátturinn var svo áhrifamikill, að óhugnanin sat í huga mér allt kvöldið. Hver áhrif hefur svona leikur á börn, unglinga og veikgeðja fólk? Til hvers var hann fluttur? Hvaða sjónarmið var haft fyrir augum, þegar hann var valinn? Reykjavík, 29. apríl 1947. A. K. Ég veit ekki, hvort „Syrpa" kærir sig um sendibréf, en ég sný mér til hennar fremur en annarra blaða vegna þess, að enn sem komið er hefur hún engar syndir á samvizkunni af því tagi, sem mig langar til að gera að umtalsefni, og ætti þess vegna að standa vel að vígi til þess að birta eftirfarandi athugasemdir: í mórgun, þegar ég settist við að lesa „Morgunblaðið", varð geysistór fyrirsögn fyrir mér á fremstu siðu: „Vitskertur maður myrðir ungbarn. Særir með hnífstungum móðurina og annað barn hennar." Síðan kom nákvæm útmálun á atburðinum, nafn konunnar og heimilisfang og nafn „morðingjans" með þeirri athugasemd, að hann hafi verið sjúklingur á Kleppi fyrir nokkrum árum. Hver einasti maður, sem les þessa sögu, og þar á meðal flest börn í bænum, sem orðin eru læs, hafa hlotið að vera með hugann fullan af skelfingu í allan dag. Og hvernig ætli að- standendunum hafi orðið við lesturinn? Atburðurinn átti sér stað á níunda tímanum í gærkvöldi, og blaðið kom út eld- snemma i morgun, svo að engar likur eru til, að allir nánustu vinir hafi verið búnir að fá fregnina. Margir þeirra hafa fengið hana með morgunkaffinu eins og ég. Svo vill til, að ég þekki dálítið til konunnar, sem liggur nú með litlu dóttur sinni milli heims og helju á sjúkrahúsinu. Foreldrar hennar eiga heima uppi í Kjós, og þau hafa engan síma, svo að ekki var búið að tilkynna þeim slysið, þegar börnin þeirra hér í Reykjavík sáu „Morgunblaðið". Þau urðu yfirkomin af hræðslu um að blaðið hefði farið uppeftir með mjólkurbílnum í morgun og brutust í að komast þangað til þess að reyna að verða á undan þvi. Ég veit ekki hvernig það fór. En hugsið ykkur föður og móður opna blaðið, reka aug un í fyrirsögnina, lesa nöfnin og því næst hina lystilega sam- settu lýsingu! Og rennið svo huganum til hinnar fjölskyldunnar, ástvina hins ógæfusama sjúklings, sem varð svo hart úti í þessum hroðaleik. Ég þekki raunar ekkert til aðstandenda hans, en lík- legt er, að þeir séu einhverjir til, og má geta nærri, hvernig þeim hefur orðið við frásögnina. Ég veit aðeins, að fyrir tíu árum var þessi maður efnilegur, gáfaður og góður piltur með bjartar lífsvonir. Sjúkdómurinn hefur gert hann að ein- mana vesaling, sem hýrðist einn síns liðs x dimmu og ömur- legu greni. Hann hefði þurft að fá aðhlynningu í sjúkrahúsi, en þjóðfélagið hugsaði ekki fyrir honum fremur en svo mörg- um öðrum, sem slegnir eru sama sjúkdómi. í stað þess bar það hann út og lagði honum á herðar frelsi, sem hann gat ekkí risið undir. Hann er ekki morðingi, heldur sárgrætilegt rekald, sjúkur umkomuleysingi, sem varð til þess að fremja manndráp i brjálæði. Ábyrgðin á athöfnum hans hvílir ekki á honum, heldur á þjóðfélaginu. Ég get hér aðeins um frásögn „Morgunblaðsins" vegna þess, að ég hef ekki séð önnur blöð í dag, en liklegt er, að þau taki eitthvað svipað á þessu máli. Það er alveg víst, að þessu líkur fréttaflutningur gerir afar mörgum mikið illt, en engum lif- andi manni nokkurt gagn. Til hvers er þá leikurinn gerður? Sálarheill þjóðarinnar er að miklu leyti i höndum blaðanna og raunar útvarpsins líka, svo að á þeim hvílir meiri ábyrgð en flestum öðrurn stofnunum þessa lands. Þau þurfa því mikið að vanda sig. Og áreiðanlegt er, að undanfarin ár hafa fært okkur svo mikið af æsingu, að engin þörf er á því, að þau leggi sig í líma til að afla okkur æsilyfja. Reykjavík, 4. maí 1947. J. M. „Syrpa“ skorast ekki undan því að birta þessi bréf, því að hún telur efni þeirra mikilvægt. Til frekari athugunar vill hún minna á frétt, sem birtist nýlega í dagblaði hér í bænum með fyrirsögninni: „Drengur drukknar í fjóshaug." Hvernig skyldi foreldrunum hafa geðjazt þessi eftirmæli? J. K. ☆ Nýlega kom fram frumvarp á Alþingi, er að því miðaði að opna allar gáttir fyrir áfengisflóðinu. Áfengisvarnarnefnd kvenfélaga í Reykjavík og Hafnarfirði sendi Alþingi mótmæli. Að nefnd þessari standa 28 kvenfélög og í þeim eru þúsundir meðlima. Við hlið þeirra stendur meiri hluti kvenna í sveitum landsins, x mörgum hreppum hver einasta atkvæðisbær kona. — Formaður áfengisvarnarnefndarinnar, frú Kristín Sigurðar- dóttir, sendi dagblöðunum tilkynningu um mótmælin, og fór fram á að þau yrðu birt. Öll blöðin urðu við þessari ósk, nema Morgunblaðið. Það flutti fregnina á þessa leið: „AðstoS við sprúttsala. Nokkrar konur hafa samþykkt ályktun þess efnis, að skora á alþingismenn, að samþykkja ekki frumvarpið um heilbrigðari útsölufyrirkomulagi á áfengi, en nú tíðkast. Án efa gengur konunum gott eitt til og enginn efast um heil- indi þeirra í því að berjast gegn áfengisnautninni í landinu. En samþykkt þeirra er engum til stuðnings nema leyni- sölunum, sem missa spón úr ask sínum, ef útsala áfengis verður víðar en í einu gistihúsi. Sprúttsalarnir sem ekki borga skatta, segja vafalaust: Kærar þakkir." 100 SYRPA

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.