Syrpa - 01.04.1947, Síða 27
að ná andanum? Það var ekkert vit í því að láta
saklaust barn kveljast svona.
---Það sauð og kraumaði í litla brjóstkassan-
um. Einhver kökkur var að brjótast um niðri
fyrir, en hann vildi ekki fara, þó að Nonni litli
hóstaði og berðist um, þangað til svitinn spratt
fram á enninu á honum. Hann baðaði út hönd-
unum og augun ætluðu út úr honum, en hryglan
hélt áfram að sjóða og bulla. Átakanlegast var þó
að horfa upp á það, þegar hann gat ekki einu
sinni hóstað, heldur sat upp við dogg, þegjandi
og anzaði ekki, þótt á hann væri yrt. Þá var hann
á svipinn eins og hann væri reiður.
„Amma getur ekki að því gert, vinurinn,“ sagði
Anna gamla og strauk hárið frá litlu, rauðu eyr-
unum. En Nonni litli sneri sér upp í horn. Skelf-
ing var hann víst reiður við ömmu. Hann halláði
höfðinu og leit til hennar útundan sér eins og
hann væri að hugsa um að þessu hefði hann aldrei
trúað á ömmu.
Og undir það síðasta .... Anna gamla þeytti
ábreiðunni yfir rúrnið. Nei, hún mátti ekki til
þess hugsa. Hún var enginn maður til að bera
það, sem á hana var lagt. Fram að þessu hafði
hún aldrei látið bugast, allt hafði hún borið,
enginn hafði séð hana fella tár. Ensfin lifandi
sála, ekki einu sinni börnin hennar. Alltaf hafði
hún borið höfuðið hátt. Og nú! Nonni litli horf-
inn. Hvað átti hún þá eftir? Ekkert. Hann var liið
einasta, sem hún hafði borið úr býtum í lífinu,
og nú var hún búin að missa hann líka. Af hverju
þurfti hún að verða fyrir þessu öllu? „Hvað hef
ég til saka unnið?“ spurði Anna gamla. „Hvað
hef ég til saka unnið?“
Um leið og þessi orð hrukku af vörum hennar,
missti hún sópinn á gólfið. og var komin fram í
eldhús áður en hún vissi af. í angist sinni nældi
hún á sig hattinn, fór í kápuna og gekk út úr
íbúðinni eins og í leiðslu. Hún vissi hvorki í
þennan heim né annan. Hún var eins og maður,
sem hefur lifað skelfingarstund og ráfar burt —
eitthvað út í bláinn, eins og hann héldi að hægt
væri að flýja sjálfan sig ....
Það var kalsaveður úti, vindurinn nístandi.
Fólkið þaut framhjá. Karlmennirnir stikuðu stór-
um, kvenfólkið tifaði eins og kettir. Enginn vissi,
hvað lienni leið — öllum var sama. Ef hún léti
hugfallast og færi nú að gráta eftir öll þessi ár,
þá væri ekkert líklegra en að hún yrði tekin föst.
Þegar hún fór að hugsa um tár, þá vár eins og
Nonni litli væri allt í einu kominn í fangið á
henni. Ó, það var það, sem hana langaði til. Ljúf-
urinn, ömmu langar til að gráta. Ef hún mætti
gráta lengi, lengi yfir því öllu, yfir fyrstu vistinni
og eldabuskunni vondu, árunum í læknishúsinu,
litlu börnunum sjö, dauða mannsins síns,_börn-
unum, sem hurfu út í lieiminn, öllum þrautaár-
unum þangað til Nonni litli kom. Það yrði ekki
hlaupið að því að gráta yfir þessu öllu saman.
En hvað um það, nú var stundin komin. Hún
varð að fá að gráta. Það gat ekki beðið lengur,
ekki stundinni lengur .... En hvert var að flýja?
„Hún hefur ekki átt sjö dagana sæla, hún Anna
gamla.“ Nei, sannarlega ekki. Varirnar voru farn-
ar að titra; nú varð eklci undankomu auðið. Hvert
gat hún farið? Hvert?
Heim gat hún ekki flúið. Þar var Magga og
hún yrði dauðhrædd. Ef hún settist einhvers stað-
ar á bekk, þá færi einhver að yrða á hana. Ekki
gat hún farið heim til rithöfundarins, — hvaða
rétt hafði hún til að gráta í annarra manna híbýl-
um? Ef hún settist niður á eitthvert dyraþrepið,
þá kærni lögregluþjónn og færi að spyrja hana
spjörunum úr.
Ó, var þá ekkert afdrep til, þar sem hún gæti
verið í friði og falið sig eins og hana langaði til,
án þess að verða á vegi annarra? Var þá hvergi at-
hvarf á þessari jörð til að gráta — eftir öll þessi ár?
Anna gamla skimaði í allar áttir. Nístingsköld
stormhviða greip svuntuna liennar og blés hana
út eins og belg. Og svo fór að rigna.
Hvergi, hvergi.
(J. IC.þýddi.)
☆
Lifsviðhorf manns á nírœðis alclri.
Áttatíu og sex ára öldungur sendi blaðinu þessa raunavísu,
en vill ekki láta nafns síns getið:
Höfuð tæmist heila vits,
hold að öllu sóttir feygja,
sálu urgur bellur bits,
bezt við lífið er því — deyja.
s YRPA
105