Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. A h ð ð b 595 1000 Verð frá kr. 79.900 á fTenerife .A th .a ð v n f 10. ágúst í 8 nætur Flug og gisting Verð frá kr. 98.300 Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Egle Sipaviciute hafði verið slöpp í viku og því haldið sig heima. Hún fékk neikvætt út úr sýnatöku á fimmtudegi og mætti því í gleðskap með vinum á laugardegi. Hún taldi það öruggt þar sem hópurinn var lít- ill og hún þekkti alla. Nokkrum dög- um seinna fékk hún símtal frá vin- konu sinni sem benti henni á að fara í sýnatöku því allar vinkonurnar væru orðnar veikar. Á þriðjudeginum bólgnuðu í henni nefkirtlarnir og á miðvikudeginum hrakaði henni skyndilega. Taldi hún þá nokkuð ljóst að um Covid-19 væri að ræða. Egle fór í sýnatöku daginn eftir. Hún hringdi sjálf í heilsugæsluna að morgni föstudags og fékk þá stað- fest að hún væri smituð af Covid-19. Síðdegis sama dag hafði rakningar- teymið svo samband og um kvöld- matarleytið kom bíll frá slökkvilið- inu sem flutti hana á farsóttarhús, þar sem hún taldi sig eiga eftir að dvelja næstu tvær vikurnar. Aðeins fimm samstarfsfélagar Egle og foreldrar hennar, sem hún býr hjá, lentu í sóttkví. Ekkert þeirra reyndist smitað. Egle telur það sýna fram á vægi persónubund- inna sóttvarna. Hún þreif hendur reglulega og bar jafnvel grímu heima hjá sér eftir að grunur kom upp um smit. Egle fann ekki fyrir mikilli smitskömm því hún vissi að hún hafði ekki gert neitt rangt held- ur lagt sig fram um að fylgja til- mælum ríkisstjórnar og sótt- varnalæknis. Hún var bólusett með Janssen-bóluefninu. Einkennin komu öll í einni dembu að sögn Egle. „Þetta var eins og að opna jóladagatal, ég fékk ný ein- kenni á hverjum degi sem bættust ofan á hin,“ segir hún. Á þriðja degi missti hún allt lyktar- og bragðskyn sem henni þótti erfitt, enda mikill matgæðingur að eigin sögn. „Mér leið ömurlega í fimm daga, gat ekki borðað án þess að fá hóstakast og því fylgdi hausverkur, verkir í baki og bringu,“ segir Egle en eitt sinn varði hóstakast hennar í heila klukkustund. „Það er erfitt að vera einn á hótel- herbergi þegar manni líður hvað verst. Þarna var enginn til að hugga mig eða knúsa og ég vissi ekki hvort þetta myndi versna eða skána. Þurfti bara að halda haus og bíða eftir að hóstakastið liði hjá.“ Einkennin fóru jafn hratt og þau komu hjá Egle. Hún lýsir því hvern- ig bragðskynið spratt í gang meðan hún var að gæða sér á sælgæti. Þá spratt hún á fætur og leitaði uppi snarl sem hún hafði tekið með sér á hótelið til að prófa bragðlaukana áfram. Hún hitaði meðal annars upp pítsu, með hárblásara, en áður þótti henni pítsan bragðast eins og pappi. Einangrunin átti að standa yfir í fjórtán daga en á föstudag tók sótt- varnalæknir ákvörðun um að stytta einangrunartímann niður í tíu daga fyrir þá sem finna ekki fyrir ein- kennum á þeim tímapunkti, eru heilsuhraustir og bólusettir. „Þetta var svo mikill léttir að ég hreinlega grét úr gleði,“ segir Egle um and- artakið þegar hún fékk símtal um að hún myndi losna úr einangrun, fjór- um dögum fyrir áætlaða útskrift. Líkir einkennum Covid við jóladagatal - Bólusett með Janssen en fékk mikil einkenni - Átti að vera í fjórtán daga einangrun en losnaði eftir tíu - Hitaði pítsu með hárblásara - Erfitt að vera einn á hótelherbergi þegar manni líður illa Morgunblaðið/Sigurður Unnar Frelsi Egle Sipaviciute fyrir utan farsóttarhúsið er hún losnaði í gær. Gunnhildur Sif Oddsdóttir Þóra Birna Ingvarsdóttir Um verslunarmannahelgina, laug- ardag og sunnudag, greindust 153 ný smit innanlands. Var um helm- ingur smitanna utan sóttkvíar. Greindust þá samtals 101 við ein- kennasýnatöku og 41 við sóttkvíar- og handahófsskimanir. Tveir greindust á landamærunum. Miðast þessar tölur við þær upplýsingar sem birtust á covid.is í gær. Átján einstaklingar liggja á Landspítalanum með Covid-19, en þrír bættust við síðdegis í gær. Tveir þeirra eru á gjörgæslu og annar í öndunarvél. Er þetta í fyrsta skipti sem einstaklingur hef- ur þurft á öndunarvél að halda í þessari fjórðu bylgju faraldursins hér á landi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítal- ans, segir að það sé breytilegt hvað hrjái þá einstaklinga sem hafa verið lagðir inn á spítalann. Hann nefnir sem dæmi að einhverjir glími við öndunarerfiðleika vegna lungna- bólgu, aðrir við efnaskiptavandamál og svo geti óráð eða annað slíkt gert það að verkum að fólk sé lagt inn á spítala. Í gærkvöldi höfðu 47 bæst í hóp- inn sem er undir eftirliti á Covid-19 göngudeild frá því um hádegi svo um er að ræða 1.279 manns, þar af 202 börn. Anna Sigrún Baldurs- dóttir, starfandi forstjóri Landspít- alans, segir það viðbúið að hóp- urinn fari stækkandi. „Því fleiri sem eru á göngudeildinni, þeim mun fleiri munu þurfa innlögn,“ bætir hún við. Smitsjúkdómadeildin er komin að þolmörkum og búist er við því að hún fyllist á næstu tveimur sólar- hringum. Það hefur þær afleiðingar að opna þarf aðra deild fyrir Covid- sjúklinga. Anna segir þetta sam- kvæmt áætlun, legurýmum verði fjölgað í samræmi við yfirvofandi fjölgun innlagna. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem spítalinn bætir við legurýmum fyrir Covid-sjúklinga og Anna segir að farin verði sama leið og áður. Már bendir þó á að opnun annarrar deildar fyrir Covid- sjúklinga dragi óhjákvæmilega úr getu Landspítalans til að sinna öðr- um verkefnum. Anna Sigrún telur ekki að þótt álagið minnki á farsóttarhúsinu eft- ir breytingar á reglugerð heilbrigð- isráðherra, muni það hafa nein áhrif á Landspítalann. „Við leggj- um bara inn fólk sem þarf á innlögn að halda vegna síns ástands,“ segir hún og bætir við að reynt sé að forða innlögnum með því að veita þjónustu á göngudeild. Tveir smitaðir einstaklingar eru nú á Landspítalanum af öðrum ástæðum. Þeir teljast ekki til Co- vid-19-innlagna en hafa ekki síður áhrif á starfsemi spítalans. Anna Sigrún bendir á að umstang í kringum þá einstaklinga sé mikið enda þurfi að tryggja að þeir fái þá aðhlynningu sem þeir þarfnast á sama tíma og ganga þurfi úr skugga um að smitið dreifi sér ekki. Landspítalinn upplýsir ekki um bólusetningarstöðu einstaklinga sem liggja inni á spítalanum vegna Covid-19. Anna Sigrún segir að það sé vegna persónuverndarsjónar- miða. „Sóttvarnalæknir tekur ákvörðun um hvort upplýsa eigi um þetta og mér skilst að það sé í skoð- un núna,“ segir hún. Spítalinn býr sig undir frekari átök - Legurýmum fjölgað í samræmi við fjölgun innlagna - Leggja bara inn fólk sem þarf á því að halda - Tveir á gjörgæslu og einn í öndunarvél - Umstang í kringum smitaða sem þurfa aðra aðhlynningu Nýgengi innanlandssmita Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí 2020 2021 2.155 einstaklingar eru í sóttkví 14 daga nýgengi á 100.000 íbúa 12. mars 2020-1. ágúst 2021 400 300 200 100 0 153 ný innan- landssmit greindust um helgina (lau. og sun.) 358 292 265 Staðan á LSH kl. 12.00 í gær 15 inniliggjandi með Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu, annar í öndunarvél 1.232 eru undir eftirliti á Covid-göngudeild, þar af flokkast 28 einstaklingar gulir* og tveir rauðir****Aukin einkenni *Alvarleg einkenni Gylfi Þór Þor- steinsson, umsjón- armaður farsótt- arhúsa, segir að með breytingu á reglugerð um far- sóttarhús verði hægt að fækka húsunum sem starfrækt eru úr fjórum niður í tvö. Breytingin snýr að því að farsótt- arhús muni aðeins taka við einangr- unargestum en ekki þeim sem eru í sóttkví. „Ef við færum einangrunar- gesti yfir á Fosshótel Reykjavík eru þar 320 herbergi og við erum ekki með nema 250 einangrunargesti í dag.“ Hann bendir á að það myndi einfalda umsýsluna til muna að koma öllum gestum fyrir í færri húsum. Áhrif styttri einangrunartíma eru strax farin að segja til sín að sögn Gylfa en í gær útskrifuðust margir eftir tíu daga einangrun í stað fjórtán. thorab@mbl.is Einfaldar umsýsluna Gylfi Þór Þorsteinsson Viðskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.