Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg SVIÐSLJÓS Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Það er sunnudagur á Þjóðhátíð og götur Vestmannaeyja fullar af gang- andi fólki, foreldrum með börn í kerr- um eða vögnum, yngra fólk og þeir sem eldri teljast. Allt hlýlega klætt og eins og vatn í læk rennur það allt í eina átt, að Herjólfsdal, og síðasta spölinn verður til fljót þúsunda manns sem eru mættir í Dalinn til að eiga þar góða stund, með fjölskyldu og vinum, frábæru listafólki og brekkusöng sem lýkur með Þjóð- söngnum og blysum sem lýsa upp Herjólfsdal. Þar sameinast kynslóðirnar, Eyja- menn og gestir, í þeim einstaka við- burði og hápunkti hátíðarinnar sem brekkusöngurinn hefur verið frá árinu 1976 þegar fyrsta Þjóðhátíð kom heim í Dalinn í fyrsta skipti eftir gosið 1973. Upphafsmaður var Árni Johnsen sem stóð vaktina í yfir 40 ár. „Þetta var geggjað“ Þetta er minning um eitthvað sem var en verður vonandi á næsta ári. Allt til reiðu og listamenn mættir á stóra sviðinu en í stað þess að mæta í Brekkuna varð fólk í Vestmanna- eyjum, um allt land og í um 25 lönd- um, að upplifa herlegheitin í gegnum alheimsnetið. Í Vestmannaeyjum urðu til margar litlar Þjóðhátíðir þar sem fólk bjó til aðstæður með hvítu tjaldi og naut þess sem boðið var upp á með gleði og söng í hjarta. „Þetta var geggjað, tónlist, hvíta tjaldið og góð stemning þó maður hefði auðvitað viljað vera í Brekkunni inni í Dal. Það verður að gera það besta úr aðstæðum og það gerðum við,“ segir Eyja Bryngeirsdóttir, sem ásamt Kristjáni Þór Jónssyni, manni sínum, var með sýnishorn af brekku- söng á baklóðinni við hús þeirra við Kirkjuveginn í Vestmannaeyjum. Sungið hjá Sæsu Vídó Það var ekki síður fjör hjá syngj- andi fjölskyldunni í Hrauntúninu í gær þar sem Sæsa Vídó og Bjössi Núma, Sæfinna Sigurgeirsdóttir og Þorbjörn Númason og fjölskylda, slógu upp einni með öllu. Brennu, blysum, brúðubíl, hvítu tjaldi og brekkusöng. „Þetta var mjög gaman og krakkarnir skemmtu sér frábær- lega enda gert fyrir þau,“ sagði Berg- lind Ómarsdóttir. Fólk er almennt ánægt með það framlag ÍBV og Senu að senda tón- leikana út á alnetinu og Magnús Kjartan Eyjólfsson virðist að allra mati eiga framtíð fyrir sér sem brekkusöngvari. Brekkusöngur heima á lóð - Eyjamenn reyndu að gera það besta úr aðstæðum þó engin væri Þjóðhátíð í Herjólfsdal um helgina - Skemmtunin færð heim í garð - Góð stemning og lögreglan sátt við útkomuna þessum partíaldri, ef svo má segja, komu með vini með sér sem máttu ekki fara inn á svæðið. Þar sem tak- markanir eru í gildi og tjaldsvæðinu er skipt upp í sóttvarnarhólf, var um brot á sóttvarnarreglum að ræða þegar fleiri gesti bar að garði.“ Hann segir það hafa komið sér vel hve vel Tryggvi Marinósson, framkvæmda- stjóri tjaldsvæðanna á Hömrum við Akureyri, segir að verslunarmanna- helgin hafi gengið prýðilega á heild- ina litið. Þó hafi vandræði á laugar- dagskvöldinu komið nokkuð á óvart en að öðru leyti hafi verið rólegt. „Í heildina gekk þetta mjög vel, það var bara laugardagskvöldið þar sem voru smá vandræði. Á sunnu- daginn var þetta bara eins og sunnu- dagsskóli, það var mjög rólegt,“ seg- ir Tryggvi. Hann segir vandræðin á laugardagskvöldinu hafa hafist þeg- ar farið var að loka börunum í bæn- um. Þá hafi fólk, sem ekki dvaldi á tjaldsvæðinu, farið að flykkjast inn fyrir skemmtanahald. „Margir á mannað tjaldsvæðið var þetta kvöld. „Áður en takmarkanir komust á þá vorum við búin að gera ráð fyrir um tvö þúsund gestum á tjaldsvæðinu yfir verslunarmannahelgina. Við vorum því ekkert að breyta þeim áætlunum, sem betur fer.“ Tryggvi segir að þau hafi bætt við starfs- kröftum fyrir sunnudaginn ef slík vandræði og voru kvöldinu áður myndu endurtaka sig,. „Við fengum björgunarsveitina með okkur en síð- an var bara mjög rólegt.“ Samkvæmt lögreglunni á Akur- eyri var ansi erilsamt alla helgina. Slatti var af útköllum sem voru þá að mestu leyti minniháttar, margar hávaðakvartanir bárust og tilkynnt var um fjórar líkamsárásir. „Við get- um eiginlega orðað það þannig að það er búið að vera vitlaust að gera hjá öllum vöktum og lítið um hvíld,“ sagði varðstjóri í samtali við Morg- unblaðið í gær. rli@mbl.is Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Akureyri Tjaldsvæðið á Hömrum var vel sótt um helgina. Vandræðin komu á óvart - Gekk vel á heildina litið - Erilsamt um helgina á Akureyri Lögreglan í Vestmannaeyjum segir helgina hafa gengið prýði- lega og hún jafnvel verið enn ró- legri en búist var við. Eitthvað var um hávaðakvartanir alla helgina, þá ýmist í heimahúsum eða á tjaldsvæðum og eitthvað um að of margir væru saman komnir í samkvæmum. Einn var stöðvaður og kærður vegna fíkniefnaaksturs á laug- ardagsnótt en að öðru leyti voru önnur útköll sögð minniháttar. Margir héldu sína eigin Þjóðhá- tíð heima og tókst það bæri- lega, að sögn lögreglu. Helgin gekk vel í Eyjum MAT LÖGREGLUNNAR Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Brekkusöngur Ragga Gísla var meðal þeirra listamanna sem stigu á stóra sviðið í Herjólfsdal á sunnudagskvöld. Stemning Allt eðlilegt hér miðað við aðstæður þetta árið í Eyjum; söngur gleði, lopapeysur og brekkustólar í garðinum Kirkjuvegur Tanja, Karen, Rakel, Birta og Tóti í góðum gír hjá Eyju Bryngeirs og Kidda á sunnudagskvöldinu. Hrauntún Kjartan, Erla og Davíð í góðum félagsskap í garð- inum hjá Sæsu Vídó og Bjössa Núma að horfa á streymið. Þrátt fyrir 200 manna samkomu- bann hélt Jómfrúin við Lækjar- götu sínu striki sl. laugardag og hélt sína sumardjasstónleika, líkt og undanfarin 25 sumur. Í samtali við mbl.is sagði Jakob Einar Jakobsson, veitingamaður á Jómfrúnni, að farið hefði verið eftir gildandi reglum. Gestir hefðu verið innan 200 manna há- marksins og reynt að halda eins metra fjarlægð á milli gesta. „Við gerum bara það besta í stöðunni,“ sagði Jakob m.a. við mbl.is. Sumarjazz á Jómfrúnni Morgunblaðið/Sigurður Unnar Tónleikar Gestir Jómfrúarinnar í góðum gír að njóta djassins. Verslunarmannahelgin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.