Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi,
rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það
ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT
HITAÞOL
Nú á tímum getur fólk vart
hugsað sér líf án alnetsins,
internetsins eða lýðnetsins, eins og
netið var stund-
um nefnt. Þó er
það aðeins
fárra áratuga
gamalt og fór
varla að þjóna
almenningi fyrr
en á þessari
öld. Sam-
skiptamöguleikarnir eru óþrjót-
andi, upplýsingar um hvað eina
leynast í vasa hvers manns og
fjarlægðir hafa á vissan hátt orðið
að engu.
- - -
Ekki er þó allt jákvætt við netið
og einn af fylgifiskum þess
er hve auðvelt er að halda úti
hvers kyns áróðri og endaleysu.
Menn eru sinn eigin miðill, safna
að sér „vinum“ og allir sem dvelja
á ákveðnum síðum á netinu, helst
svokölluðum samfélagsmiðlum -
sem flestir gera - sjá lítið annað
en ákveðin sjónarmið.
- - -
Úr þessu verða svokallaðir
bergmálshellar þar sem ýkt-
ur veruleiki - oft hrein ósannindi -
magnast upp og ýtir undir öfgar
og öfgahreyfingar.
- - -
Á þetta hefur verið bent á
undanförnum árum og víða
þykja sjást merki þess að öfga-
sjónarmið vinni á í kosningum.
Vissulega er oft smekksatriði hvað
eru öfgasjónarmið, en þó má full-
yrða að án þessa hjálpartækis
hefði öfgaflokkur eins og Sósíal-
istaflokkurinn aldrei mælst með
nokkurra prósenta fylgi í skoð-
anakönnunum hér á landi.
- - -
Áróður hans á netinu gengur
allur út á öfund og einfalda
afbökun á staðreyndum. Þetta er
jafn kunn aðferð öfgaflokka og
hún er ógeðfelld.
Öfgar á alneti
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Mikil gleði var á Hellishólum yfir
verslunarmannahelgina. Víðir Jó-
hannsson, ferðaþjónustubóndi á
Hellishólum, hélt þar fjöl-
skylduskemmtun í 15. sinn.
„Það var alveg æðislega gaman
og allir gestirnir voru til fyrir-
myndar,“ segir Víðir. Hann segir
að vel hafi gengið að virða þær
fjöldatakmarkanir sem í gildi
eru.
„Við vorum með það mikið af
klósettum og vorum með þrjú
svæði sem fólk skiptist á. Svo
vorum við auðvitað í mjög nánu
samstarfi við lögregluna, en hún
var dugleg að kíkja við og að-
stoða okkur með leiðbeiningar.“
Hann segir hátíðina aðallega
vera hugsaða sem hátíð fyrir fjöl-
skyldufólk og því hafi mörg lítil
börn verið á svæðinu. Alls konar
skemmtun var fyrir krakkana en
ærslabelgur á svæðinu naut mik-
illa vinsælda meðal yngstu kyn-
slóðarinnar. Aðalkvöld hátíð-
arinnar var á laugardeginum, þá
var brenna og brekkusöngur þar
sem trúbador spilaði undir. Á
sunnudeginum var síðan golfmót.
Mikil gleði á Hellis-
hólum yfir helgina
Brekkusöngur Trúbadorinn Kaleb Joshua hélt stemningunni uppi.
Rúta, með um 50 farþega innan-
borðs á leið í flúðasiglingu, valt utan
vegar í Biskupstungum í gærkvöldi,
nánar tiltekið skammt frá Drumb-
oddsstöðum. Auk lögreglu, björg-
unarsveita og sjúkrabíla frá Selfossi
og víðar var þyrla Landhelgisgæsl-
unnar kölluð út. Flutti hún einhverja
farþega til aðhlynningar á Landspít-
alann í Reykjavík en nánari upplýs-
ingar um líðan fólksins fengust ekki
í gærkvöldi. Vísir greindi fyrst frá.
Rútan var á vegum ferðaþjónustu-
fyrirtækisins Arctic Rafting. Var
hún með nokkra slöngubáta á aftaní-
vagni þegar hún hafnaði utan vegar.
Farið var með nokkra farþega til
aðhlynningar í aðstöðu fyrirtækisins
í grennd við slysstaðinn. Var aðgerð-
um viðbragðsaðila á vettvangi að
mestu lokið á tíunda tímanum í gær-
kvöldi.
Valt með 50 manns
á leið í flúðasiglingu
Morgunblaðið/khk
Velta Rútan á hliðinni utan vegar í Biskupstungunum í gærkvöldi.