Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Útsalan heldur áfram Verið velkomin Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Straumurinn að gosstöðvunum er stöðugur, allan sólarhringinn,“ segir Hörður Sigurðsson, ábúandi á Hrauni við Grindavík. Suðurstrand- arvegur liggur við túnfótinn þar á bæ og Fagradalsfjall er í landi jarð- arinnar. Þúsundir fara á degi hverj- um til að skoða gosið og við veginn hafa landeigendur útbúið bílastæði og salernisaðstöðu. Svo er hægt að velja um nokkrar leiðir frá stæð- unum til að komast að gosinu. Þurfa leyfi fyrir úrbótum „Úrbætur á svæðinu hafa verið teknar skref fyrir skref. Allt þarf leyfi Umhverfisstofnunar og bæj- aryfirvalda í Grindavík og við land- eigendur berum málin undir þær stofnanir,“ segir Hörður. Hægt er að fylgjast með fjölda þeirra sem fara að gosinu á vef Ferðamálastofu, sem setti upp teljara við Suður- strandarveg. Nýjustu tölur eru frá í síðustu viku og sýna að á svæðið fara 1.000-3.000 manns á dag. Eigendur jarðanna Hrauns og Ís- ólfskála settu á dögunum upp tækja- búnað til að innheimta gjöld af þeim sem leggja á bílastæðunum nýju. Gjaldið er 1.000 kr. Misjafnt hefur verið, að sögn Harðar, hvort fólk greiðir gjaldið. Ætlunin sé þó að fylgja því stífar eftir í framtíðinni. Kraumar í kötlum Krafturinn í eldgosinu er misjafn milli daga. Stundum og jafnvel nokkra daga í röð er öll virkni niðri, en í annan tíma kraumar í kötlum og hraunelfurin streymir fram. Allt var með kyrrum kjörum við gosið um miðjan daginn í gær, sem ætla verð- ur að þó hafi aðeins verið stund- arhlé. „Frá Hrauni sjáum við stund- um eldbjarma stíga upp á himininn, sem er mjög tignarlegt. Annars set- ur Festafjall eldgosið í hvarf, séð héðan frá Hrauni,“ segir Hörður. Kynnisferðir eru á degi hverjum með ferðir að gosstöðvunum og er lagt upp frá Reykjavík kl. 8.30 á virkum dögum, en kl. 13.00 um helg- ar. „Upplifun farþeganna er sterk, sumir segjast hafa þráð alla ævi að sjá eldgos og nú hafi sá draumur loksins orðið að veruleika,“ segir Flosi Kristjánsson leiðsögumaður sem var á gosstöðvunum í gær. Far- þegar dagsins voru alls 113 og til að ferja hópinn allan þurfti tvo 50 manna bíla og eina smárútu. Far- þega í þessum ferðum segir Flosi að stærstum hluta vera Bandaríkja- menn og Breta. Fólk frá Skandinav- íu og löndum Mið-Evrópu slæðist með. Slíkt haldist í hendur við stöðu heimsfaraldurs og sóttvarna. „Auðvitað er upplifun fólks mest og sterkust þegar gosvirkni er í stóra gígnum. Ef ekki, eins og núna, förum við í Meradali, þar sem ganga má að því vísu að sjá í glóð í hrauni. Slíkt orkar sterkt á farþegana, sem setja ekkert fyrir sig þriggja til fjög- urra stunda gönguferð,“ segir Flosi. Allt frá upphafi eldgossins við Fagradalsfjall þann 19. mars á þessu ári hafa björgunarsveitir haldið uppi varðstöðu og gæslu á svæðinu. Dregið hefur verið úr um- fangi hennar að undanförnu, því að- stæður og veður á gosstöðvunum hefur verið með ágætum, auk- inheldur hafa landverðir frá Um- hverfisstofnun staðið vaktina við gosið. Sjúkrabíll á svæðinu „Útköll á svæðið koma oft, því þarna ratar fólk í ýmsan vanda. Mörgum hefur strikað fótur og sum- ir hafa brotið sig og snúið. Stundum hafa líka komið upp skyndileg veik- indi, sem þarf að sinna. Því er sjúkrabíll á svæðinu alla daga svo hægt sé að bregðast skjótt við,“ seg- ir Otti Sigmarsson hjá Björg- unarsveitinni Þorbirni í Grindavík. Liðsmenn hennar hafa verið stíft á gosvaktinni, sem hefur raunar verið sinnt af björgunarsveitarfólki af öllu landinu. Þó verkefni þess á svæðinu séu fá núna telur Otti líklegt að sveitirnar þurfi í vaxandi mæli að koma inn á svæðið í haust, þegar allra veðra verður von og fjöldi fólks á svæðinu. Reynslan frá liðnum vetri sýni að öryggi á þessum slóð- um þurfi að tryggja vel. Upplifun fólks við gosið er sterk - Þúsundir manna að gosinu á hverjum degi - Bandaríkjamenn og Bretar áberandi - Mismikil virkni í gígnum - Sést í glóð - Mörgum skrikar fótur og björgunarsveitarfólk stendur vaktina Ljósmynd/Flosi Kristjánsson Gosslóðir Ferðamenn hér staddir við fjarskiptamastrið á Langahrygg, þaðan sem sést vel til eldgígsins en hraunið úr honum hefur fyllt nærliggjandi dal. Leiðsögumaður Flosi Kristjánsson á göngu í gær með Meradali í baksýn. Hörður Sigurðsson Otti Sigmarsson Þar sem Þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum var frestað í ár var tekin sú ákvörðun að brekkusöngurinn, sem hefð er fyrir að sé á sunnudags- kvöldi Þjóðhátíðar, yrði með raf- rænu formi og því streymt. Þá var seldur aðgangur að þriggja klukku- stunda dagskrá í rafrænu formi. Margir kaupendur hafa lýst yfir óánægju þar sem þeir lentu í vand- ræðum með að sjá streymið, eink- um í tölvu og símum. Svipaðar kvartanir mátt sjá á Facebook-síðu Helga Björns, sem var með tónleika frá Borginni á laugardagskvöld í streymi. Helgi vísaði í svörum sín- um til Símans. Þegar haft var sam- band við talsmann Símans í gær kannaðist hann ekki við tæknibil- anir, a.m.k. ekki af hálfu Símans. Sena sá um útsendingu frá brekkusöngnum í Eyjum. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri tónlistar- og viðburðasviðs hjá Senu live, segist skilja vel að um pirring sé að ræða hjá þeim sem upplifðu truflun á streyminu. Að sögn Ísleifs virðist sem vandræði hafi komið upp hjá fólki í kringum hálftíu- leytið, þegar horft var á beint streymi, en það hafi bara staðið yfir í 10-15 mínútur. Því var síðan kippt í lag og eftir það hafi allt verið í góðu lagi. „Til að halda því til haga að þá erum við að selja á milli átta til tíu þúsund miða og um fimmtán pró- sent af þeim eru í streymi, þannig að 85 prósent af fólkinu upplifðu engin vandræði. Svo getur fólk ver- ið að upplifa vandræði í streyminu sem að við höfum ekki stjórn á,“ sagði Ísleifur. Morgunblaðið/Óskar Pétur Herjólfsdalur Frá upphitun fyrir brekkusöng á sunnudagskvöld. Skilur vel að fólk hafi orðið pirrað - Tæknivandi í streymisútsendingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.