Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Bretar og Ír-
anar köll-
uðu í gær
á sendimenn
hvors annars og
lásu þeim pist-
ilinn. Bresk yf-
irvöld kölluðu á sendiherra
Írans í London til að mót-
mæla því sem þau, Banda-
ríkjamenn og útgerð olíu-
skipsins Mercer Street telja
hafa verið drónaárás á skipið
undan ströndum Óman, á
suðvesturhorni Arabíuskag-
ans. Í árásinni létu tveir lífið,
annar þeirra Breti, en skipið
er á vegum ísraelsks fyrir-
tækis og er talið að árásin sé
liður í hefndaraðgerðum Ír-
ana gagnvart Ísrael.
Íranar, sem segjast ekkert
kannast við að tengjast árás-
inni, svöruðu fyrir sig með
því að kalla sendimann Breta
í Tehran fyrir yfirvöld og
vara við aðgerðum gegn Íran.
Þessu fylgdu frekari orða-
skipti, meðal annars ummæli
frá Boris Johnson, forsætis-
ráðherra Breta, um að Íran
skyldi gjalda fyrir „óásætt-
anlega og svívirðilega árás“ á
skip undan ströndum Óman.
„Ég tel að Íran eigi að taka
afleiðingunum af því sem það
hefur gert,“ sagði hann í sam-
tali við blaðamenn og lagði
áherslu á að það væri „al-
gjörlega nauðsynlegt“ að Ír-
an virti frelsi til siglinga.
Haft var eftir bandarískum
yfirvöldum að „viðeigandi
viðbrögð“ yrðu sýnd við árás-
inni.
Ekki er víst að yfirvöld í
Íran, hvort sem það eru
klerkarnir sem öllu ráða eða
nýkjörinn forseti, harð-
línumaðurinn Ebrahim Raisi,
skjálfi á beinum vegna þess-
ara ummæla. Það er raunar
harla ólíklegt. Og það er full
ástæða til að hafa áhyggjur af
framhaldinu þegar nýr for-
seti fer að láta til sín taka
innan og utan Íran og fer að
láta reyna á styrk nýrrar
stjórnar í Ísrael, eins og
breska blaðið Telegraph
bendir á í leiðara sínum í gær
að Íran virðist staðráðið í að
gera.
Telegraph segir árásina á
olíuskipið ekki aðeins morð á
úthafinu að undirlagi ríkis,
heldur einnig ógn við sjó-
flutninga og þar með við öll
ríki heims. „Tehran má ekki
komast upp með að grafa
undan alþjóðaviðskiptum
með því að gera hryðjuverka-
árás á það sem á að vera opið
hafsvæði sem þátt í baráttu
til hliðar við stríðið í Sýr-
landi,“ segir í leið-
ara Telegraph.
Blaðið telur að
orðin ein dugi
ekki, íhuga þurfi
hvort senda eigi
sjóherinn á stað-
inn.
Þá er bent á að veikari af-
staða nýs forseta Bandaríkj-
anna til Írans en afstaða for-
verans, sem rifti skaðlegu
samkomulagi um kjarnorku
við Íran, hafi haft öfug áhrif
við það sem ætlunin hafi ver-
ið. Ætlunin var að fá Íran til
að láta af stuðningi við of-
beldi og hryðjuverk, en eins
og aðrir ógnvaldar hefur Íran
gengið á lagið þegar ríki
heims hafa gefið eftir.
Leiðari bandaríska blaðs-
ins The Wall Street Journal
er á svipuðum nótum, en
jafnvel enn meira afgerandi.
Þar er spurt hve marga löðr-
unga frá Íran Biden forseti
þurfi til að sjá að ekki sé
hægt að bæta hegðun Írans
með því að taka aftur upp
kjarnorkusamninginn frá
2015. Blaðið bendir á fleiri
dæmi um ofbeldi Írana að
undanförnu og nefnir að nýi
forsetinn sem er að taka við
þar í landi hafi sagt að end-
urnýjaður kjarnorkusamn-
ingur geti ekki falið í sér
nokkrar hömlur á aðgerðir
Írana á svæðinu. „Í stað þess
að gefa meira eftir ætti Biden
að hætta við samninga og
auka þvingunaraðgerðir,“
segir WSJ.
Íran hefur lengi fengið að
vaða uppi í Mið-Austur-
löndum og styðja þar við
hryðjuverkasamtök og ýta
undir margs konar ofbeldi.
Kjarnorkusamningurinn sem
Obama forseti stóð fyrir, og
Biden er þess vegna veikur
fyrir, var stórskaðlegur,
meðal annars vegna þess að
honum fylgdi að Íran fékk
fúlgur fjár í órekjanlegum
seðlum sem það gat beitt í
baráttu sinni á svæðinu.
Svo lengi sem elstu menn
muna hefur mikil ólga ríkt í
þessum heimshluta og þess
vegna er skiljanlegt að ríkur
vilji sé til að reyna að lægja
ólguna með samkomulagi.
Þegar fyrirsjáanlegt er, og
reynslan sýnir að auki, að sú
leið er ekki fær sem stendur,
þá þýðir ekkert að láta ósk-
hyggjuna ráða för. Stjórn-
völd í Íran hafa sýnt að á
meðan þau hafa burði til að
styðja við ofbeldi á svæðinu
munu þau gera það. Þeir sem
styðja frið á svæðinu verða að
taka það með í reikninginn.
Friðþægingarstefna
og kurteisleg
skammaryrði duga
ekki gagnvart Íran}
Orðin tóm
T
il hamingju með daginn þinn,“
syngja vinir mínir og nánustu
vandamenn og knúsa mig þrátt
fyrir Covid eins metra regluna og
grímuskylduna. Ég hugsa; það er
gott að eiga afmæli. Lífið er ómetanlegt og
yndislegt að fá að eldast ef heilsan stendur
með manni.
Það er gott að vera til fyrir flesta þá sem fá
að njóta þeirra forréttinda að búa á eyjunni
okkar fögru. Ég nudda stírurnar úr augunum,
er alltaf jafn hissa á því sem mætir mér í
speglinum. Er þetta ég? Hvernig stendur á
þessum gráu hárum þegar mér finnst ég ný-
fermd. Það er broslegt hvernig umbúðirnar
breytast í algjöru taktleysi við eigið sjálf.
Kannski er ég háfleyg núna fyrir suma, en það er allt í
lagi. Við erum ekki öll eins, sem betur fer.
Í kolli mínum syngja þau Raggi Bjarna heitinn og Lay
Low hið ómetanlega fallega „Þannig týnist tíminn.“ Það
var okkar frábæri listamaður Bjartmar Guðlaugsson
sem samdi bæði lag og texta. Og í stað þess að þreyta
ykkur með pólitík vil ég nú þegar sumarið stendur sem
hæst senda ykkur öllum þetta fallega ljóð. Lesið með
bjartsýni, brosi og kærleika að leiðarljósi. Það er mín
einlæga og staðfasta trú að okkur muni þrátt fyrir allt
argaþras farnast vel sem ein stór fjölskylda sem erum
hér saman komin til að vernda og vera góð hvert við ann-
að.
Líkt og ástarljóð sem enginn fékk að njóta
Eins og gulnað blað sem geymir óræð orð
Eins og gömul hefð sem búið er að brjóta
Þar er ég, þar ert þú, þar er allt það sem
ástin okkur gaf
Þannig týnist tíminn þó hann birtist við og
við
Líkt og sumarást sem aldrei náði að
blómstra
Líkt og tregatár sem geymir falleg bros
Þarna er gömul mynd sem sýnir glaðar
stundir
Þar er ég, þar ert þú, þar er allt það sem
ástin okkur gaf
Þannig týnist tíminn þó hann birtist við og
við
Líkt og mynd sem bjó í vonarlandi þínu
Eins og æskuþrá sem lifnar við og við
Býr þar sektarkennd sem að ennþá nær að særa
Þar er ég, þar ert þú, þar er allt það sem ástin okkur
gaf
Þannig týnist tíminn þó hann birtist við og við
Við eigum aðeins eitt líf. Látum það vera til gæfu eins
og við best getum. Hendum fordómum, vanþekkingu og
leiðindum út um gluggann. Við eigum ekki að gefa neinu
slíku eina einustu mínútu af okkar dýrmæta tíma. Af-
mælisdagarnir hrannast upp á ljóshraða. Sumir eiga erf-
itt á meðan öðrum líður vel. Þegar upp er staðið þá erum
við öll samferða.
Inga Sæland
Pistill
Ég á afmæli í dag
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þ
ess var minnst í sl. viku að
sjötíu ár voru liðin frá því
að Flóttamannasáttmáli
Sameinuðu þjóðanna var
samþykktur, árið 1951. Umrætt
plagg er stofnsáttmáli Flótta-
mannastofnunar SÞ sem sett var á
laggirnar í kjölfar seinni heimsstyrj-
aldarinnar, ári á undan sjálfum stofn-
sáttmálanum, árið 1950. Starfsemi
samtakanna er víðtæk og aðstoð við
flóttafólk er þar veigamikill þáttur.
Veruleikinn endurspeglast vel í því að
árið 2020 er einn af hverjum 95 jarð-
arbúum á flótta en áratug fyrr, 2010,
eitt af hverjum 159 mannsbörnum
sem eiga sér dvalarstað á Hótel Jörð,
eins og skáldið Tómas Guðmundsson
kallaði heimkynni okkar.
Vandamálin haldast í hendur
„Fólki á flótta fjölgar stöðugt á
heimsvísu og því verður alþjóða-
samfélagið að bregðast við. Þetta er
eitt af stærstu úrlausnarefnum
heimsins í dag og helst í hendur við til
dæmis stríð, hlýnun andrúmsloftsins,
hungur og jarðvegseyðingu,“ segir
Saga Emelía Sigurðardóttir, kynn-
ingarfulltrúi Félags Sameinuðu þjóð-
anna á Íslandi.
Á árinu 2020 voru um 82,4 millj-
ónir fólks á flótta. Þarna teljast með
26,4 milljónir flóttamanna sem sótt-
ust eftir alþjóðlegri vernd, auk 48
milljóna sem voru flytjendur innan
landamæra í heimalandi sínu. Rúm-
lega 250 þúsund manns gátu snúið
aftur til upprunalands síns á síðasta
ári og hafa sjaldan verið færri síðasta
áratuginn. „Fólk á flótta mætir
hindrunum í heimalöndum sínum.
Þar kemur til félagslegur óstöðug-
leiki, grunnþjónustu vantar og tæki-
færi svo fólk geti framfleytt sér,“ seg-
ir Saga.
Margir flýja Sýrland
Borgarastríð í Sýrlandi síðasta
áratug hefur hrakið 13,5 milljónir
fólks þar í landi á flótta. Skiptist sá
hópur því sem næst í tvennt; það er
fólk sem hefur farið út fyrir landa-
mæri og hinir sem eru innanlands á
flótta. Rúmlega 2/3 flóttamanna í
heiminum öllum sem flýja frá heima-
landi sínu koma frá aðeins fimm ríkj-
um. Flóttamenn frá Sýrlandi voru við
árslok 2020 um 6,7 milljónir, en hinir,
6,8 milljónir í heildartölu flóttamanna
í Sýrlandi, eru taldir vera á flótta inn-
anlands. Þá voru 3,9 milljónir Vene-
súelabúa við lok árs 2020 sem þurftu
að flýja frá heimalandi sínu. Í árslok
2020 töldust flóttamenn frá Afganist-
an 2,6 milljónir, 2,2 milljónir flótta-
manna frá Suður-Súdan og 1,1 millj-
ón manna hafa flúið frá Mjanmar. -
Þá sýna nýjustu spár Flóttamanna-
stofnunar SÞ að næstum ein milljón
barna fæddist sem flóttamenn 2018-
2020. Um 21 þúsund þeirra eru fylgd-
arlaus eða aðskilin foreldrum sínum.
Þá eru nú um 3,7 milljónir flótta-
manna í Tyrklandi, sem er helsta
gistiríki og samfélag flóttamanna í
heiminum.
Fátækum fjölgar
Spár Alþjóðabankans gera ráð
fyrir að vegna Covid-19 muni fólki
sem glímir við fátækt, sem kallast
gæti örbirgð, fjölga mjög á næstu ár-
um. Á síðasta ári voru um 120 millj-
ónir manna í þeirri stöðu, en verði
verulega fleiri á næstu árum. Fátækt
leiðir oft til flótta, rétt eins og lofts-
lagsbreytingar. „Flóttamönnum í
heiminum er nú að fjölga níunda árið
í röð,“ segir Saga. „Aðeins er tíma-
spursmál hvenær fjöldi fer yfir 100
milljónir manna. Slíkt staðfestir þá
hve brýnum viðfangsefnum alþjóða-
samfélagið, þar á meðal Sameinuðu
þjóðirnar, vinnur að eins og endur-
speglast í heimsmarkmiðum
þeirra um sjálfbæra þróun.“
Flóttafólki fjölgar
stöðugt á heimsvísu
Hlutverk Félags Sameinuðu
þjóðanna á Íslandi er fyrst og
fremst að miðla upplýsingum
og fróðleik um starf Sameinuðu
þjóðanna (SÞ), sem stofnuð
voru fljótlega eftir síðari heims-
styrjöld. Einn megintilgangur
starfs SÞ er að standa vörð um
heimsfrið. Á umliðnum áratug-
um hefur SÞ gegnt lykilhlut-
verki við að afstýra ógnum og
leysa átök og deilur víða.
„Öll heimsmarkmiðin, 17 að
tölu hafa sterka skírskotun inn í
íslenskar aðstæður. Mig langar
að nefna sérstaklega heims-
markmið 9 um nýsköpun og
uppbyggingu og markmið núm-
er 10 er víkur að auknum
jöfnuði sem bæði tala
sterkt inn í veru-
leikann á Íslandi,“
segir Saga Emelía að
lokum.
Markmið og
skírskotun
FÉLAG SÞ Á ÍSLANDI
Saga Emilía
Sigurðardóttir
AFP
Flótti Upplausnarástand ríkir í Suður-Súdan og mikill fjöldi fólks hefst
við í flóttamannabúðum, sem eru aðeins tjaldborg með fátæklegri aðstöðu.