Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021 Nú hefur elsku mamma kvatt þenn- an heim, lítil kona en samt svo stór, náttúruunnandi, dýravinur, flink í höndunum, með græna fingur og fróð um marga hluti. Hverj- um hefði dottið í hug að kona sem hætti við að verða kennari af því hún taldi sig ekki hafa næga þolinmæði og var alls ekki fyrir að passa börn ætti svo sjálf eftir að eignast níu börn? Þar hlýtur oft að hafa reynt á þolinmæðina. En á móti var oft líf og fjör í kringum hana sem henni fannst ekki leiðinlegt. Því þótt hún væri dálítið ströng, setti stundum í brýnnar og væri oft tuðandi að áliti okkar krakkanna, þá var hún húmoristi, hafði gaman af að hitta fólk, spjalla og grínast. Margs er að minnast gegnum tíðina og margs að sakna. Þótt okkur hafi nú stundum greint á um hlutina, elsku mamma, þá eru það góðu og skemmtilegu stundirnar sem sitja efst í minn- ingabankanum. Hvað þú varst yfirleitt tilbúin að hjálpa, styðja mann áfram í því sem maður var að gera og fórna þínu þegar á reyndi. Stundum var það líka beggja hagur. Það eru t.d. ekki allir sem hafa haft garðálf eins og ég sem sá oft um að prikla sumarblómin, planta út, reyta arfa og illgresi og vökva í gróð- urhúsinu. Ungum nágrönnum fannst merkilegt þegar þú sagðir þeim að þú værir garðálfurinn hennar Helgu og spurðu mig stundum hvar garðálfurinn væri. En á móti fékkst þú útrás fyrir garðrækt, plöntuáhuga og úti- veru. Svo eru það reiðtúrarnir okk- ar. Ég man hvað þú hafðir áhyggjur og fannst ég ekki tolla nógu vel á hrossinu fyrsta skipti sem við fórum ríðandi saman í réttirnar. Þú vön að ríða berbakt sem barn og unglingur og ekkert mál, ég greinilega ekki eins flink. Reiðmennskan lagaðist nú samt og áttum við marga góða spretti saman gegnum tíðina sem sitja í minningunni, ekki síst þú og Jarpur saman. Að bjóða þér í bíltúr og hafa þig sem ferðafélaga veitti líka margar ánægjustundir. Að fara af stað með tjald og nesti, plana jafnóðum, panta jafnvel eina sveitagistingu einhvers staðar á Hafdís Steingrímsdóttir ✝ Hafdís Stein- grímsdóttir fæddist 7. janúar 1945. Hún lést 19. nóvember 2021. Útför Hafdísar fór fram 26. júlí 2021. leiðinni. Að fara smá hringi og útúr- dúra og alltaf varstu til í ævintýri, taka sénsinn með alls konar vegar- slóða ef von var á einhverju fallegu eða merkilegu að skoða. Jafnvel þótt fararskjótinn væri nú stundum í minni kantinum og ekki beint ætlaður fyrir þessa slóða. Margt fleira væri hægt að tína úr minningabankanum en læt ég hér staðar numið. Hafðu þökk fyrir allt og allt og hvíl í friði, elsku mamma mín. Þín elskandi Helga. Það var spenna í okkur stelp- unum 38 sem hittumst haustið 1962 á Húsmæðraskólanum á Laugarvatni og var Dísa okkar, sem við kveðjum í dag, ein af hópnum. Áttum við eftir að eiga góðar og glaðar stundir við nám og alls kyns afþreyingu. Ég und- irrituð var svo heppin að lenda með henni í númeri og var alltaf glatt á hjalla í frænku-númerinu. Þegar skóla lauk dreifðumst við vítt og breitt um landið og stofn- uðum okkar fjölskyldur en við héldum hópinn og hittumst fyrst um sinn á fimm ára fresti en síð- ar meir vor og haust. Farið var í ferðir að Laugarvatni, í Stykkis- hólm, Akranes, Vestmannaeyjar og til Danmerkur fórum við nokkrar í ógleymanlega ferð. Dísa naut sín vel í þessum ferð- um, hún var góður félagi, alltaf jákvæð og hláturmild. Hún var bóndakona og átti fullt af mann- vænlegum börnum sem hún var stolt af. Eftir að hún flutti á Sel- foss hittumst við oftar og leit hún oft inn hjá okkur hjónum í Veiði- sporti á göngu sinni um bæinn. Hún fór alltaf gangandi í versl- unarferðir, bar svo vörurnar heim í bakpoka, þvílíkur dugnað- arforkur sem hún var. Ég kom stundum við hjá henni í sjúkra- húslegunni og áttum við gott spjall saman um liðna tíð. Alltaf var hún þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert og aldrei heyrði ég hana kvarta. Við skóla- systur hennar munum sakna hennar Dísu okkar og kveðjum hana með virðingu og þakklæti og vitum að hún á góða heim- komu í blómabrekkuna. Börnum hennar og fjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Guð styrki ykkur. Fyrir hönd skólasystranna á Húsó veturinn 1962-1963, Hrefna. ✝ Hannes Guðni Jónsson fæddist á Eskifirði 4. sept- ember 1927. Hann lést á Hrafnistu Sléttuvegi 24. júlí 2021. Foreldrar hans voru Jón Valdi- marsson kennari, f. 4. maí 1891, d. 11. september 1946, og Herdís Kristín Pét- ursdóttir, f. 18. desember 1892, d. 4. febrúar 1946. Hannes var næstyngstur í systkinahópnum. Systkini hans voru: Garðar Pét- ur, f. 19. febrúar 1920, d. 10. mars 2002, Valdimar Ragnar, f. 28. febrúar 1922, d. 9. janúar 2008, Guðbjörg, f. 15. maí 1924, d. 6. september 2020, og Sigmar Grétar, f. 20. febrúar 1929, d. 21. ágúst 2010. Árið 1937 flutti eiga tvö börn, Patrek Leó og Steinunni Birnu. 2) Guðný, f. 1955. Maki Baldur Gylfason, f. 1954. Börn: Hannes Þór, f. 1974. Maki Berglind Björk, f. 1977. Þau eiga þrjú börn, Baldur Rökkva, Halldór Hvannar og Herdísi Lóu. Elín Ósk, f. 1979. Maki Pétur Bjarni, f. 1978. Þau eiga fjögur börn, Matthías Guðna, Guðnýju Rán, Jóhannes Má og Jökul Örn. María, f. 1981. 3) Herdís, f. 1958. Börn: Ragn- heiður Hlíf Yngvadóttir, f. 1975. Hún á eitt barn, Viktor Örn. Atli Már Yngvason, f. 1982. Hannes lauk námi frá Loft- skeytaskólanum 1946 og hóf störf hjá Landsíma Íslands á Rjúpnahæð þar sem hann vann allar götur síðan, síðustu árin sem stöðvarstjóri. Útför Hannesar fer fram í Lindakirkju í dag, 3. ágúst 2021, klukkan 15. Streymt verð- ur frá útförinni. Slóð á streym- ið: https://lindakirkja.is/utfarir/. Virkan hlekk á streymið má finna á: https://mbl.is/andlat/. fjölskyldan frá Eskifirði til Reykja- víkur þar sem Jón tók við kennara- stöðu í Miðbæjar- barnaskólanum. Eiginkona Hann- esar var Ragnheið- ur Björnsdóttir hjúkrunar- fræðingur, f. 29. október 1929, d. 16. ágúst 2020. For- eldrar hennar voru: Björn Jóns- son skólastjóri og Margrét Jó- hannesdóttir. Hannes og Ragnheiður bjuggu lengst af í Lyngbrekku 17 í Kópavogi. Dætur þeirra eru þrjár: 1) Margrét Birna, f. 1952. Maki Sigurður Jónsson, f. 1953. Börn: Björn Óðinn, f. 1975, Eyrún, f. 1979, og Stella Rögn, f. 1984. Maki Unnar Darri, f. 1984. Þau Tengdafaðir minn er látinn. Mér er eftirminnilegt þegar ég hitti hann fyrst stuttu eftir að ég kynntist dóttur hans. Þegar ég hringdi dyrabjöllunni í Lyng- brekku 17 í því skyni að hitta stúlkuna var fljótlega opnað og í dyrunum stóð reffilegur karl í kjólfötum. Mér brá í brún en karl heilsaði mér alúðlega, sagð- ist vera í Frímúrarareglunni og á leið á fund. Frá upphafi urðu okkar samskipti afskaplega góð. Alla tíð stóð heimili Hannesar og Stellu opið öllu þeirra fólki sem á þurfti að halda. Er við hjónin fetuðum leiðina til sjálf- stæðis fylgdist Hannes vel með og stuðningur og góð ráð voru okkur mikils virði. Það var tengdaforeldrum mínum nokk- urt áfall er við fluttum austur á Kirkjubæ í Hróarstungu. Þau studdu okkur samt mikið í þessu brölti okkar og voru dugleg að heimsækja okkur og dvöldu þá gjarnan hjá okkur í nokkra daga. Það var glatt á hjalla hjá börnunum þegar afi og amma voru í heimsókn. Árin liðu og börnin uxu úr grasi og þá var gott að geta leitað til afa og ömmu í Lyngbrekku um hús- næði til að fara í framhaldsnám. Þegar við svo fluttum aftur suð- ur urðu tengdaforeldrar mínir fegnir að hafa allar dæturnar sínar innan seilingar. Þótt árin færðust yfir fannst tengdapabba gaman að fylgjast með sínu fólki, ekki síður næstu kynslóðum. Marga stundina var setið í eldhúsinu í Ofanleitinu og síðar Hæðargarði og málin rædd, og bar þá margt á góma. Heilsunni hrakaði smám sam- an hjá tengdaforeldrum mínum og Stella lést á Hrafnistu við Sléttuveg 16. ágúst 2020. Hann- es bar sig samt furðu vel, fór í gönguferðir eins og heilsa og veður leyfði, einnig fórum við saman í bíltúra um borgina og ekki síður út á land og höfðum við báðir gaman af. Hannes fylgdi henni Stellu sinni eftir hinn 24. júlí síðastlið- inn. Vertu sæll tengdafaðir minn og vinur. Sigurður (Siggi). Margar minningar hafa farið í gegnum hugann síðustu daga. Minningar um afa að segja sög- ur, m.a. af Gretti, litlu gulu hænunni og sjálfum sér. Síðustu ár hafa það helst verið sögur úr lífi afa og það var gaman að sjá hvað það lifnaði yfir honum þeg- ar hann rifjaði upp gamla tíma. Ein sterkasta minning okkar af afa er þegar við fengum að gista hjá honum og ömmu en þá lagð- ist hann alltaf hjá okkur og strauk yfir augnlokin þar til við sofnuðum. Afi vildi allt gera fyrir fólkið sitt og var svo stoltur af okkur öllum. Hann var okkar helsti stuðningsmaður og hafði sér- staklega gaman af því ef ein- hver stóð í framkvæmdum og vildi þá fá að heyra allt um mál- ið. Hann gafst aldrei upp og með ótrúlegum dugnaði náði hann sér eftir hver veikindin á fætur öðrum. Hann bætti þol og þrek þrátt fyrir ýmsa kvilla, gerði allt sem hann gat til þess að halda í heilsuna og hélt alltaf í já- kvæðnina og lífsgleðina. Við erum svo óendanlega þakklátar fyrir afa, stuðninginn sem hann veitti okkur og allar minningarnar sem við eigum um þennan góða mann. Veröld okk- ar er betri vegna hans og tóma- rúmið sem hann skilur eftir er ekki hægt að fylla. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Við söknum þín elsku besti afi okkar. Hvíldu í friði. Elín og María. Elsku besti afi. Þú sem hefur alltaf fylgt mér í lífinu og kennt mér svo margt. Stutt mig áfram, sýnt mér áhuga og sagt mér sögur. Það var gott að fá að vinna með þér á sumrin á Rjúpnahæð þar sem þú varst stöðvarstjóri. Þú varst svo já- kvæður og ávallt til staðar fyrir fjölskylduna. Þegar við vorum að standsetja fyrsta húsið okkar á Þórsgötu komst þú oft að hjálpa og hamast með okkur þótt þú værir þá þegar löngu kominn á eftirlaun. Ég minnist þess líka hvað við fórum oft í sund þegar ég var lítill og hvað það var merkilegt að vera í gufu með körlunum og hlusta á ykk- ur tala saman. Þegar ég fékk að gista fórum við labbandi í bak- arí að kaupa vínarbrauð og færðum ömmu í rúmið. Þið amma hjálpuðuð mér einnig oft með námið sem gat reynst mér strembið með lesblinduna að þvælast fyrir mér. Ég vildi að ég hefði getað eytt meiri tíma með þér í gegnum ævina. Mér fannst þú vera eilífur og að það lægi ekkert á. Þótt þú hefðir náð háum aldri hrakaði heils- unni hratt undir lokin og ég var ekki undirbúinn þegar á hólm- inn var komið. Hvíldu í friði eft- ir þessa fallegu jarðvist. Hannes Þór Baldursson. Hinn 24. júlí, tæpu ári eftir að amma lagði í sína hinstu för, fylgdi afi á eftir. Það hafa ef- laust verið fagnaðarfundir en það er huggun harmi gegn að vita af þeim saman á ný og vaka þau eflaust yfir okkur sem eftir sitjum. Elsku afi, þú varst kletturinn í lífi okkar allra, svo langt sem munað verður. Þú varst okkur alltaf svo góð- ur. Alltaf umhyggjusamur. Alltaf glaðvær og stutt í bros- ið. Alltaf þolinmóður. Alltaf hjartahlýr. Alltaf barngóður. Þú þurftir aldrei að hækka róminn til að leysa deilur barna- barna sem lenti saman. Alltaf stóð heimili ykkar ömmu okkur opið. Alltaf til staðar. Alltaf í okkar liði. Alltaf til fyrirmyndar. Alltaf varst þú brunnur visku og þekkingar og alltaf gaman að hlusta á sögurnar þínar, hvort sem þær snerust um æskuár þín og Grétars eða hetjur Íslend- ingasagnanna. Eins mikið og við munum sakna þín og ömmu, þá erum við þakklát fyrir hvað við fengum langan tíma með ykkur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Minningin um þig mun lifa með okkur, alltaf. Björn Óðinn, Eyrún og Stella Rögn. Ó hvað það er erfitt að missa þig elsku langafi minn, en ég veit að þú ert kominn á betri stað og ert hjá langömmu núna. Takk fyrir allar stundirnar og tímana sem við höfum átt sam- an. Þú hefur alltaf verið svo góður við mig og alla aðra í kringum þig. Við elskuðum báð- ir að hlusta á sögur hvor hjá öðrum og hefðum getað setið klukkutímum saman bara að tala um hitt og þetta. Ef mig vantaði að spyrja um eitthvað var alltaf hægt að hringja í þig og þú hafðir svör við öllu. Þú kenndir mér svo margt og hvattir mig þegar þess þurfti og varst alltaf til staðar fyrir mig. Þú varst umhyggjusamur og þótti vænt um alla. Þú hefur alltaf verið mín fyrirmynd og verður það alltaf enda besta fyr- irmynd sem nokkur maður get- ur hugsað sér. En þó að þú vær- ir langafi minn varstu líka besti vinur minn. Við heyrðumst í síma nánast hvern einasta dag og ég sakna þeirra símtala mik- ið. Stundir okkar saman eru mjög dýrmætar og mun minn- ing mín um þig fylgja mér að ei- lífu. Mér þykir svo vænt um minninguna þegar við vorum að kveðja langömmu og þú settir ennið þitt upp að mínu og sagðir „við stöndum alltaf saman“ og það gerðum við. Takk fyrir alla ástina, kær- leikann, tímann og minningarn- ar sem þú gafst mér. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Viktor Örn. Ég kynntist Hannesi, nafna og afa mannsins míns, fyrst í ár- legu þorrablóti fjölskyldunnar í Lyngbrekku fyrir aldarfjórð- ungi. Ég var ansi taugaóstyrk enda verið að kynna mig fyrir stórfjölskyldunni í fyrsta sinn en það var algjör óþarfi því þau tóku mér opnum örmum og þá sérstaklega Hannes með sínu fallega brosi. Það geislaði svo- leiðis af honum hlýjan og kætin enda var hann ávallt í essinu sínu þegar fjölskyldan kom saman. Og það var aldeilis sem þau komu saman. Eftir hóp- sönginn í þorrablótinu leið ekki á löngu þar til ég var orðin fastagestur í laufabrauðsgerð, jólaboðum, nýárskaffi, þrett- ándakaffi, bollukaffi, páskaboð- um, sumarkaffi og afmælis- veislum með sérortum vísum og ég veit ekki hvað og hvað. Fólk- inu í þessari fjölskyldu finnst greinilega gaman að umgangast hvert annað og hittist ekki að- eins af skyldurækni heldur ást, umhyggju og náinni vináttu. Þau hafa gaman af félagsskap hvert annars og eru einstaklega uppátækjasöm og skapandi í því að gleðja fjölskyldumeðlimi við hátíðleg tilefni. Hannes var vissulega höfuð og hornsteinn fjölskyldunnar. Með góðvild sinni og einlægum áhuga á af- drifum afkomenda sinna náði hann að skapa þetta kærleiks- ríka umhverfi sem heldur í hefð- irnar og tekur hverri nýrri við- bót fagnandi. Þótt fjölskyldan hittist í dag af sorglegu tilefni til þess að kveðja Hannes veit ég að andi hans mun svífa yfir vötnum og gera útfararathöfn- ina og erfidrykkjuna hlýlega og jafnvel skemmtilega. Hannesar verður sárt saknað en arfleifð hans lifir áfram í gegnum fólkið hans. Berglind Björk Halldórsdóttir. Hannes Guðni Jónsson HINSTA KVEÐJA Langafi var alltaf svo glaður, hress og í stuði. Það var mjög notalegt að koma í heimsókn til hans og lang- ömmu, borða köku og spjalla um lífið. Hann vissi svo mikið um ótrúlegustu hluti og mannkynssöguna, gaf okkur góð ráð, var gjaf- mildur og alltaf til staðar fyrir okkur. Það var frá- bært að sjá hann með rauða hattinn sinn, dansandi með okkur í 90 ára afmælisveisl- unni sinni fyrir nokkrum árum. Nú er hann farinn að dansa við langömmu í guðs- ríki. Baldur Rökkvi, Halldór Hvannar og Herdís Lóa. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.