Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021 Svíþjóð Gautaborg – Norrköping ....................... 1:2 - Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn með Gautaborg. - Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Norrköping og Ísak B. Jóhannesson fyrstu 87 mínúturnar. Jóhannes Kristinn Bjarna- son var ekki í hópnum. Östersund – Hammarby ......................... 1:1 - Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Hammarby. Djurgården – Häcken ............................. 2:1 - Oskar Tor Sverrisson kom inn á sem varamaður á 76. mínútu og Valgeir Lund- dal Friðriksson á 86. mínútu hjá Häcken. Sirius – Örebro ........................................ 1:2 - Aron Bjarnason lék ekki með Sirius vegna meiðsla. Staða efstu liða: Djurgården 13 9 3 1 24:8 30 Malmö 13 9 2 2 31:16 29 AIK 13 7 3 3 17:12 24 Elfsborg 13 7 2 4 19:13 23 Hammarby 13 6 4 3 25:17 22 Norrköping 13 6 2 5 17:13 20 Kalmar 13 4 5 4 12:14 17 B-deild: Sundsvall – Brage.................................... 3:3 - Bjarni Mark Antonsson var ekki í leik- mannahóp Brage. Trelleborg – Helsingborg ...................... 2:0 - Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Helsingborg. Frakkland B-deild: Nimes – Dijon........................................... 2:1 - Elías Már Ómarsson lék fyrstu 65 mín- úturnar með Nimes. KNATTSPYRNA Ólympíuleikar Konur, A-riðill: Angóla – Japan ..................................... 28:25 Svartfjallaland – Suður-Kórea............ 28:26 Noregur – Holland .............................. 29:27 Noregur – Japan.................................. 37:25 - Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg. Suður-Kórea – Angóla ......................... 31:31 Holland – Svartfjallaland .................... 30:29 _ Lokastaðan: Noregur 10, Holland 8, Svartfjallaland 4, Suður-Kórea 3, Angóla 3, Japan 2. Konur, B-riðill: Rússland – Frakkland ......................... 28:27 Brasilía – Svíþjóð.................................. 31:34 Ungverjaland – Spánn ......................... 29:25 Frakkland – Brasilía ............................ 29:22 Spánn – Rússland................................. 31:34 Ungverjaland – Svíþjóð ....................... 26:23 _ Lokastaðan: Svíþjóð 7, Rússland 7, Frakkland 5, Ungverjaland 4, Spánn 4, Brasilía 3. Karlar, A-riðill: Þýskaland – Brasilía ............................29:25 - Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland. Spánn – Argentína ............................... 36:27 Noregur – Frakkland........................... 32:29 _ Lokastaðan: Frakkland 8, Spánn 8, Þýskaland 6, Noregur 6, Brasilía 2, Argent- ína 0. Karlar, B-riðill: Portúgal – Japan ................................. 30:31 - Dagur Sigurðsson þjálfar Japan. Egyptaland – Barein........................... 30:20 - Aron Kristjánsson þjálfar Barein. Danmörk – Svíþjóð............................... 30:33 _ Lokastaðan: Danmörk 8, Egyptaland 8, Svíþjóð 8, Barein 2, Portúgal 2, Japan 2. HANDBOLTI KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Greifavöllur: KA – Keflavík...................... 18 Würth-völlur: Fylkir – Leiknir R ....... 19.15 Í KVÖLD! ÓLYMPÍULEIKAR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Á Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan í ár eru íslenskir þjálfarar fleiri en íslenskir keppendur og hefur þeim flestum gengið vel og sumum frá- bærlega. Einn þeirra hefur þegar stýrt lærisveinum sínum til ólymp- íugulls og -silfurs og annar stefnir ótrauður á að stýra liði sínu til ann- ars gulls. Vésteinn Hafsteinsson varð á ferli sínum margfaldur Íslands- meistari í kringlukasti og keppti á fernum Ólympíuleikum. Hann er þjálfari Svíanna Daniels Ståhl og Simons Pettersson, sem enduðu í efstu tveimur sætunum í úrslitum kringlukasts karla á leikunum á laugardag. Ståhl vann gullið og Pet- tersson tók silfrið. Vésteinn hefur áður þjálfað kringlukastara sem hefur unnið til verðlauna á Ólymp- íuleikum. Undir leiðsögn hans vann Eistinn Gerd Kanter gull á leik- unum í Peking árið 2008 og brons á leikunum í Lundúnum árið 2012. Þá vann Daninn Joachim Olsen til silf- urverðlauna í kúluvarpi á leikunum í Aþenu árið 2004 undir handleiðslu Vésteins. Þórir Hergeirsson hefur þjálfað norska kvennalandsliðið í hand- knattleik í rúm 12 ár. Á þeim tíma hefur liðið unnið allt sem hægt er að vinna, þar á meðal ólympíugull á leikunum árið 2012. Brons var nið- urstaðan í Ríó de Janeiro í Brasilíu á leikunum árið 2016 en í ár stefna þær norsku ótrauðar á að næla í sitt þriðja gull í sögunni og annað undir stjórn Þóris. Norska liðið virðist óstöðvandi og vann alla fimm leiki sína í A- riðlinum. Í fjórðungsúrslitunum mætir Noregur Ungverjalandi og ætti liðið sannarlega að vera sterk- ari aðilinn þar, enda ansi sigur- stranglegt í keppninni. Tveir í fjórðungsúrslitum karla Þrír íslenskir þjálfarar mættu til keppni með lið sín í handknattleik karla og hafa allir staðið sig með sæmd. Þýskaland, undir stjórn Al- freðs Gíslasonar, er komið í fjórð- ungsúrslitin eftir að hafa hafnað í þriðja sæti í A-riðlinum með þrjá sigra í fimm leikjum. Þjóðverjar mæta Egyptalandi í fjórðungsúrslitunum í hádeginu í dag þar sem búast má við hörku- leik. Í B-riðlinum stuðlaði íslensk sam- vinna að því að Barein, undir stjórn Arons Kristjánssonar, komst óvænt í fjórðungsúrslitin á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Barein vann aðeins einn af fimm leikjum sínum en eini sigurinn, 32:30 kom gegn Japan, sem Dagur Sigurðsson þjálfar. Þar sem Barein tapaði naumlega, 25:26, fyrir Portúgal voru bæði lið komin með tvö stig fyrir loka- umferðina og Japan gat einnig jafn- að þau að stigum með sigri gegn Portúgal í henni. Skemmst er að segja frá því að Japan gerði það en aðeins með einu marki, 31:30. Lærisveinar Arons í Barein kom- ust þar með í fjórðungsúrslitin á bestum árangri í innbyrðis viður- eignum milli liðanna þriggja. Læri- sveinar Dags voru afar nálægt því að taka sjálfir síðasta sætið í úrslit- unum en hefðu þurft að skora tvö mörk til viðbótar gegn Portúgal og árangur heimamanna því prýði- legur á heildina litið. Barein mætti Frakklandi í fjórð- ungsúrslitunum í nótt eftir að blaðið fór í prentun en leiða má að því lík- um að þar hafi lærisveinar Arons mætt ofjörlum sínum, þótt liðið geti sannarlega spilað vel á góðum degi. Þjálfurunum gengur vel - Eitt gull þegar í höfn - Annað í kortunum? AFP Sigursæll Þórir Hergeirsson segir norska liðinu til á leikunum í Tókýó. Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson bar sigur úr býtum í Einvíginu á Nesinu eftir baráttu við Ragnhildi Kristins- dóttur á lokaholunni. Á meðal þekktra kylfinga sem tóku þátt á mótinu voru Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Birgir Leifur Haf- þórsson, Haraldur Franklín Magn- ús og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir ásamt áðurnefndum Guðmundi Ágústi og Ragnhildi. Spilað var til styrktar Barna- og unglingageð- deild Landsspítalans sem fékk eina milljón króna í lok mótsins. Guðmundur vann Einvígið á Nesinu Morgunblaðið/Sigurður Unnar Meistari Guðmundur Ágúst fagnaði sigri í Einvíginu á Nesinu í gær. Jamaíkinn Elaine Thompson-Herah sló 33 ára gamalt ólympíumet Bandaríkjakonunnar Florence Griffith Joyner er hún hljóp 100 metra á 10,61 sekúndu og nældi sér í gullverðlaun í greininni á Ólymp- íuleikunum í Tókýó á laugardaginn var. Jamaíkakonur röðuðu sér í öll efstu þrjú sætin. Ítalinn Lamon Jacobs vann óvænt í karlaflokki er hann hljóp á 9,80 sekúndum og setti í leiðinni nýtt Evrópumet. Fred Kerle frá Banda- ríkjunum varð annar og Andre de Gresse frá Kanada þriðji. Metin féllu í 100 metra hlaupum AFP Meistari Elaine Thompson-Herah er sprettharðasta kona heims. Bandaríska fimleikastjarnan Sim- one Biles mun taka þátt í úrslitum kvenna á jafnvægisslá á Ólympíu- leikunum í Tókýó í dag. Biles hafði dregið sig úr keppni í golfæfingum, stökki og tvíslá til að einbeita sér að geðheilsu sinni. Þá dró hún sig einnig úr keppni í liða- keppninni og fjölþraut. Biles var ólík sjálfri sér og átti ekki sinn besta dag á fyrsta degi fimleikakeppninnar. Hún dró sig úr keppni í kjölfarið vegna andlegra veikinda. Hin 24 ára gamla Biles vann fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og ein bronsverðlaun. Hún er að mörgum talin ein besta íþróttakona allra tíma en hún hefur unnið 19 gullverðlaun á heims- meistaramótum. Biles hefur enn ekki unnið ól- ympíugull á jafnvægisslá, því hún hafnaði í þriðja sæti í greininni í Ríó. Hún fær verðuga samkeppni þar sem Sunisa Lee, sem vann gull í fjölþraut í Tókýó, keppir einnig á jafnvægisslá. AFP Endurkoma Simone Biles snýr aftur á Ólympíuleikunum í Tókýó. Sú besta mætir aftur til leiks í Tókýó Handknattleiksdeild Þórs á Akur- eyri hefur gengið frá samningi við Stevce Alusovski frá Norður- Makedóníu og mun hann þjálfa ka- lalið félagsins í handbolta á næstu leiktíð. Félagið staðfesti ráðn- inguna á heimasíðu sinni í gær. Alusovski þjálfaði síðast stórlið Vardar frá Skopje, en liðið varð Evrópumeistari 2017 og 2019. Und- ir stjórn Alusovski varð Vardar deildar- og bikarmeistari í Norður- Makedóníu á síðustu leiktíð en þrátt fyrir það var Alusovski látinn taka pokann sinn. Kröfurnar hjá Vardar eru miklar enda liðið 14 sinnum orðið landsmeistari frá árinu 1999. Gamla kempan Veselin Vujovic tók við þjálfun Vardar af Alusovski. Sigursæll leikmaður Alusovski lék með Vardar á sín- um tíma og vann 13 meistaratitla og 11 bikarmeistaratitla með liðinu. Þá lék hann yfir 200 landsleiki fyrir þjóð sína og skoraði 900 mörk. Hann varð í 11. sæti á HM 2009 og 5. sæti á EM 2010 með Norður- Makedóníu. Frá árinu 2017 hefur Alusovski þjálfað Pelister, Rabotnik og síðast Vardar í heimalandinu. Landslagið verður vægast sagt breytt fyrir Alusovski því hann fer úr því að þjálfa stórveldi í Evrópu og í það þjálfa Þór í 1. deildinni, en Þórsarar féllu úr efstu deild á síð- ustu leiktíð eftir aðeins eitt ár í deild þeirra bestu. Þór vann aðeins fjóra leiki af 22 á síðustu leiktíð og fékk níu stig. Að lokum var liðið fimm stigum frá því að halda sæti sínu í efstu deild. johanningi@mbl.is Frá stórliði í Evrópu til Þórs á Akureyri AFP Stórveldi Stevce Alusovski kemur til Akureyrar frá stórveldi. Ólympíuleikar Karlar, A-riðill: Íran – Frakkland.................................. 62:79 Bandaríkin – Tékkland ...................... 119:84 _ Lokastaðan: Frakkland 6, Bandaríkin 5, Tékkland 4, Íran 3. Karlar, B-riðill: Ítalía – Nígería ..................................... 80:71 Ástralía – Þýskaland ............................ 89:76 _ Lokastaðan: Ástralía 6, Ítalía 5, Þýska- land 4, Nígería 3. Karlar, C-riðill: Argentína – Japan................................ 97:77 Spánn – Slóvenía .................................. 87:95 _ Lokastaðan: Slóvenía 6, Spánn 5, Arg- entína 4, Japan 3. Konur, A-riðill: Kanada – Spánn.................................... 66:76 Suður-Kórea – Serbía .......................... 61:65 _ Lokastaðan: Spánn 6, Serbía 5, Kanada 4, Suður-Kórea 3. Konur, B-riðill: Nígería – Japan .................................. 83:102 Frakkland – Bandaríkin ...................... 82:93 _ Lokastaðan: Bandaríkin 6, Japan 5, Frakkland 4, Nígería 3. Konur, C-riðill: Kína – Belgía......................................... 74:62 Ástralía – Púertó Ríkó ......................... 96:69 _ Lokastaðan: Kína 6, Belgía 5, Ástralía 4, Púeró Ríkó 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.