Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílar
Nýr 2021 Mitsubishi Outlander
Hybrid Spirit+
Tíglamynstruð leður á sætum.
18” álfelgur. 5 ára evrópsk verk-
smiðjuábyrgð.
Verð 5.990.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555 1947
Gsm 894 0217
Atvinnuauglýsingar
Lagermaður óskast
Starfið felur í sér almenn lagerstörf ásamt
útkeyrslu.
Upplýsingar veita Magnús eða Daníel í síma
587 9960. Einnig má senda póst á
velvik@velvik.is
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:10-11:00.
Prjónað til góðs kl. 8:30-12:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30.
Bónusrútan kl. 13:10. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könn-
unni.Tæknilæsis námskeið frá kl. 9:00-12:00. Gönguhópur (leikfimi og
ganga) frá kl. 10:00. Núvitund með Álfhildi frá 11:00-11:30.Tæknilæsis
námskeið frá kl. 13:00-16:00. Myndlist/listaspírur frá kl. 13:00.
Gjábakki Kennt verður á spjaldtölvu í Gjábakka alla þriðjudaga milli
kl 13. og 15 í sumar.
Gjábakki Jóga fyrir alla eldri borgara 3 ágúst kl .10
Gullsmári Bíósýning 3 ágúst kl. 13:15, sýndur verður þáttur úr Stikl-
um Ómars Ragnarssonar.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8:30-10:30. Augnablik
- radd- og sögusmiðja kl. 9:00-12:00.Tækniaðstoð kl. 10:30-11:30.
Gönguferð kl. 13:30.
Korpúlfar Boccia kl. 10:00 í Borgum. Helgistund kl. 10:30.
Spjallhópur kl. 13:00 í listasmiðjuni. Allir velkomnir.
Seltjarnarnes Vatnsleifimi Sundlaug Seltj. kl. 7:15 og 18:30, Kaffi-
spjall í króknum frá kl. 9, pútt á flötinni við Skólabraut kl. 10:30.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
mbl.is
alltaf - allstaðar
Hvíl í friði, frænka mín
kær,
fremd var að þínu lífi
hér.
Svefninn góði verði nú vær,
veitir alfaðir sannlega þér.
Sigrún Ingibjörg Karlsdóttir,
náfrænka mín, er gengin af jörð.
Við vorum bræðrabörn. Níu ár
voru á milli okkar svo við vorum
ekki náin á barnsaldri mínum,
unglingsaldri hennar. En móðir
mín, Helga Guðmundsdóttir, var
henni sem fóstra og síðan góð
vinkona. Samband þeirra var
sem best gat orðið. Sigríður
Jónsdóttir, amma mín, var vel
kunnug Ástu Sighvats og Karli
Helgasyni. Þess vegna fór
mamma ung til þeirra og hjálp-
Sigrún Karlsdóttir
✝
Sigrún Ingi-
björg Karls-
dóttir fæddist 21.
maí 1937. Hún lést
6. júlí 2021.
Sigrún var jarð-
sungin 22. júlí
2021.
aði svo til á heim-
ilinu. Meðal hlut-
verka hennar var að
vera fóstra Sigrún-
ar heitinnar.
Vegna starfa
Sigrúnar studdi
hún marga til betra
lífs og ávann sér
þakklæti fólks. Hún
var einkar hlý og
kunni að haga orð-
um sínum sem best
mátti vera. Hún var mannkosta-
kona.
Sigrún átti við vandamál að
etja en tók þeim af æðruleysi.
Erfið veikindi átti hún við að
stríða en náði sér nokkrum sinn-
um og gerði ekki mikið úr.
Marga góða vini átti hún og var
gagnkvæmur styrkur af.
Í mörg ár var skyldleiki og
vinskapur okkar ríkur.
Elsku Ásta og fjölskylda! Við
Bogga og börn okkar vottum
ykkur innilega samúð. Ég flyt
ykkur einnig vinarkveðju Guð-
mundar bróður míns.
Karl Helgason.
Kveðja frá stjórn
Byggiðnar – Félags
byggingamanna.
Í dag kveðjum við
góðan félaga og vin,
Jóhann Óskar Jóhannesson.
Hann var kosinn í stjórn Bygg-
iðnar – Félags byggingamanna á
aðalfundi félagsins árið 2014 og
sat í stjórn síðan. Frá fyrsta
stjórnarfundi var ljóst að þar fór
maður með ákveðnar skoðanir og
ríka réttlætiskennd. Hann hafði
gott lag á að koma áliti sínu á
ýmsum málefnum á framfæri á
yfirvegaðan og vel ígrundaðan
hátt. Hann gat líka farið með
himinskautum þegar sá gállinn
var á honum, setti þá fram ein-
Jóhann Óskar
Jóhannesson
✝
Jóhann Óskar
Jóhannesson
fæddist 26. júní ár-
ið 1974. Jói lést 14.
júlí 2021.
Útförin fór fram
23. júlí 2021.
hverja skoðun eða
kenningu til að
hressa upp á um-
ræðuna eða létta
andrúmsloftið ef
honum þótti orðið
heldur lágskýjað á
fundinum. Svo glotti
hann í kampinn. Og
ekki sakaði þegar
ein og ein veiðisaga
flaut með.
Það er alltaf erf-
itt að sjá á eftir góðu fólki, ekki
síst þegar um er að ræða ungan
fjölskyldumann í blóma lífsins
sem á svo margt eftir ógert. Við
félagarnir í stjórn og trúnaðar-
ráði Byggiðnar munum sárt
sakna Jóa og hans góðu nærveru.
Við vottum fjölskyldu hans og
ástvinum innilega samúð og
kveðjum Jóa með þakklæti fyrir
hans framlag til baráttu- og
framfaramála félagsmanna
Byggiðnar.
Finnbjörn A. Hermannsson.
✝
Björgvin Sig-
urður Sveins-
son fæddist í Ólafs-
vík 17. október
1921. Hann lést á
Hjúkrunar-
heimilinu Hrafnistu
24. júlí 2021.
Foreldrar hans
voru Guðný Jóna
Ásmundsdóttir, f. 3.
október 1892, d. 21.
september 1953, og
Sveinn Júlíus Árnason, f. 24.
febrúar 1889, d. 16. desember
1955. Systkini Björgvins voru:
Þórkatla, f. 1917, d. 1991; Arn-
fríður Kristrún, f. 1925, d. 2009;
Ásmundur Gunnar, f. 1927, d.
og eiga þau fjögur börn. 4)
Guðný, hún á þrjú börn og er eitt
látið. 5) Ingibjörg, hún á þrjú
börn. 6) Björgvin H., kvæntur
Ágústu Hauksdóttur og eiga þau
þrjú börn. 7) Ásbjörg, gift Jóni
Þórðarsyni og eiga þau tvö börn.
Björgvin fæddist í Ólafsvík og
ólst þar upp en flutti á unglings-
árum í Silfurtúnið í Garðabæ,
foreldrar hans bjuggu í Silfur-
túni 6. Þau hjónin áttu heima í
Garðabæ til 1953, fluttu þá til
Hafnarfjarðar og þar byggðu
þau sér reisulegt einbýlishús á
Hraunbrún 26, áður nr. 2. Björg-
vin stundaði sjómennsku framan
af en vann svo ýmis störf, lengst
af í Sindra-stáli og síðan á bens-
ínstöð Essó við Reykjavíkurveg í
Hafnarfirði uns hann hætti störf-
um fyrir aldurs sakir.
Björgvin Sigurður Sveinsson
verður jarðsunginn frá Hafnar-
fjarðarkirkju í dag, 3. ágúst
2021, klukkan 13.
1974; Árni Kristinn,
f. 1931, d. 2011, og
Kristþór Zophonías,
f. 1932.
Björgvin kvænt-
ist 25.6. 1949 Hólm-
fríði Ásu Vigfús-
dóttur, f. 17.
október 1926, d. 8.
júlí 2007. Börn
Björgvins og Hólm-
fríðar Ásu eru: 1)
Vigfús J., kvæntur
Kristínu Ó. Kristinsdóttur og
eiga þau saman þrjú börn, auk
þess sem hún á tvö börn frá því
áður. 2) Rúnar B., lést 1975, hann
eignaðist eina dóttur. 3) Eðvarð,
kvæntur Ástu L. Friðriksdóttur
Elsku pabbi minn. Nú er kom-
ið að leiðarlokum og þegar litið er
yfir farinn veg þá eru þær marg-
ar góðu minningarnar sem koma
upp í hugann. Ég er þakklát fyrir
þann tíma sem við höfum varið
saman um ævina og fyrir þá hlýju
og stuðning sem þú hefur veitt
mér og mínum. Nú eruð þið
mamma sameinuð að nýju ásamt
henni Fríðu okkar og er ég viss
um að það hafa verið miklir fagn-
aðarfundir.
Ég þakka systkinum mínum
og þá sérstaklega Ásu systur fyr-
ir hve vel þau hafa annast þig,
saman höfum við séð til þess að
síðustu æviár þín hafa verið þér
góð og fyrir það er ég þakklát.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabba minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum hér
því hamingjuna áttum við með þér.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Hafðu þökk fyrir allt elsku
pabbi, þú munt ávallt lifa í hjarta
mínu.
Þín dóttir,
Guðný.
Elsku pabbi, ég vil aðeins
minnast þín með örfáum orðum.
Þú hefðir orðið 100 ára í október
á þessu ári og varst orðinn sadd-
ur lífdaga og það togaðist á hjá
þér að vilja ná 100 árunum en svo
inn á milli sagðir þú að þetta væri
komið gott og að þú vildir komast
á annan stað þar sem mamma og
allir hinir biðu eftir þér. Ég efast
ekki um að það hefur verið biðröð
að fá að hitta þig, þar sem svo
margir eru farnir yfir, m.a. maki
þinn hún mamma, Rúnar bróðir
og elsku Fríða okkar allra.
Ég hvíslaði að þér á dánarbeð-
inum að ég bæði að heilsa öllum
sem eru farnir og vonandi heyrð-
ir þú í mér og hefur skilað kveðj-
unni. Mun sakna þess að koma til
þín upp á Hrafnistu eða tala við
þig í gegnum facetime á tímum
Covid-19 þegar enginn fékk að
koma inn á Hrafnistuheimilin.
Það var mjög vel hugsað um þig á
Hrafnistu og vil ég þakka starfs-
fólki Sjávar og Ægishrauns fyrir
alla þá ást og umhyggju sem þið
gáfuð honum.
Margt hefur þú misjafnt reynt,
mörg þín dulið sárin.
Þú hefur alltaf greint
gleði bak við tárin.
(J.Á.)
Minning þín er mér ei gleymdi
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd.
Þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þín dóttir,
Ásbjörg (Ása).
Elsku afi. Ég kveð þig með
miklum söknuði en á sama tíma
með ró í huga og hjarta yfir því að
nú skulir þú vera kominn til elsku
ömmu sem þú ert búinn að bíða
svo lengi eftir að hitta að nýju.
Takk fyrir að leyna aldrei stolti
þínu við hvern þann áfanga sem
ég hef náð á lífsleiðinni; sama
hversu smávægilegt það var þá
veitti bros þitt og hlýja mér kraft
og því urðu næstu skref ávallt
auðveldari. Takk fyrir að láta
mér alltaf finnast ég velkomin,
takk fyrir fallega nærveru þína
og alla gleðina. Þú verður alltaf
besti afi í heimi.
Rita vil ég niður hvað hann var mér
kær
afi minn góði sem guð nú fær.
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo
margt
og því miður get ég ekki nefnt það allt.
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann
í himnaríki fer hann nú
þar verður hann glaður, það er mín
trú.
Elsku afi, guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að vitir nú
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth Þ.)
Þín
Berglind.
Elsku besti afi. Mikið rosalega
mun ég sakna þín og stundanna
okkar saman á Hrafnistu en ég er
samt svo glaður að vita að þú ert
núna kominn til elsku ömmu og
veit ég að það hafa verið fagn-
aðarfundir.
Þær eru ófáar stundirnar sem
við höfum varið saman í gegnum
tíðina sem mér þykir afskaplega
vænt um. Ég man vel eftir
ógleymanlegri ferð okkar vestur
á bernskuslóðir þínar þar sem þú
sagðir mér sögur úr fortíðinni og
kynntir mig fyrir ættingjum sem
ég hafði ekki hitt áður. Eins er
ferðin okkar til Danmerkur að
heimsækja Fúsa frænda eftir
andlát ömmu mér mjög minnis-
stæð.
Takk elsku afi fyrir að hafa
alltaf verið til staðar fyrir mig og
stutt mig í gegnum tíðina. Betri
afa hefði ég ekki getað óskað
mér.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Ég elska þig.
Þinn afastrákur,
Bergsveinn Kristinsson.
Þá er komið að hinstu kveðju-
stund elsku afi okkar. Það er gott
að hugsa til þess að nú eruð þið
amma sameinuð í dansi í Sum-
arlandinu góða. Við systurnar
vorum lánsamar að fá að alast
upp í mikilli nálægð við ykkur
ömmu sem varð til þess að minn-
ingarnar eru óendanlega margar
og ylja hjörtum okkar um ókomin
ár. Takk fyrir allar stundirnar
þegar þið amma voruð að passa
okkur systurnar, alltaf tókuð þið
á móti okkur opnum örmum.
Elsku afi, þú áttir sérstakan stað
í hjörtum allra sem þig þekktu.
Þín verður sárt saknað.
Hvíldu í friði elsku afi og skil-
aðu kveðju til ömmu frá okkur.
Þínar dótturdætur,
Hólmfríður (Fríða)
og Kolbrún.
Elsku Björgvin afi. Það er erf-
itt að hugsa til þess að þú sért
farinn frá okkur. Við huggum
okkur við það að þér líði betur
núna þegar þú ert kominn í Sum-
arlandið til Fríðu ömmu eftir
langan aðskilnað. Þegar við hugs-
um til baka eru minningarnar
fjölmargar og góðar sem við
munum ylja okkur við.
Okkur þótti alltaf skemmtilegt
að fara í heimsókn til ykkar
ömmu á Hvammabrautina og
ennþá skemmtilegra þegar þið
fluttuð nær okkur á Bæjarholtið.
Heimili ykkar var svo fallegt
og í hverri heimsókn var boðið
upp á alls konar kræsingar og
gos, sem okkur þótti nú ekki leið-
inlegt.
Þið amma voruð fallegt par og
voruð dugleg að fara út að dansa
saman. Við systkinin fengum að
kynnast þeirri hlið ykkar þegar
FEB var í Glæsibænum en þar
báruð þið af í glæsileikanum. Þú
studdir svo vel við ömmu í gegn-
um erfiða tíma sem var ekki auð-
velt verkefni. Söknuðurinn var
mikill þegar amma dó en það var
yndislegt að heyra þig tala um
ömmu og segja sögur af ykkur
tveimur. Ástin leyndi sér ekki í
rödd þinni.
Við verðum að eilífu þakklát
fyrir það að hafa átt ykkur ömmu
að í okkar lífi. Við munum ávallt
halda minningu þinni, og ykkar,
lifandi.
Hvíldu í friði elsku afi.
Rúnar, Margrét, Erla, Aron
og Viktoría.
Björgvin Sigurður
Sveinsson