Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 10
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sameinað sveitarfélag á Suður- landi yrði sterk eining með burði til að takast á við áskoranir í sam- félagi, þar sem gerðar eru miklar og sívaxandi kröfur um þjón- ustu,“ segir Anton Kári Hall- dórsson, formaður samstarfs- nefndar um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi. Jafnhliða þingkosningum 25. september næstkomandi greiða íbúar Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Mýr- dals- og Skaftárhreppa atkvæði um hvort sameina eigi þessi sveit- arfélög í eitt. Málið hefur lengi verið í deiglunni og mörgum flöt- um velt upp. Milli Þjórsár og Skeiðarársands „Hagræðing, skilvirkari stjórnsýsla og svigrúm til að koma betur til móts við íbúana. Í mínum huga eru kostir samein- ingar margir. Mikilvægast er samt að íbúarnir kynni sér málin og taki upplýsta ákvörðun þegar þeir segja af eða á í kosningunum í haust,“ segir Anton Kári. Í samstarfsnefnd um samein- ingarmál eiga sæti fulltrúar sveit- arfélaganna fimm; en þau ná yfir svæðið milli Þjórsár og Skeið- arársands, það er Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslur. Milli vatna og frá fjöru og inn til fjalla spannar svæðið 15.672 ferkíló- metra og á því búa 5.230 manns. Flestir eru íbúar í Rangárþingi eystra þar með talinn Hvolsvöllur, nærri 1.850. Þeir eru 1.760 í Rangárþingi ytra og þá er Hella inni í breytunni. Í Mýrdal búa 760 manns, 600 í Skaftárhreppi, og 260 í Ásahreppi. Sveitarfélagið sjái um vegamálin „Á þessu stóra og víðfema svæði eru mörg sambærileg hags- munamál frá einni byggð til ann- arrar. Í viðræðum við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sett- um við þunga í vegamálin. Meg- inæðarnar þarf að byggja upp og bæta en ekki síst héraðs- og tengivegi í dreifbýlinu,“ segir Anton Kári. „Úr sveitum sækja margir vinnu í þéttbýlið og á þessum leið- um eru skólabílar á ferðinni að morgni og síðdegis. Á nokkrum stöðum hér á Suðurlandi er ferða- lag barnanna í skóla klukkustund hvora leið – þá gjarnan á mal- arvegum sem verður að byggja upp og setja slitlag á. Hagsmunir landbúnaðar og ferðaþjónustu krefjast úrbóta á vegunum. Í sam- tölum okkar við ráðherra settum við því fram þá hugmynd að sam- einað sveitarfélag tæki að ein- hverju leyti við vegamálum í hér- aði. Myndi stýra forgangsröðun framkvæmda sem yrði hraðað, enda yrði verulegum fjármunum varið til verkefna sem sérstaklega væru eyrnamerkt svæðinu.“ Stafrænt ráðhús Verði sameining á Suður- landi að veruleika má vænta alls 800 milljóna króna framlags á næstu árum frá ríkinu. Þeim fjár- munum yrði, skilmálum sam- kvæmt, varið til margvíslegrar uppbyggingar innviða því margs þarfnast búið við eins og mál- tækið segir. Nú eru til dæmis að hefjast framkvæmdir við bygg- ingu nýs leikskóla á Hvolsvelli, stækka þarf hús grunnskólans á Hellu og svo mætti áfram telja. Sömuleiðis er kominn tími á við- hald og endurbætur á fjölda mannvirkja. Þá fengu sveitarfélögin fimm á dögunum 25 milljóna króna framlag til þess að koma upp því sem Anton Kári kallar stafrænt ráðhús. Með því er ætlunin að gera íbúum kleift að sækja þjón- ustu til sveitarfélaga sem mest í gegnum netið; senda inn umsókn- ir og fá afgreiðslu erinda, ganga frá greiðslu og sjá hvar sín erindi eru í stjórnsýslunni. Eitt af því sem fjallað hefur verið um í viðræðum um samein- ingu sveitarfélaganna er hvort æskilegt sé að settur verði á lagg- irnar framhaldsskóli í héraðinu. Unglingar og foreldrar voru spurðir álits og reyndist lítill hljómgrunnur fyrir stofnun skóla. „Ungmenni hér sækja flest hver annaðhvort í Fjölbrautaskóla Suð- urlands á Selfossi eða í Mennta- skólann að Laugarvatni og vilja halda því áfram. Mikilvægt er því að samgöngur séu góðar og öruggar og er það okkar áhersla til framtíðar. Stofnun nýs fram- haldsskóla verður því ekki for- gangsmál að svo stöddu, einnig þegar horft er til þess hvað hug- myndir okkar um skólastarf hafa breyst mikið með fjarkennslu á tímum covid, “ segir Anton Kári og að lokum: Matarkista Íslands „Nú eru ljósleiðaratengingar komnar hér í allt dreifbýli sveit- arfélaganna, sem hefur gjör- breytt búsetuskilyrðum til dæmis í sveitunum. Aðstæður þar eru allt aðrar en var til skamms tíma. Í samkomutakmörkunum vegna veirunnar hefur fjarvinnslan sannað sig. Í landbúnaði í sveit- unum er staðan svo sú að búum þar hefur fækkað, en þau sem áfram standa eru munu stærri en áður. Þetta er þróun sem sveitar- félagið getur ekki breytt, heldur verður að líta á sem tækifæri. Stoðir atvinnulífsins verða fleiri og fjölbreytnin meiri, á svæði sem er matarkista Íslands. Hér eru rekin stór bú og matvælavinnslur. Með afurðum af þessu svæði mætti fæða alla Íslendinga. Raun- ar er blússandi gangur í mörgum verkefnum hér sem aftur kallar á að innviðir samfélagsins séu sterkir, eins og sameining sveitar- félaganna getur vonandi leitt til.“ Kosið verður um sameiningu sveitarfélaganna milli Þjórsár og Skeiðarársands í næsta mánuði Viðhorf Mikilvægast að íbúarnir kynni sér málin og taki upplýsta ákvörð- un þegar þeir segja af eða á í kosningunum í haust,“ segir Anton Kári. Innviðir samfélagsins verði sterkari Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hvolsvöllur Stærsti þéttbýlisstaðurinn á svæðinu sem rætt er um að sam- eina. Um 1.000 manns búa á Hvolsvelli sem er þjónustustaður í héraði. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vík Ferðaþjónusta er burðarás í atvinnulífi byggðanna í Vestur- Skaftafellssýslu, sem á margan hátt hafa átt í vök að verjast síðustu ár. 10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021 - Anton Kári Halldórsson, sem er fæddur 1983, er byggingar- fræðingur að mennt. Hann starfaði sem skipulags- og byggingarfulltrúi Skaftár- hrepps frá 2009-2012 og gegndi sama starfi fyrir Rang- árþing eystra frá 2012-2018. Var sveitarstjóri Rangárþings eystra 2018-2020. - Anton Kári er nú oddviti Rangárþings eystra og deild- arstjóri skipulags- og bygging- ardeildar Árborgar. Anton Kári er búsettur á Sunnuhvoli við Hvolsvöll ásamt konu sinni, Kristínu Bjarnveigu Böðvars- dóttur, og þremur börnum. Hver er hann? Sími 555 2992 / 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.