Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 24
50 ÁRA Elísa fædd-
ist í Vestmannaeyjum
3.8. 1971 og var næst-
yngst í stórri fjöl-
skyldu og á sjö syst-
kini. „Það var
dásamlegt að alast
upp í Eyjum og við
vorum að leika okkur í
nýja hrauninu, sem
var heill ævintýra-
heimur.“ Elísa gekk í
grunnskóla og fram-
haldsskóla í Eyjum,
en fluttist til Reykja-
víkur og fór í Iðnskól-
ann og útskrifaðist þaðan sem tölvutæknir árið 1998. „Ég hafði kynnst mann-
inum mínum tíu árum fyrr á Þjóðhátíð 1989 og við vorum búin að eignast
tvíburana þegar við fórum til Reykjavíkur. Eftir námið fluttumst við til Eyja
aftur og ég lagðist í barneignir og árið 2000 vorum við komin með fjögur
börn, svo það var nóg að gera.“ Þegar hún fór að vinna aftur, fór hún á loðnu-
vertíð. „Ég hafði verið viðloðandi Vinnslustöðina frá 13 ára aldri og það var
mjög gott að hafa það upp á að hlaupa þegar maður finnur ekki sína stétt
strax. En ég fór svo að vinna á Bókasafni barnaskólans og þar fann ég mína
hillu.“ Elísa fór síðan að vinna á Bókasafni Vestmannaeyja og lærði Bóka-
safns- og upplýsingafræði í Háskóla Íslands og útskrifaðist 2013.
„Mitt helsta áhugamál í Eyjum var að vinna með Slysavarnadeildinni Ey-
kyndli og var bæði í stjórn og formaður um tíma, en hætti því þegar ég flutti
upp á land 2015.“ Núna er Elísa forstöðumaður Héraðsbókasafns Rang-
æinga á Hvolsvelli. „Það er mjö gott að vera hér líka, passlega nálægt borg-
inni og enginn Herjólfur,“ segir hún hlæjandi.
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Elísu er Magnús Benónýsson skósmiður, f.
18.2. 1970. Þau eiga tvíburana Höllu Þórdísi og Önnu Vigdísi háskólanema, f.
18.3. 1993; Benóný Sigurð, f. 2.3. 1999, og Elínu Elfu, f. 9.7. 2000, sem stefnir
á háskólanám í haust. Elísa á tvö barnabörn, Breka Rafn, f. 31.10 2017, og
óskírðan dreng, sem fæddist í 16. maí á þessu ári.
Elísa Elíasdóttir
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Nú er komið að því eftir langa
mæðu að menn sjá hve mjög þú hefur
lagt þig fram um lausn ákveðins verkefnis.
20. apríl - 20. maí +
Naut Uppfærðu óskalistann, þú ert vaxinn
upp úr því sem þú hélst að þig langaði í.
Sannar breytingar verða fyrst innra með
manni og svo utan á.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú munt finna fyrir auknum
áhuga á því að fegra heimili þitt á næst-
unni. Óskir þínar uppfyllast mun hraðar
en þú hafðir ætlað.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú stekkur fram á við fjárhags-
lega með því að gera það sem þér finnst
skemmtilegt. Hlustaðu á hjarta þitt því
þar er svörin að finna.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þig vantar félaga til þess að fram-
kvæma það sem þig dreymir um. Allir
sem hafa látið drauma sína rætast, hafa
komist yfir hindranir.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Samstarfsmaður eða við-
skiptavinur ætlar mögulega að hætta við
gerðan samning í dag, og það er undir
þér komið að koma í veg fyrir það.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú getur eyðilagt fyrir þér með því
að reyna að laga sjálfan þig. Vertu opin/n
fyrir nýjungum og mundu að maður getur
alltaf lært eitthvað nýtt og spennandi.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú ættir að undirbúa málin
vandlega því þá getur þú óttalaus ýtt
þeim úr vör og stýrt til sigurs.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Tilhneiging þín til þess að
dreyma dagdrauma verður þér til happs.
Allir sem þú hittir njóta þess að vera í ná-
vist þinni.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú ert jafn opinn og móttæki-
legur og svampur. Haltu þínu striki og
notaðu verkfærin sem þú hefur til ráð-
stöfunar.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Nú er rétti tíminn til þess að
láta reyna á þær hugmyndir, sem þú hef-
ur gengið með í maganum að undanförnu.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Það er eitt og annað sem þú ert
að kljást við þessa dagana, en með réttu
hugarfari ferðu létt með það. Eyddu því
tímanum ekki í volæði, heldur brettu strax
upp ermarnar og taktu til hendinni.
á Íslandi og mér fannst okkur takast
bara mjög vel upp. Þetta er öflugur
hópur, enda er HR orðinn rannsókn-
arháskóli á heimsmælikvarða.“
Guðrún segir að jafn gaman og hún
hafi haft af því að móta námið og
sinna stjórnsýslu innan skólans, hafi
deild og enn í mótun, en þarna var
HR nýbúinn að sameinast Tæknihá-
skóla Íslands og úr varð Tækni- og
verkfræðideild. Það var mikill frum-
kvöðlaandi í loftinu, ungt fólk, og
mjög skemmtilegt að vera hluti af því
að búa til og móta nýtt verkfræðinám
G
uðrún Arnbjörg Sævars-
dóttir fæddist 3. ágúst
1971 í Karlstad í Sví-
þjóð, en fjölskyldan
flutti til Íslands þegar
hún var tveggja mánaða. „Við bjugg-
um í Hraunsholti, gamla Ásahverf-
inu, en þá var ekki búið að byggja
nýja hverfið og þetta var hálfgerð
sveit, mói, kartöflugarðar og hross í
haga, svo það var eiginlega leikvöll-
urinn fyrir okkur krakkana í hverf-
inu.“
Guðrún gekk í Flataskóla og síðar
Garðaskóla og fór svo í Mennta-
skólann í Reykjavík.
Guðrún segir að snemma hafi hún
hneigst til vísinda. „Áhuginn kemur
eiginlega annars vegar frá almennri
forvitni og svo var ég alltaf heilluð af
fræðsluefni í sjónvarpinu, fannst Carl
Sagan mjög skemmtilegur og langaði
líka að skilja alheiminn.“ Ekki var
verra að raunvísindi lágu vel fyrir
Guðrúnu og hún fór í Háskóla Íslands
og lauk bæði BS- og MS-gráðu í eðlis-
fræði og fann sér einnig lífsförunaut.
„Við Þórður vorum saman í eðlis-
fræðinni í háskólanum og maður
kynnist vel þegar verið er að vinna
heimaverkefni og við urðum par upp
frá því.“ Næsta skref var Noregur. „Í
meistaranáminu vorum við bæði að
vinna verkefni sem tengdust efnisvís-
indum og við maðurinn minn fórum
þangað í skiptinám og líkaði svo vel í
Noregi að við sóttumst eftir að fá
styrk í doktorsnám, sem gekk eftir.“
Eftir góð ár í Þrándheimi í Norges
Tekniske og Naturvitenskapelige
Universitet (NTNU) fóru þau heim
og Guðrún var um tíma nýdoktor og
dósent við Háskóla Íslands. „Síðan
átti ég stutt stopp hjá Keili í Reykja-
nesbæ, áður en ég hóf störf hjá
Tækni- og verkfræðideild Háskólans
í Reykjavík, mitt í hruninu 2008.
Þetta var sérkennilegur tími og ég
skrifaði undir ráðningarsamninginn
stuttu áður en Geir Haarde bað Guð
að blessa Ísland, eins og frægt er orð-
ið.“
Guðrún varð fljótlega sviðsstjóri
Véla- og rafmagnssviðs, og loks for-
seti Tækni- og verkfræðideildar HR
frá 2012 til 2018. „Það var mjög gam-
an og ekki síst af því að þetta var ný
þó rannsóknir og kennsla alltaf átt
hug hennar allan. „Það er auðvitað
þess vegna sem maður fer í fagið, að
geta stundað rannsóknir og kennslu.
Ég virkilega nýt mín þar, þótt ég vilji
líka hafa áhrif á hvernig hlutirnir eru
gerðir.“ Guðrún er í stjórn Verkfræð-
ingafélagsins og segir að gæði
menntunar verkfræðinga og annars
tæknifólks sé eitt af því sem hún hef-
ur mikinn áhuga á að efla sem mest.
Núna er Guðrún að hefja hluta-
starf prófessors við sinn gamla há-
skóla í Noregi, NTNU, frá og með
næsta hausti samhliða dósentsstarf-
inu í HR. „Ég hef verið í miklu sam-
starfi við skólann og verið að leið-
beina doktorsnemum og
meistaranemum frá Noregi. Prófess-
orarnir þar hafa líka verið með-
leiðbeinendur minna nemenda hér í
HR.“
Rannsóknir Guðrúnar tengjast all-
ar varmafræði, orku og orkuum-
breytingu og þá sérstaklega verkefni
sem miða að samdrætti í losun gróð-
urhúsalofttegunda. „Ég hef tekið þátt
í opinberum verkefnum í tengslum
Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir dósent – 50 ára
Fjölskyldan Hér er fjölskyldan samankomin í Elliðaárdalnum. Frá vinstri: Guðrún Arnbjörg, Magnús Sævar, Unn-
ur Ingibjörg, móðir Guðrúnar, Sævar Jón, Þórdís, móðir Þórðar, Unnur Lilja og Þórður.
Langaði alltaf að skilja alheiminn
Deildartunguhver Hér er Guðrún með börn-
um sínum. F.v.: Sævar Jón, Magnús Sævar,
Guðrún Arnbjörg og Unnur Lilja.
Nökkvi Guðrún með hund-
inn Nökkva úti í garði.
Til hamingju með daginn