Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is • Mjög auðvelt og fljótlegt í notkun • Tilbúið til matreiðslu á 3-5 mínútum • Afkastamikið og öflugt • Mjög góð hitastýring á kolum • Ytra byrði hitnar ekki • Færanlegt á meðan það er í notkun • Innra byrði má fara í uppþvottavél • Taska fylgir • Mikið úrval aukahluta STÓRSNIÐUGT GRILL Í GARÐINN, Á PALLINN EÐA Í FERÐALAGIÐ SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á FASTUS.IS/LOTUSGRILL Hvers vegna ættum við að berjast af ein- urð gegn FETO? Er grein sem birtist 24.7. sl. eftir Mevlüt Çavu- soglu. Hver er þessi mað- ur, Mevlüt Çavusoglu, sem fær birta grein eftir sig í Morgun- blaðinu okkar, elsta dagblaði á Íslandi? Hann er utanríkisráðherra í stjórn Erdogans Tyrklandsforseta sem er í raun einræðisherra landsins þar sem lýðræði og mannréttindum hefur hvoru tveggja verið þokað til hliðar. Greinin fjallar um stjórn- arandstöðuna sem starfar erlendis enda þrífst hún ekki innan Tyrk- lands vegna brota á mannrétt- indum. Þann 13. 7. sl. birtist grein sendiherra Kína hér á landi í Fréttablaðinu þar sem afreksverk kínverska kommúnistaflokksins voru vegsömuð í tilefni af aldar- afmæli flokksins. Greinin var öll meira og minna áróður. Svar mitt við greininni birtist á sama vett- vangi nokkru síðar. Eigum við Ís- lendingar að láta viðgangast að er- lendir aðilar birti áróðursgreinar í okkar blöðum á meðan aðsent efni frá okkur sjálfum er birt seint og jafnvel aldrei? Ýmsar spurningar vakna: Hvaða hvatir liggja að baki því að þessir erlendu menn skrifa greinar sem hafa að geyma texta þar sem er hallað réttu máli? Er verið að rétt- læta aðgerðir stjórnvalda viðkom- andi landa þar sem Amnesty Int- ernational hefur haft verulegar athugasemdir við um meðferð mannúðarmála? Á tímum fyrri heimsstyrjald- arinnar gengu tyrknesk yfirvöld býsna langt í þjóðernishreinsunum að jafna má fyllilega við ofsóknir nasista gegn Gyðingum á sínum tíma. Talið er að hálf önnur milljón Kúrda hafi verið vegin með köldu blóði. Stjórn Erdogans hefur tekið algjörlega fyrir að við- urkenna þessi mistök fyrri tíma en hefir á síðari árum komist upp með að ráðast á Kúrda með herbúnaði sem þeir hafa fengið frá Vesturlöndum og Rússum. Alþjóða- samfélagið stendur í þakkarskuld við Kúrda fyrir að hafa sýnt bæði Saddam Hussein, einræð- isherra Íraks, fulla hörku og öfgafullum bókstafs- trúarmönnum viðnám. Skrif erlendra aðila í íslensk dag- blöð eru eðlilega mjög misjöfn að efni og gæðum. Margir útlendingar eins og breski sendiherrann hafa birt ýmsar fróðlegar greinar þar sem ekki er verið að réttlæta eitt né neitt, heldur að fræða okkur um ýmis atriði sem þarfnast betri skoðunar. Greinar tyrkneska utanríkisráðherrans sem og kín- verska sendiherrans eru hins vegar áróðursgreinar sem við viljum ekki sjá. Þær eru til þess fallnar að villa okkur sýn og rugla okkur verulega í ríminu. Íslenskt þjóðfélag er al- veg nógu ruglað og ekki þarf að auka glundroðann meira en orðið er. Sérstök ástæða er fyrir okkur Íslendinga að taka með fyllstu tor- tryggni svona aðsendu efni þar sem fyllsta ástæða er til að ætla að þar sé réttu máli hallað. Eftir Guðjón Jensson »Er verið að réttlæta aðgerðir stjórnvalda viðkomandi landa þar sem Amnesty Inter- national hefur haft verulegar athugasemdir við um meðferð mann- úðarmála? Guðjón Jensson Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ. arnartangi43@gmail.com Áróðursgreinar gegn mannréttind- um og lýðræði Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is Matur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.