Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 28
Tunglfararnir tala
Frá Íslandi og út í geim. Máninn
er magnaður og mannferðir þangað
áttu upphaf sitt á Íslandi. Land-
könnuðir úr annarri veröld segja
sögu sína.
„Tunglið er
leyndardómsfullt
og hefur alltaf
verið sveipað
dulúð. Þó rann-
sóknir vísinda-
manna hafi skil-
að þekkingu
kalla svör alltaf á
fleiri spurn-
ingar,“ sagði
tunglfarinn Harrison Schmitt frá
Bandaríkjunum. Hann kom til Ís-
lands sumarið 2015, í fyrsta sinn
síðan 1967 þegar hann var hér í
æfingaferð vegna ferðar sinnar til
tungslins með geimferjunni Apollo
17 í desember 1972. Sá leiðangur
var sá síðasti af sex sem Banda-
ríkjamenn stóðu fyrir.
Hátt á himni
Þegar ég á vetrarkvöldum horfi
upp til tunglsins finnst mér nokkuð
til þess koma að hafa hitt mann
sem hefur spásserað á þessari fjar-
lægu plánetu sem er 400 þúsund
kílómetra frá jörðu. Lengra verða
leiðir varla. Máninn hátt á himni
skín. Frumkvæði að heimsóknum
tunglfara til Íslands átti Örlygur
Hnefill Örlygsson, safnstjóri á
Húsavík, sem ítarlega hefur kann-
að æfingaferðir tunglfara til Ís-
lands og sett upp safn tileinkað
þeim vísindaafrekum. Í Íslands-
heimferð sinni árið 2015 fóru Harr-
ison Schmitt og Theresa Fitz-
gibbon, kona hans, á Þingvelli. Að
koma á staðinn þar sem jarðflekar
Evrasíu- og Norður-Ameríku mæt-
ast þótti Schmitt, tunglfara og
jarðvísindamanni, áhugavert. Einn-
ig að heimsækja Alþingi og fræðast
um störf þess, undir leiðsögn Ein-
ars K. Guðfinnssonar, þáverandi
þingforseta. „Þótt efnið sé ólíkt eru
Tunglið er sveipað rómantík
Bókarkafli Í bókinni Allskonar fólk eru fjölbreytileg viðtöl, pistlar og mannlífsmyndir eftir Sigurð Boga Sævarsson blaðamann.
Í bókinni eru tugir líflegra frásagna af allskonar fólki og fróðleik sem höfundur hefur skráð og safnað saman í áratugi.
Ljósmynd/Sigurður Bogi
Spurningar Tunglfarinn Harrison Schmitt, hér staddur í Almannagjá með
Theresu Fitzgibbon, konu sinni, var meðal viðmælenda bókarhöfundar.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
og Mikhaíl Gorbatsjev, leiðtogi
Sovétmanna, funduðu árið 1986.
Niðurstöður leiðtogafundarins
eru taldar hafa átt afgerandi þátt í
lokum kalda stríðsins, en kapp-
hlaupið um landnám í geimnum
var eitt helsta áróðursatriði þess.
Þá ekki síst tunglferðirnar, en
tveir æfingaleiðangrar til Íslands í
aðdraganda þeirra þóttu mjög þýð-
ingarmiklir. Í Dyngjufjöllum og
Veiðivötnum fengu geimfaraefnin
margvíslega fræðslu um jarðfræði,
sem nýttist þeim vel þegar í hina
fjarlægu veröld á tunglinu var
komið.
„Þjálfunin hér á landi fyrir
tunglferðirnar var mjög mikilvæg,“
segir Duke um Íslandsdvöl sína ár-
ið 1967. „Talið var að jarðmynd-
anir á tunglinu og Íslandi væru um
margt líkar eins og kom líka á
daginn. Hér gátum við skoðað eld-
stöðvar, gróðursnauð hraun, jarð-
hitasvæði og fleira. Margt líkt
þessu átti ég síðar eftir að sjá á
tunglinu. Já, mér finnst, þegar ég
horfi upp í himininn og til tungls-
ins, stórkostlegt að hafa fengið
tækifæri til að komast á þann stór-
brotna stað. Tunglið er sveipað
rómantík.“
(2015 - 2017)
Ljósmynd/Sigurður Bogi
Heillandi Máninn hátt á himni skín. Ljósmynd tekin á vetrarkvöldi austur í Þingvallasveit.
klettarnir og jafnvel grjótið sem
Alþingishúsið er hlaðið úr, líkt því
sem finnst á tunglinu,“ sagði
Schmitt sem sat fyrir Rebúblik-
anaflokkinn í Nýju-Mexíkó í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings 1976-
1980.
Annar tunglfari kom til Íslands
sumarið 2017. Sá var Charles
Duke frá Texas, annar tveggja
þátttakenda í leiðangri Apollo 16
til tunglsins. Þar höfðu Duke og
félagi hans, Yohn Young, viðstöðu í
tæplega þrjá sólarhringa í apríl
1971. Duke var 81 árs þegar hann
kom í sína síðari Íslandsheimsókn
og svo komi óbreytt “…og var þá
meðal annars með fyrirlestra um
tunglferðir í Háskólanum í Reykja-
vík sem fjöldi ungmenna sótti.“
Menn fari til Mars
„Mér finnst sennilegt að í náinni
framtíð verði gerður út leiðangur
með mannaðri eldflaug til Mars.
Manninum er meðfætt að vilja
kanna heiminn og ókunnar slóðir,
samanber tunglferðir á sínum
tíma. Leiðangur til Mars verður þó
fyrst að veruleika þegar komin er
tækni sem treysta má og hún er í
þróun,“ sagði Duke. Í Íslands-
heimsókn óskaði hann þess sér-
staklega að skoða Höfða, hvar þeir
Ljósmynd/Sigurður Bogi
Á sögustað Charles Duke og Dorothy Maede Claiborne við Höfða, hvar
leiðtogafundurinn var haldinn árið 1986. Hann var í Appolo 16 leiðangr-
inum.
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021