Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021 Elín, vinkona okkar og skólasyst- ir frá Flensborgar- árunum, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 9. júlí. Stofn- uðum við nokkrar skólasystur saumaklúbb á fyrsta árinu í Flensborg. Elín var ekki með frá byrjun en kom inn síðar. Höfum við haldið hópinn síðan og gerum enn. Nokkur afföll hafa orðið og með Ellu eru þrjár látnar úr hópnum og ein búsett í Svíþjóð, en upphaflega vorum við átta en níu með Ellu þegar hún bættist í hópinn. Elín lærði hjúkrun, hún gift- ist Birni Ólafssyni úr Hafnar- firði og eignuðust þau fjögur börn. Fór hún síðar að vinna við háþrýstingsdeildina í Hjartaverndarhúsinu. Ella vin- kona okkar var mikil fjölskyldu- kona og gekk hennar líf út á það. Hún var hjartahlý og hafði góða nærveru. Helga, yngst barna hennar, bjó alla tíð heima eða þar til Ella seldi hús sitt við Krosseyrarveg og flutti í þjón- ustuíbúð við Hrafnistu, þar bjó hún um hríð en heilsu hennar hrakaði og hún fluttist að Skjóli í Reykjavík. Við söknum Ellu og minn- umst hennar sem góðrar vin- konu, við erum fimm eftir og pössum upp á að hittast reglu- lega og erum að stytta bilið milli kaffihúsasamkoma sem verða alltaf meira virði eftir því sem árin líða. Við sendum fjölskyldu Ellu innilegar samúðarkveðjur, minningin um góða vinkonu lif- ir. Kær kveðja, Elísabet, Gunnlaug, Kristín, Þórunn og Sigurjóna. Elín Jónsdóttir ✝ Elín Jónsdóttir fæddist 24. des- ember 1940. Hún lést 9. júlí 2021. Útför Elínar fór fram í kyrrþey. Elsku Ella vin- kona mín er látin eftir löng og erfið veikindi. Við kynntumst 12 ára í Lækjarskóla í Hafnarfirði og urð- um fljótt góðar vin- konur. Hún var elskuleg og góð og tók mér svo vel, sveitastelpunni ný- fluttri í Hafnar- fjörð. Gaman var að heimsækja hana í Lyngholt, foreldrahús hennar í Garðahreppi, og hitta Sigga bróður hennar og Unni litlu systur og fá mjólk og kök- ur hjá Helgu mömmu hennar. Árin liðu og ég fór í Verzló og hún fór í Hjúkrunarskólann. Enn liðu árin og við giftumst skólabræðrum úr MA. Vegi skildi í nokkur ár, en þann tíma bjuggu þau hjón í Þýskalandi, á Húsavík og á Englandi. Eftir að þau fluttu heim aftur og settust að á Krosseyrarvegi 9 í Hafn- arfirði, á æskuheimili Björns, urðu samfundir okkar fleiri. Það var ætíð gott og gaman að heimsækja þau hjón, bæði svo gestrisin og elskuleg. Þær eru margar og ómetanlegar samverustundirnar í sauma- klúbbnum eða yfir kaffibolla í eldhúsinu þegar ég kom með túlípana að morgni 24. des. og svo margt og margt á langri ævi. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala. Og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Ég kveð þig, kæra Ella, með söknuði og þakklæti. Það var gefandi að eiga samleið með þér, vandaða og glæsilega vin- kona. Blessuð sé minning þín. Ég votta fjölskyldu Elínar innilega samúð. Gunnlaug. Hjartkær vinkona okkar er horfin úr þessum heimi, en hún fékk hvíldina eftir langt veik- indastríð. Elín var sannarlega skarpgreind og vel gerð kona, heilsurækt og heilbrigt líferni einkenndi hennar lífshlaup. Því má segja að það hafi verið svo óréttlátt, átakanlegt og erfitt fyrir þessa góðu og ljúfu konu og ekki síst fyrir ástvini henn- ar, þegar hún veiktist af alvar- legum sjúkdómi og sárast var, að hún var sjálf þess meðvituð að tjáningin var frá henni tekin. Eiginmaður hennar var Björn Ólafsson, bekkjarfélagi minn í Skógaskóla, síðan í MA og sam- stúdent þaðan vorið 1959. Hann var nánasti vinur minn frá ung- lingsárunum og alla ævi síðan, þar til að hann var hrifinn burt 12. mars 2005, eftir stutta og harða baráttu við krabbamein. Mér er minnisstætt þegar ég hitti Elínu í fyrsta skipti, en það var af hreinni tilviljun á Þingvöllum vorið 1963. Björn, vinur minn, kom allt í einu gangandi út úr skóginum á móti okkur og leiddi yndislega og fallega stúlku. Mér fannst hún vera eins og álfamær, nett og bein í baki, fínleg og yndisfög- ur, gleðin og hamingjan geislaði af þeim. Þarna urðu fagnaðar- fundir og tengd voru frekar órjúfanleg vinabönd við okkur Sjöfn, bönd sem aldrei slitnuðu meðan við lifðum öll. Hjónaband þeirra Elínar og Björns varð farsælt og ham- ingjusamt og þau voru samhent í langri sambúð, gestrisin og vinmörg. Elín var umhyggju- söm og hlýr vinur og þau hjón áttu barnaláni að fagna. Eftir að námsdvöl Björns og búsetu þeirra hjóna erlendis og úti á landi lauk 1974, fluttu þau til Hafnarfjarðar og settust að á Krosseyrarveginum, æskuheim- ili Björns og þá varð aftur stutt á milli vina. Samskipti okkar urðu meiri og nánari eftir því sem árin liðu og það liðu ekki margir dagar án þess að við ræddum saman í síma. Við Sjöfn eigum margar ógleyman- legar minningar um samveru- stundir með þeim Elínu og Birni, hvort sem var á heima- slóðum eða í útilegum og skemmtilegum ferðum MA- hópsins okkar. Vorið 1991 hóf- um við að fara saman í úti- leguferðir með fellihýsin okkar. Anna Helga, yngsta barn El- ínar og Björns, var með okkur í ótal mörgum ferðum í fjölda ára. Þessir dagar og ferðalög okkar voru ógleymanleg. Ótelj- andi voru þær gleðilegu stundir sem við eyddum saman hvert einasta sumar eftir þetta og allt til haustsins 2004. Áfangastað- irnir voru oftast valdir eftir veðurspám og voru sannarlega um allt landið okkar. Einn af mörgum sælureitunum var Skaftafell og eitt sumarið, til- nefndi þjóðgarðsvörðurinn okk- ur heiðursgesti, vegna tíðra heimsókna okkar þangað. Ann- ar sælureitur var Húsabrekka, gegnt Akureyri, og alltaf var okkur fagnað á Skógum, af vini okkar Þórði Tómassyni, sem setti okkur niður á túnið ofan við byggðasafnið. Frá þessum sælureitum var svo víða farið og margt skoðað. Eftirminnileg var ganga okkar á Kristínar- tinda og á Hvannadalshnjúk. Einnig ferð okkar norður í Fjörðu, að skoða rústir eyðibýla sem tengdust Jóni Reykjalín föður Elínar. Við heimsóttum m.a. Njarðvík og Borgarfjörð eystra, þaðan sem Anna Helga, móðir Elínar, átti rætur að rekja. Alltaf var Elín hinn ljúfi, fasti klettur, glaðværðin og vin- semdin geislaði af henni. Þessar stundir koma ekki aftur en þær geymast í ljúfri minningu. Guð blessi minningu Elínar Jónsdóttur. Skúli Jón Sigurðarson. Elsku mamma, ég mun alltaf vera litla gullið þitt og ég lofa að ég mun standa mig vel í skólanum og í lífinu. Ég lofa líka að passa pabba fyrir þig. Ég elska þig. Hekla Karen Friðbjarnardóttir. Þórunn Egilsdóttir ✝ Þórunn Egilsdóttir fæddist 23. nóv- ember 1964. Hún lést 9. júlí 2021. Útförin fór fram 24. júlí 2021. ✝ Ágúst Þór- arinsson fædd- ist í Reykjavík 12. apríl 1952. Hann lést á Grund 9. júlí 2021, eftir níu mán- aða dvöl þar. Hann var sonur hjónanna Guð- laugar Sæmunds- dóttur, f. 6. nóv- ember 1921, d. 30. janúar 2009, og Þórarins Jens Óskarssonar, f. 16. mars 1915, d. 4. september 2009. Systkini Ágústar eru: Gunn- ar, f. 1949, kvæntur Steinunni Sighvatsdóttur; Sæmundur, f. 1955, kvæntur Kristjönu Daní- elsdóttur; Katrín, f. 1958, gift Lilja Ásgeirsdóttir, f. 1980, dæt- ur þeirra eru Embla María, f. 2006, og Hrafnhildur Freyja, f. 2010. Ágúst ólst upp í Vogahverfi í Reykjavík og gekk í Vogaskóla, Gagnfræðaskóla Kópavogs, MT og síðan í Iðnskólann. Á yngri árum var Ágúst til sjós á Árna í Görðum. Hann var húsasmíða- meistari og vann við smíðar mestan part ævi sinnar, fyrst undir handleiðslu föður síns, sem einnig var húsasmíðameist- ari. Þeir bræður Ágúst og Sæ- mundur áttu farsælt samstarf og unnu saman við smíðar í yfir 40 ár. Ágúst var virkur í Kiw- anishreyfingunni á meðan heils- an leyfði. Útförin fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, 3. ágúst 2021, klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á: https://bit.ly/ath80. Virkan hlekk á streymið má finna á: https://www.mbl.is/andlat/. Hauki Ingasyni; Sigrún, f. 1958, gift Stefáni Bjarnasyni. Ágúst kvæntist hinn 3. mars 1979 Sigríði Hönnu Jó- hannesdóttur, f. 28. nóvember 1954. Dóttir Sigríðar er Ebba Guðný Guð- mundsdóttir, f. 9. júlí 1975, og fóstr- aði Ágúst hana frá því hún var eins og hálfs árs. Eiginmaður Ebbu er Hafþór Hafliðason, f. 1975, börn þeirra eru Hanna Hulda, f. 2002, og Hafliði, f. 2005. Sonur Ágústs og Sigríðar er Jóhannes Þór, f. 31. mars 1979. Eiginkona hans er Ragnhildur Ágúst bróðir okkar lést að- faranótt 9. júlí sl. eftir langvinn veikindi. Hann var hvers manns hugljúfi og hans verður sárt saknað. Á æskuárunum var Gústi, eins og við kölluðum hann, alltaf settur í markið þegar við lékum okkur í fótbolta. Ástæðan var sú að hann mæddist fljótt ef hann tók á sprett. Það kom ekki í ljós fyrr en Gústi var orðinn fulltíða maður að hann var með alvar- legan fæðingargalla. Slagæðin niður í neðri hluta líkamans var lokuð og hann þurfti því síðar að gangast undir margar skurðað- gerðir. Gústi tók upp á ýmsu skemmtilegu, þar á meðal að sauma buxur á sig og fleiri. Móðir okkar, Guðlaug, leiðbeindi honum við hönnun og sauma- skap, en hann hafði mjög sjálf- stæðar hugmyndir og smekk. Buxurnar voru yfirleitt í skraut- legum litum. Fleiri nutu góðs af þessari sérstæðu listsköpun bróður okkar. Listræn sköpun- argleði hans braust fram á fleiri sviðum, t.d. í málaralist. Gústi var mikill vinur vina sinna, hjálpsamur og liðlegur. Þegar einn vinur hans tók að stunda lyftingar hreifst Gústi með og tók sjálfur að lyfta. Ferðalög urðu svo líf og yndi Gústa. Hann var víðförull og ferðaðist m.a. með eldri bróður sínum Gunnari og mökum þeirra á fornar söguslóðir í Ísrael. Hjálpsemi Gústa kom ekki síst fram í aðstoð hans við vini sína sem voru að koma þaki yfir höfuðið. Þar kom sér vel iðn- menntun hans í húsasmíði en Gústi var á samningi, eins og við bræður hans, hjá Þórarni föður okkar sem var húsasmíðameist- ari. Ágúst og Sæmundur bróðir okkar unnu saman við trésmíð- ar. Gústi fór sér að engu óðs- lega, vildi íhuga hvert verk vandlega fyrir fram og var mjög lausnamiðaður. Sæmundur er verkmaður mikill og sneggri til og því reyndi yfirvegun Gústa stundum á þolinmæði hans. En í reyndinni ófust þessir ólíku eðl- isþættir bræðranna frábærlega saman í árangursríku samstarfi enda nutu þeir mikils trausts meðal viðskiptavina og sam- starfsfélaga. Hið lausnamiðaða eðli Gústa kom snemma fram. Eitt sinn þegar Sigrún systir hans lá veik sótti hún fast að eldri bræðrum sínum að lesa fyrir sig uppá- haldssöguna sína og þá helst aftur og aftur. Bræðurnir nenntu þessu illa en þá tók Gústi til sinna ráða. Hann hvarf um stund og kom síðan brosandi til systur sinnar með segulband undir hendinni sem hann hafði lesið söguna inn á. Málið var leyst! Tvíburasysturnar Katrín og Sigrún nutu góðs af. Þeir bræður störfuðu ekki að- eins saman við smíðar, þeir voru einnig um hríð á bátnum Árna í Görðum frá Vestmannaeyjum. Þeir fiskuðu vel. Þá fór að gjósa í Eyjum og við tók það mik- ilvæga verkefni að bjarga fólki og verðmætum í land. Stærsti vinningurinn í lífi Gústa var þegar hann kynntist Siggu Hönnu og með fylgdi dóttir hennar, Ebba Guðný. Saman eignuðust þau svo soninn Jóhannes árið 1979. Nú hefur húmað að Gústa bróður en eftir stendur ljóslif- andi minning um góðan dreng og traustan. Við systkinin, makar og af- komendur okkar vottum eigin- konu hans, Sigríði Hönnu Jó- hannesdóttur, og fjölskyldu samúð okkar. Blessuð sé minning Ágústs Þórarinssonar bróður okkar. Gunnar Þórarinsson, Sæmundur Þórarinsson, Katrín Þórarinsdóttir, Sigrún Þórarinsdóttir. Ágúst Þórarinsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, tengdadóttir og amma, SIGURLÍNA JÓNSDÓTTIR Lína, Húsavík, lést á sjúkrahúsinu á Húsavík fimmtudaginn 29. júlí. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 7. ágúst klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á facebooksíðu kirkjunnar. Þeim sem vilja minnast Línu er bent á styrktarfélag HSN Húsavík. Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls Línu. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓDÍS DAGNÝ VILHJÁLMSDÓTTIR, Bjarkargötu 4, 101 Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans laugardaginn 31. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Jón Pétursson Vilhjálmur Jónsson Agnes Margrét Eiríksdóttir Benedikt Jónsson Unnur Eva Jónsdóttir Pétur Gauti Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, INGI FRIÐBJÖRNSSON framkvæmdastjóri, Sauðárkróki, lést á líknardeild Landspítalans hinn 28. júlí. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 5. ágúst kl. 14.00. Rósa Eiríksdóttir Þórhildur Ingadóttir Pétur Friðjónsson Ingibjörg Ingadóttir Jón Sindri Tryggvason Óli Arnar, Helga, Ingi, Rósa Sól og Katla Lind Svanhildur Guðjónsdóttir Ástkær bróðir, mágur og frændi okkar, ÓSKAR HELGI S. MARGEIRSSON, áður til heimilis á Brávallagötu 26, lést á heimili sínu, Mýrarási 2, hinn 31. júlí, í faðmi fjölskyldunnar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðjón Margeirsson Margrét Jónsdóttir Jóhanna Jónasdóttir og aðrir aðstandendur Elskulegur sonur, faðir, afi og bróðir, SIGGEIR VALDIMARSSON, lést á líknardeild Landspítalans hinn 26. júlí síðastliðinn. Jarðarför auglýst síðar. Hrafnhildur Heba Wilde Brynja Siggeirsdóttir Agla Björk Egilsdóttir Markús A.G. Wilde

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.