Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021
Elísabet, spor
mín eru þung og
hugur líka þessa
daga, elsku systir mín og besti
vinur. Drottning er fyrsta orðið
Elísabet
Guðmundsdóttir
✝
Elísabet Guð-
mundsdóttir
fæddist 5. nóv-
ember árið 1967.
Hún lést 10. júlí
2021.
Hún var jarð-
sungin 19. júlí
2021.
sem kemur upp í
hugann þegar ég
hugsa til þín og hef-
ur þú alltaf borið
nafnið betur en ég.
Æðruleysi þitt yfir
því sem á undan er
gengið og styrkur
er aðdáunarverður,
óeigingirni, virðing
fyrir lífinu, ást þín á
Emil og dætrum,
Svavari og barna-
börnum, ást þín á systkinum og
mömmu og öllum þeim sem okk-
ur fylgja og nærfjölskyldu gerir
þig að fyrirmynd minni.
Ég er heilluð af öllum eigin-
leikum þínum og því sem þú
áorkaðir. Gáfnafar þitt er ein-
stakt, glettni og kímni, trúfesta,
og staðfesta við þau verkefni sem
þú tókst að þér og sóttir til þín
þar sem þú sýndir samúð og
kærleika og varst svo lík pabba
okkar að því leyti. Máttarstólpi í
litlu samfélagi sem gerðir svo
mikið og þáðir svo lítið í staðinn.
Með tárin niður kinnar og
brotið hjarta hellast yfir minn-
ingarnar allt frá því við bjuggum
í Bár. Þéttur systkinahópur og
alltaf var stutt í stríðnina hjá þér.
Púkinn á bitanum og Elís kallaði
pabbi þig. Stríðni þín kom oft í
bakið á mér en þú hentir mér í
sundlaug ósyndri og kenndir
Orra frænda um, leyfðir mér að
keyra SAAB-inn út á klettinn í
Bár, þú bakkaðir öðrum SAAB
frá Bár út á Klif, ekki há í loftinu,
og þið Maggi brutuð rúðu hjá
Orra frænda í Sunnuhvoli.
Þegar ég er nánast krakki
með krakka á handlegg hvetur
þú mig til að flytja aftur austur.
Allt það sem þið Emil gerðuð
fyrir okkur Þórdísi er ómetan-
legt en það hætti ekki þar því
Þórdís fékk að njóta ykkar hlýju
og gestrisni mörg sumur eftir
það og eins var tekið á móti And-
reu sem verður aldrei fullþakkað.
Faðmur þinn og Emils er breið-
ur.
Kærar eru minningar síðasta
árs. Ættarmót í Önundarfirði,
dvöl í Stekkjarhjáleigunni þinni
þar sem við Gummi fórum með
þig á Norðfjörð þar sem þú áttir
erindi sem leiddi til þess að ég
puttabraut þig næstum því í
Reyðarfirði þar sem við fórum að
slást um það hver ætti að borga
risarækjurnar sem við elduðum í
Þinghóli um kvöldið. Mikið hlegið
að því eftir á. Samkoma okkar á
Höfn í september þar sem við átt-
um yndislegar stundir og símtölin
okkar tveggja. Töluðum um bók-
hald og bókhaldsaðferðir en
skemmtilegi partur símtala okkar
er um sjónvarpsseríur, bók-
menntir og lífið. Við höfum ótrú-
lega líkan smekk á sjónvarpsefni
og höfðum mikla þörf fyrir að
ræða um það. Það var alltaf
gæðastund hjá mér að eiga þessi
símtöl við þig. Get glatt þig með
að það er komin ný sería af Virgin
River sem þér á eftir að líka við
þegar þú hefur tíma til að horfa.
Við hittumst nokkrum dögum
áður en þú kvaddir okkur þar
sem við ræddum um bókhald og
sjónvarpsseríur og lög um virð-
isaukaskatt. Ekkert var öðruvísi
nema að dregið var af þínum
þrótti. Við töluðum líka um Emil,
Lummu og Fönnsu. Ég mun
halda þeim loforðum sem ég gaf
þér, mín allra kærasta. Ég spurði
þig hvort ég mætti hringja í þig
og lesa fyrir þig bók eftir Þór-
berg en svarið var „Nei, þú mátt
hringja í mig og segja mér
brandara.“
Elísabet, drottningin mín, sé
þig síðar og ég bið að heilsa í bæ-
inn.
Þín
Regína Fanný
Guðmundsdóttir.
Gulla á Hrafns-
eyri, það var falleg
reisn yfir þessu
nafni. Ég var ung-
lingur er ég byrjaði
að mála í Mjólkárvirkjun og síðar
á Hrafnseyri og það hefur verið
mér dýrmætt að kynnast fjöl-
skyldunum þar og fólkinu í firð-
inum, meðal annars Gullu og
Hallgrími. Þau hjón voru staðar-
haldarar á Hrafnseyri í 40 ár og
sátu staðinn, þennan merka fæð-
ingarstað Jón Sigurðssonar, með
Guðrún
Steinþórsdóttir
✝
Guðrún fædd-
ist 1. mars
1938. Hún lést 14.
júlí 2021.
Útför Guðrúnar
var gerð 24. júlí
2021.
einstakri umhyggju
miklum sóma og
með hjartanu. Gulla
var kjarnakona og
hörkudugleg, þau
hjón voru með fé og
byggðu sjálf fjár-
húsin á Hrafnseyri
eða réttara sagt hún
náttúrubarnið var
bóndinn. Henni var
eðlislægt að annast
dýrin og yrkja land-
ið en Hallgrímur kynnti sig fyrir
fólki og sagðist vera léttadreng-
urinn sem stofnaði svo Vestfirska
forlagið og gaf út fjölda bóka.
Hrafnseyri er þvert í þjóðbraut
og það var mikið um gesti og
gangandi. Fólk og ráðamenn að
koma og skoða safnið og kapell-
una. Sáu þau um það og kirkjuna
á Hrafnseyri með annálaðri um-
hyggju og kærleik en hann sá um
safnið. Þar var messað og sá
Gulla alltaf um kirkjukaffi og var
yfirleitt fjölmennt. Hún snaraði
því léttilega fram en vildi helst
alltaf vera á bak við. Hún var ekki
mikið fyrir að láta bera á sér
þessi hógværa kona, alltaf sívinn-
andi. Minnist ég þess er ég var að
mála nýja burstabæinn sem
byggður var á lýsingum á bæ for-
eldra Jóns forseta. Gulla átti hug-
myndina að þeim bæ ásamt fjöl-
skyldu sinni. Þá kom fjöldinn af
fólki að vinnu við hann og um-
hverfið og það gleymdist stund-
um að láta Gullu vita hvað yrði
margt í mat en auðvitað sá hún
um að elda ofan í allan mann-
skapinn. Þetta var í maí og sauð-
burður á fullu, svo það var ljúft að
geta rétt henni hönd en vígslan
var 17. júní 1997. Gulla mín var
ekki allra en þeim sem hún átti
var hún tryggðarvinur og naut ég
þess og er þakklát fyrir þessi fal-
legu kynni við þau hjón. Oft er ég
var að mála á Þingeyri kom hún
og bauð mér og mínum í hádeg-
ismat upp á Brekku en eftir að
þau hættu sem húsbændur á
Hrafnseyri keyptu þau Brekku
sem var æskuheimili hennar og
byggðu sér heimili þar og fluttu
féð með sér. Gulla var drenglynd
hreinskiptin kona og sagði hlut-
ina hreint og beint, hún hafði
skoðanir á hlutunum. Oft áttum
við skemmtilegar umræður um
lífsins gang og tilveruna. Þau
áttu góð ár á Brekku og þeim inn-
an handar við búskapinn þar og
síðari ár var bróðurdóttir Gullu
og nafna, Gulla var virkilega
ræktarleg við nágranna sína sem
bjuggu einir í Arnarfirðinum.
Eftir fráfall Hallgríms sl. ár,
hrakaði heilsu Gullu ört en hún
var heima og átti fallega um-
hyggju Möggu og Sigga Þóa, ná-
granna sinna og vina, en síðustu
mánuði var hún á Tjörn. Það hef-
ur verið falleg samferðin með
þeim hjónum á lífsins göngu og
bið að guð gefi þeim frið.
Samúðarkveðjur til ástvina.
Bjarndís málari.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
Hátúni 4,
áður prófastsfrú á Kvennabrekku í
Dölum,
lést á dvalarheimilinu Grund miðvikudaginn
28. júlí. Útför hennar fer fram frá
Kvennabrekkukirkju í Dölum laugardaginn
7. ágúst klukkan 14.
Sigríður Eggertsdóttir
Vilborg Eggertsdóttir
Margrét Eggertsdóttir
Hildur Eggertsdóttir Sigurður R. Guðjónsson
Ingibjörg Eggertsdóttir Stefán Skjaldarson
Hlöðver Eggertsson Brynja Davíðsdóttir
Hulda Eggertsdóttir Ketill Gíslason
Eggert Hörgdal Snorrason Sesilía Myrna Alota
barnabörn, barnabarnabörn og
barnabarnabarnabörn
Mín elskulega
systir hefur kvatt
allt of fljótt, átti
margt eftir að fara
og gera. Hún var
Ragnheiður
Þórarinsdóttir
✝
Ragnheiður
Þórarinsdóttir
fæddist 7. apríl
1956. Hún lést 18.
júlí 2021.
Útför hennar fór
fram 28. júlí 2021.
alltaf til í fjör enda
mjög skemmtileg.
Fórum við margar
skemmtilegar ferð-
ir, bæði innanlands
sem og erlendis.
Þær minningar
munu ylja mér, því
við vorum mjög
samrýmdar systur.
Við töluðum saman
í síma nánast í
hverri viku í yfir
fjörtíu ár. Ragnheiður var
hreinskilin, hún var fagurkeri,
frábær kokkur og átti fallegt
heimili.
Hennar verður sárt saknað,
svo noti ég hennar orð. Þór-
arinn minn og stelpurnar mín-
ar, missir ykkar er mikill. Guð
veri með ykkur í sorginni.
Ólína Margrét Ólafsdóttir
(Lóa systir).
Elsku Ragnheiður frænka
mín, sem kvaddi okkur allt of
fljótt. Þú varst ekki bara
frænka heldur frænka með
stóru F-i. Mikið var alltaf nota-
legt að heimsækja þig á Tún-
götuna. Í minningunni þá mátti
allt á Bakkanum og þú varst
ekki mikið að stressa þig á
hlutunum, hvort sem það var
drullumall í bakgarðinum eða
snyrtistofa á baðherberginu.
Þú varst höfðingi heim að
sækja og allt svo gott sem þú
töfraðir fram í eldhúsinu. Það
verður skrítið að upplifa afmæl-
isdag án þess að fá hringingu
frá þér, mín kæra. Þú varst
dásamlega hreinskilin og ein-
læg. Þín verður sárt saknað og
mun minning þín lifa um
ókomna tíð.
Elsku Þórarinn, Ágústa,
Kristín, Ólöf og börn, innilegar
samúðarkveðjur til ykkar.
Iðunn Ýr
Ásgeirsdóttir.
✝
Pálmi Egilsson
fæddist í
Reykjavík 10. maí
1962. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut eftir
stutta sjúkra-
húslegu 11. júlí
2021.
Foreldrar Pálma
voru Sigríður
Mekkín Þorbjarnar-
dóttir, f. á
Rannveigarstöðum í Álftafirði,
og Egill Óskarsson, f. í Reykja-
vík. Þau eru bæði látin.
Pálmi fæddist á Nesvegi 12 og
ólst þar upp til níu ára aldurs er
fjölskyldan flutti í Breiðagerði
19. Pálmi bjó á Starhaga 7 síð-
ustu 20 árin, þar
sem hann undi hag
sínum vel til dauða-
dags. Hann var
ókvæntur og barn-
laus.
Pálmi var yngst-
ur fimm systkina.
Þau eru, í aldurs-
röð, Ásgeir, kvænt-
ur Söru Sofiu Roa
Campo, Óskar, lát-
inn, Kjartan, ekkill,
en kona hans var Guðfinna Guð-
mundsdóttir, og Unnur, í sambúð
með Þorsteini Þorsteinssyni.
Útför Pálma fór fram í kyrr-
þey frá Fossvogskirkju á
fæðingardegi Egils, föður hans,
19. júlí 2021.
Ég er strax farinn að sakna
Pálma vinar míns. Vinátta okkar
hafði staðið í 25 ár með hléum og
verið með ágætum. Pálmi hafði
starfað um skeið við kennslu og
hafði gott lag á að útskýra efna-
og eðlisfræðileg mál. Hann hafði
mikinn áhuga á nýjustu tækni og
vísindum, en einnig heimilda-
myndum og hafði hlaðið niður yf-
ir 2.000 slíkum. Gríðarlegt safn
og hann var duglegur að sýna
mér það markverðasta. Margt
sem maður hefði ekki séð eða vit-
að ef ekki væri fyrir Pálma. Hann
var drengur góður sem glímdi við
veikindi sín af æðruleysi og var
sannur vinur vina sinna.
Sigl heill Pálmi.
Guðmundur Böðvarsson.
Pálmi Egilsson
✝
Dagbjört Jóns
Sigurðardóttir
(Birta) fæddist í
Reykjavík 26. októ-
ber 1932. Hún lést
á Dvalarheimilinu
Höfða Akranesi 8.
júlí 2021.
Foreldrar Birtu
voru Sigurður Ey-
þórsson, f. 1907 á
Svarfhóli, Stað-
arhraunssókn, d.
1965, og Guðrún Jónsdóttir, f.
1901 í Digranesi, Gull., d. 1978.
Bróðir Birtu var Grétar, f.
Árnadóttur og á með henni
tvær dætur, Önnu Maríu og
Ragnhildi, þau skildu, í dag býr
hann með Hildi Einarsdóttur. 2)
Guðjón, f. 19. maí 1957, kvænt-
ur Magneu Sigríði Guttorms-
dóttur og á með henni tvær
dætur, Tinnu Björt og Áslaugu
Sif. 3) Gunnar, f. 2. september
1960, hann á soninn Þórarin
Bjart með Stefaníu Þórarins-
dóttur. Síðar kvæntist hann
Sólrúnu Ólafsdóttur, átti hún
fyrir tvo syni, Jakob Þór og
Esra Þór, sem Gunnar gekk í
föðurstað. 4) Sigrún, f. 1. októ-
ber 1962, gift Grétari Krist-
inssyni og á með honum tvö
börn, Kristin Hlíðar og Dag-
björtu Ingu.
Útför Birtu fór fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík 29.
júlí 2021.
1929, d. 2012. Hálf-
systir Birtu af
seinna hjónabandi
Sigurðar er Jó-
hanna, f. 1948.
Birta giftist 26.
október 1954 Sig-
mundi H.H. Han-
sen (Simba), f. 26.
október 1928, d.
2012. Foreldrar
hans voru Hinrik
A. Hansen og Gísl-
ína G. Egilsdóttir. Börn Birtu
og Simba eru: 1) Gísli, f. 17.
ágúst 1954, kvæntist Sigríði
Elsku Birt’amma er farin. Það
er alveg sama á hvað aldri maður
er; þetta er alltaf jafn erfitt. Ég
var fyrsta barnabarnið og var sú
eina þar til systir mín kom sjö
árum seinna. Það mátti sko allt
hjá ömmu og afa.
Birta amma var amma með
stórt hjarta. Hún sá allt það litla
og fallega sem heimurinn sýndi
okkur og var ótrúlega natin við
alla litlu hlutina.
Minningarnar hrannast upp á
svona stundu og ylja.
Stofan á Ásvallagötunni, og
við amma að hlusta á Pílu Pínu
hátt, Sinalco undir skúffunni í
eldhúsinnréttingunni. Bruður
með kæfu og canderel-dollurnar.
Hali við Svínavatn var sælu-
reiturinn þeirra ömmu og afa.
Hali var lítill krúttlegur bústað-
ur fyrir tvo, en þessi bústaður
var ævintýraheimur fyrir okkur
börnin. Alltaf eitthvað nýtt að sjá
sem amma kom svo haganlega
fyrir í öllum litlu hirslunum. Og
alveg ótrúlegt hvað það komust
margir fyrir, það er eins og hann
hafi stækkað með hverjum sem
kom, svolítið eins og hjartað í
ömmu; við hvern afkomanda
stækkaði hjartað. Það var með
hreinni aðdáun sem ég horfði á
ömmu borða hausa af silungum
sem afi hafði veitt í vatninu.
Hausinn fór inn um annað munn-
vikið og beinin komu svo tand-
urhrein út um hitt.
Amma átti skál með loki sem
var eins og hæna á hreiðri. Í
kringum páska byrjaði hún að
kíkja í skálina til að tékka hvort
hænan væri búin að verpa, ég
beið spennt og fylgdist með og
oft var hún ekki búin en svo
kannski svona tveimur dögum
seinna var hún komin með eitt
eða tvö egg, lítil súkkulaðiegg
með málshætti. Ég hafði fulla trú
á þessari hænu og hef enn, því
hænan er enn að.
Mikið sem ég á eftir að sakna
samtala og alls þess sem amma
kenndi mér. Amma var ekki
skoðanalaus og amma var hrein-
skilin og átti þéttasta og besta
faðmlag sem nokkur getur hugs-
að sér.
Takk amma, þú varst best.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Ástarkveðja,
Anna María Gísladóttir.
Dagbjört Jóns
Sigurðardóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar