Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 3
- Segir nálgun Páls sem forseta EFTA-dómstólsins rétta Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmað- ur og fyrrverandi hæstaréttardóm- ari, segir að óeðlilegt hafi verið að Páll Hreinsson, forseti EFTA-dóm- stólsins, hafi tekið að sér skýrslu- gerð um lögmæti sóttvarnaaðgerða á Íslandi. Þannig tekur Jón Steinar undir gagnrýni Carls Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dóm- stólsins, sem skrifaði harðorða grein í Morgunblaðið síðasta laug- ardag, þar sem hann sagði Pál hafa misst sjálfstæði sitt sem forseti dómstólsins. „Það er athuga- vert að Páll Hreinsson, ver- andi forseti í þess- um dómstól, skuli taka að sér verk- efni fyrir íslenska ríkið. Vegna þess að þar geta verið álitamál sem þarf að leita álits hjá dómstólnum og það sér það hver maður að hann á ekki að blanda sér í slíkt. Þannig að ég tek undir með þeirri gagnrýni hjá Baudenbacher.“ Jón Steinar tekur þó ekki undir með Baudenbacher að öllu leyti, eins og hann útskýrði fyrir mbl.is í gær. Hann segist sjálfur vera alfarið á móti því að alþjóðlegir dómstólar, eins og EFTA-dómstólinn, grafi undan fullvalda dómstólum aðildar- ríkja með því sem kallað er „lifandi lögskýringum“. Páll hefur ekki svarað Mbl.is og Morgunblaðið hafa reynt að ná tali af Páli, til þess að leita við- bragða við skrifum Carls Baudenbac- her. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ekki enn svarað símtölum blaðamanna Morgunblaðs- ins og mbl.is. Nánar er fjallað um málið á mbl.is, fréttavef Morgunblaðsins. Athugavert að Páll hafi tekið að sér skýrslugerð Jón Steinar Gunnlaugsson 2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Sérhæfð þjónusta fyrir 544 5151 tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson Gunnhildur Sif Oddsdóttir „Eins og aðrir landsmenn bíðum við þess með öndina í hálsinum að sjá hvernig faraldurinn þróast og hver áhrifin verða á upphaf skólastarfs,“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdótt- ir, formaður Félags grunnskólakenn- ara Í dag, 3. ágúst, hefst að tillögu sótt- varnalæknis gjöf örvunarskammts til kennara og annars starfsfólks skóla sem í vor og sumar fékk Janssen. Efnin sem nú bjóðast eru Pfizer eða Moderna og er ætlað að skerpa á þeirri vörn sem þegar er til staðar. Í dag mætir í sprautun fólk fætt í jan- úar og febrúar, þau sem afmæli eiga í mars koma á morgun, og svo fram- vegis. Öðrum sem fengu Janssen mun sömuleiðis bjóðast aukaskammtur fyrir 20. ágúst. „Kennarar byrja í vik- unni að undirbúa sig fyrir veturinn og mæta svo í skólana nærri 13. ágúst, daginn sem yfirstandandi sóttvarna- aðgerðir falla úr gildi. Börnin mæta svo 23. ágúst og þá og helst fyrr þarf að vera komið alveg á hreint hvort til dæmis þurfi að hólfa skólahúsnæði niður til að koma í veg fyrir smit eða gera ráðstafanir,“ segir Þorgerður. Börn í Þýskalandi fá sprautu Í Þýskalandi mun bóluefni gegn kórónuveirunni bjóðast börnum, 12 ára og eldri. Það er gert gegn ráðgjöf sem þýska bólusetningastofnunin, STIKA, gaf. Heilbrigðisráðherrar sambandsríkjanna 16 sem mynda Þýskaland hafa sömuleiðis ákveðið að fólk í áhættuhópum fái örvunar- skammta, sagði í gær á vef Der Spiegel. Bóluefnin Pfizer og Moderna eru samþykkt af Lyfjastofnun Evrópu (EMA) fyrir börn 12 ára og eldri en hafa hingað til alla jafna ekki staðið þýskum börnum til boða. Foreldrar gátu þó fengið bólusetningu fyrir börn sín, ef óskað var. Á Íslandi munu foreldrar barna 12 til 18 ára geta beð- ið um bóluefni við Covid-19 þegar færi gefst, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna á dögunum. „Ef rannsóknir staðfesta að bólu- setningar gagnist börnum eigum við að fara þá leið. Sóttvarnalæknir tekur þó ákvörðunina sem við fylgjum,“ sagði Óskar Reykdalsson, læknir og forstjóri Heilsugæslu höfuðborgar- svæðsins, við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Hugsanlega bólusett í skólum „Yngra fólk svarar bólusetningum yfirleitt vel og veikist sjaldan af Covid – og þá yfirleitt vægt. Áherslan hefur því beinst að eldri og viðkvæmari hópum. Og sprauturnar virka, rann- sóknir í Bandaríkjunum sýna að þeir sem látast af völdum veirunnar eru í 99,99% tilvika óbólusettir,“ segir Ósk- ar. Nýgengi innanlandssmita af Covid miðað við hverja 100 þúsund íbúa hef- ur verið 358 manns á sl. fjórtán dög- um – og 15 liggja nú á sjúkrahúsi af völdum sjúkdómsins. „Ég hef áhyggj- ur ef sjúkdómurinn heldur áfram að breiðast út af sama hraða og verið hefur síðustu daga. Slíkt eykur líkur á stökkbreytingu veirunnar,“ segir Óskar Reykdalsson. „Því er mikilvægt að halda áfram með viðbótarskammti til eldra fólks sem gjarnan svarar bóluefni seinna en aðrir. Hvað varðar börnin þá gætu bólusetningar hafist til dæmis þegar starf grunnskóla hefst aftur eftir sumarleyfi, eins og skólahjúkrunar- fræðingar skoða nú.“ Bólusetning skólabarna í skoðun - Með öndina í hálsinum, segir formaður Félags grunnskólakennara - Þýsk börn sprautuð - Áfram- hald bólusetninga mikilvægt, segir forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis- Útbreiðsla áhyggjuefni Óskar Reykdalsson Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Annie Mist Þórisdóttir hlaut bronsverðlaun á Heimsleikunum í crossfit, sem fram fóru í Bandaríkjunum um helgina. Hún segist í samtali við mbl.is vera ótrúlega ánægð með árangurinn og að henni hafi ekki þótt rétt- látt að telja sér trú um að hún gæti náð svo langt eftir erfitt ár. Þá hafi markmiðið með þátttökunni verið að ná stjórn á líkama og huga og sjá hvar hún stæði. „Ég er enn þá að átta mig á hlutunum en ég er bara ótrúlega ánægð og hlakka til að koma heim og fagna með fjölskyldunni,“ segir Annie um árangurinn. Hún segir að það hafi verið erfitt fyrir sig að vera með ákveðnar væntingar til leik- anna, hún hafi farið fram og til baka með það síðustu mánuði hvort hún væri tilbúin til að keppa. Markmiðið hafi þó alltaf verið að komast í topp tíu ef hún tæki þátt, sem tókst svo sannarlega. „Þannig að allar væntingar stóðust og mun meira en það,“ segir Annie. Hún segist alls ekki hafa búist við því að hún næði eins langt og raun ber vitni. „Meira að segja þegar ég var að fara inn í síðasta daginn þá þorði ég ekki að trúa því að ég gæti endað á palli. Þetta var einhvern veginn svo fjarlægt í huganum á mér áður en ég byrjaði að keppa,“ segir Annie en hún eignaðist dóttur fyrir tæpu ári. Nánar er rætt við Annie á mbl.is gunnhildursif@mbl.is Annie Mist náði frábærum en óvæntum árangri á Heimsleikunum í crossfit með því að hreppa bronsverðlaunin Ótrúlega ánægð og hlakkar til að koma heim Ljósmyndir/Crossfit Games Afrekskona Annie Mist lyftir lóðum á Heimsleikunum og til hægri samfagnar Katrín Tanja henni, eftir að bronsið var í höfn um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.