Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Við leigjum út krókgáma FRAMKVÆMDIR? til lengri eða skemmri tíma HAFÐU SAMBAND: sími: 577 5757 www.gamafelagid.is Hugsum áður en við hendum! Ofangreind orð við- hafði Pétur heitinn Blöndal alþingismaður í umræðunni um stjórnun á sparisjóðum í hruninu. Skilningur minn á orðunum er að um sé að ræða sjóð, þar sem einhver annar en eigandinn annast stjórnun og rekstur. Lífeyrissjóðirnir eru gott dæmi um þetta, auk þess að hafa ítök í stjórnum fjölda hlutafélaga vegna eignarhalds. Ekki má gleyma opinberu hlutafélögunum, en stjórnir þeirra virðast hafa mikil völd sam- anber hver tók ákvörðunina um byggingu nýja Landsbankahússins. Ríkissjóður er sennilega eitt besta dæmið um fé án hirðis. Á fjögurra ára fresti fá raunverulegir eigendur hans að kjósa einhverja menn til Al- þingis, sem svo verða sjálfkrafa um- boðsmenn hans næsta kjörtímabil. Frekari afskipti fá eigendur ekki að hafa, fyrr en við næstu kosningar. Fyrirtæki í einkarekstri sæta miklu opinberu eftirliti auk þess sem þeim ber að skila eigendum sínum árlega skýrslu um rekstur og af- komu. Stærsta verkefni ríkisstjórna er að útdeila fé úr ríkissjóði. Það verður seint svo gert að öllum líki. Opin stjórnsýsla á hvergi betur við en þar. Væri ekki sjálfsagt að fráfarandi Alþingi og ríkisstjórn gerðu þjóðinni sérstaka grein fyrir þeim umsýslu- kostnaði sem Alþingi áskilur sér fyrir að annast sjóðinn? Þetta myndi gera okkur kjósendum kleift að fylgjast með þróun opinbera kerfisins og bera saman rekstur þess á milli kjör- tímabila. Þær greiðslur, sem löggjafinn fel- ur stjórninni (ráðuneytunum) að leggja til ýmissa ríkisstofnana, eru ekki hluti af rekstrarkostnaði ráðuneyt- anna. Það sem fellur m.a. undir hann er kostnaður við húsnæði, laun, að- keypta sérfræðiþjónustu, við nefndir og vinnuhópa o.s.frv. og þannig yrði ýmis kostnaður opinberaður. Það er mikill vandi að fara vel með opinbert fé - annarra manna fé. Og ekki er það auðveldara á kosningaári. Þeir eru nefnilega ófáir sem vilja allt fyrir alla gera, það er að segja ef einhver ann- ar borgar. Við erum í miðri kreppu og ríkis- sjóður stórskuldugur erlendum lánar- drottnum með tilheyr- andi gengisáhættu. Fréttir segja okkur að sparifé landsmanna leiti í auknum mæli í áhættu- fjárfestingar, hlutabréf o.þ.h., vegna óréttlæt- anlega lágra innláns- vaxta. Kom ekki til greina að leita til inn- lendra sparifjáreigenda og gefa þeim tækifæri á aðeins betri vöxtum en ríkisbank- arnir bjóða? Ekki fylgir gengis- áhætta innlendum lánum auk þess sem vextir lækka vegna fjármagns- tekjuskattsins. En ef til var það ekki nógu jákvætt fyrir hagvöxtinn. Inn- streymi á erlendu fjármagni virkar trúlega betur fyrir hann. Sennilega hefði verið minna fjárfest í hlutabréf- um, en aukningin í töku húsnæðis- lána hefði líklegast verið óbreytt vegna gjafavaxtanna. 3,3% lánsvextir í 4,3% verðbólgu er tæpast heilbrigt. Um er að ræða beina tilfærslu fjár- muna á milli þegna þjóðfélagsins. Kallast þetta ekki mismunun? Stóra vandamál okkar kjósenda er skortur á aðhaldi með opinbera rekstrinum. Þar ber framkvæmda- valdið hæst enda stýrir það mestöllu kerfinu. Einu sinni voru hér öflug dagblöð, flokksblöð, sem veittu hvert öðru sem og stjórnvöldum mikið aðhald. Meg- inhluti þjóðarinnar var í áskrift, hver að sínu blaði og sumir fleirum. Þann- ig fengu menn málin matreidd á marga vegu og „fjórða valdið“ virkur þátttakandi í lýðræðinu. Nú eru breyttir tímar og almenningur kýs frekar að lesa hina svokölluðu sam- félagsmiðla, sem bæði eru ótrúverð- ugir og án allrar ábyrgðar. Og nú er spurt: Hvernig förum við að því að koma á virku eftirliti með stjórnkerfinu í heild? Fé án hirðis Eftir Werner Ívan Rasmusson Werner Rasmusson » Alþingi er ekki eig- andi ríkissjóðs, að- eins umsýsluaðili hans. Raunverulegi eigand- inn, þjóðin, ræður litlu sem engu um ráðstöfun hans. Höfundur er eldri borgari. Hvort er verra að móðga einhvern eða ljúga? Að segja eitt- hvað á móti eða segja ekki neitt? Segðu mér hvað þér finnst og ég lofa að vera ósammála. Munurinn á rökræð- um og rifrildum er ekki alltaf skýr. Annað átti það til að hverfa bak við hitt og stund- um gleymi ég að ég hafi lært muninn. Munurinn á skoðanaskiptum og samfélagslegum handritum er held- ur ekki alltaf skýr. Við eigum til að bendla viðhorf okkar við skoðanir, en viðhorf eru persónuleg sjónarmið sem byggjast á samfélagsstöðu hvers og eins, á meðan skoðanir eru mun flóknari og vandaðri fyrirbæri. Það er auðvelt að standa með því sem maður þekkir og endurtaka í hugsunarleysi það sem berst inn um eyrað, mun auðveldara en að remb- ast við að vera raunverulega forvit- inn um aðrar hliðar málsins í þeim tilgangi að mynda sér skoðun. Við- horf eru sjálfgefin, skoðanir eru sjaldgæf fyrirbæri. Það sem einkennir umræðuna í dag er að hún byggist á viðhorfum, ekki skoðunum. Einstaklingar eru skikkaðir í samfélags- hópa sem tileinka sér ákveðnar stefnur í sam- ræmi við samnefnara á borð við kyn, þjóðerni, aldur, stétt o.s.frv. Svo þegar álitamálin dúkka upp takast þessir sam- félagshópar á og slag- urinn verður fyrir- sjáanlegri í hvert sinn. Nútímadiplómasía gengur út á að hneyksl- ast á réttum tímum, með þeim afleiðingum að í nútímasamfélagi má maður tala þegar maður segir réttu hlutina en ekki þegar maður hefur eitthvað að segja. Þess vegna er þögli meirihlut- inn þjóðfélagshópur sem fer sívax- andi, og með þessu áframhaldi er tímaspursmál hvenær markaðstorg hugmyndanna þagnar alveg. Ég býst við því versta því þannig hef ég í versta falli rétt fyrir mér. Andleg viðskipti Eftir Ernu Mist Erna Mist »Ég býst við því versta því þannig hef ég í versta falli rétt fyrir mér. Höfundur er listmálari. ernamist@ernamist.net Framkvæmdastjóri Flokks fólksins kveinkar sér undan skrifum mínum í Morgunblaðinu þar sem ég gagnrýni flokk hans. Skiljanlega lítur það illa út fyrir Flokk fólksins, sem segist berjast fyrir lægst launaða hópi aldraðra, að fagna því sér- staklega að þeirra verk var að dómsmál leiddi til þess að lífeyrisþegar sem lægstar höfðu tekjurnar fengu leiðréttingu upp á 20 þúsund krónur. Leiðrétting til þeirra lífeyrisþega sem hæstar hafa tekjurnar voru 800 þúsund krónur. Þetta hlýtur að vera slæm nið- urstaða fyrir flokk sem segist vilja útrýma fátækt og berst sérstaklega fyrir bættum kjörum þeirra verst settu. Ætlar Flokkur fólksins, komist hann til valda, að beita sér fyrir að kerfið verði þannig að tekjuhæstu lífeyrisþegarnir fái margfaldar greiðslur frá Tryggingastofnun mið- að við þá lægst laun- uðu? Óréttlæti og enn meira óréttlæti Kerfið eins og það er núna er mjög óréttlátt. Eftirlaunaþegi má að- eins hafa 25 þúsund í tekjur á mánuði án skerðingar. Eftir það byrja skerðingar. Auð- vitað gengur þetta ekki. Um það eru flestir sam- mála, þótt ekkert hafi verið gert í að leiðrétta. Það er alveg lágmark að frítekju- mark miðist við 100 þúsund krónur á mánuði. Það myndi laga kjör þeirra lægst launuðu. Aftur á móti er það ekki síður óréttlátt, eins og einhverjir vilja, að allir og þar með taldir hæst launuðu lífeyrisþegar fái mánaðarlegar bæt- ur frá Tryggingastofnun ríkisins. Ég er mótfallinn því. Við eigum að nota þá fjármuni sem Tryggingastofnun ríkisins hefur til að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Furðulegt ef Flokkur fólksins getur ekki tekið undir það. Það væri góð samstaða. Hjörleifur Hallgríms miðflokks- maður skrifar oft pistla í Morgun- blaðið. Það gerði hann á dögunum og gerir það að umtalsefni að ég hafi unnið mér inn ágætis lífeyri. Það er rétt að ég er einn þeirra 26% lífeyr- isþega sem hafa það góðar tekjur að ég fæ ekki eina einustu krónu frá Tryggingastofnun ríkisins. Mér finnst það mjög eðlilegt. Á sama tíma eru 3% lífeyrisþega sem eingöngu fá tekjur sínar frá Tryggingastofnun ríkisins. Stór hópur eldri borgara til viðbótar á mjög lítil réttindi í sínum lífeyr- issjóði. Það hlýtur að eiga að vera takmark okkar að bæta kjör þessa fólks. Ríkið þarf ekki að hafa áhyggjur af okkur sem erum með góðan lífeyrissjóð. Um þetta ætti að vera hægt að ná samstöðu. Því mið- ur er það ekki svo. Nokkrir sem hafa háar greiðslur úr lífeyrissjóðum væla hátt og vilja að Trygg- ingastofnun greiði þeim mán- aðarlega tugþúsundir til viðbótar. Ég segi nei. Hvert á að vera hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins? Nú styttist óðum í að gengið verði til alþingiskosninga. Málefni eldri borgara hljóta að skipa stóran sess í umræðunni. Stjórnmálamenn verða að upplýsa okkur um það hvert þeir telja hlutverk Tryggingastofnunar ríkisins eiga að vera. Á það að vera til að bæta hlut þeirra verst settu og fólks með miðl- ungstekjur? Eða á hlutverk Trygg- ingastofnunar að vera til að greiða öllum bætur án tillits til tekna, þann- ig að þeir tekjuhæstu fái einnig greiðslur? Það er nauðsynlegt að fá þessu stefnu fram frá stjórnmála- flokkunum. Mín skoðun er sú að við eigum að nota fjármuni Trygginga- stofnunar til að peningarnir renni til þeirra þar sem þörfin er mest. Samstaða um hvað? Eftir Sigurð Jónsson Sigurður Jónsson » Lægstu tekjurnar fengu 20 þúsund króna leiðréttingu. Hæstu tekjurnar fengu 800 þúsund króna leið- réttingu. Stefna Flokks fólksins? Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í Garði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.