Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
Í haust sendir Gerður Kristný frá sér
tuttugustu og sjöttu bókina á tuttugu
og sjö árum, framhald bókarinnar Ið-
unn & afi pönk, sem kom út á síðasta
ári. Í viðtalsþættinum Dagmálum,
sem aðgengilegur er áskrifendum
Morgunblaðsins á mbl.is, segir Gerð-
ur frá pönkafa Iðunnar og frá sjálfri
sér.
Fyrsta bók Gerðar kom út 1994 og
sú tuttugasta og sjötta er væntanleg í
haust, eins og getið er. Bækurnar eru
ekki bara margar heldur eru þær
ólíkar, því Gerður hefur gefið út
barnabækur, ljóðabækur, skáldsög-
ur, reynslusögu, ævisögu og smá-
sagnasafn og margar bóka hennar
hafa líka verið verðlaunaðar.
Gerður segir að þó henni hafi
snemma liðið eins og hún gæti orðið
skáld hafi henni ekki dottið í hug að
það væri hægt að lifa af því að vera
rithöfundur. „Ég hélt að ég yrði
kennari og skáld, maður fréttir nátt-
úrlega af Vilborgu Dagbjartsdóttur
og Stefáni Jónssyni, þetta voru allt
höfundar sem voru barnaskólakenn-
arar og skáld, þannig að ég sá það
lengi vel fyrir mér. Það var ekkert
fyrr en ég var búin að gefa út fyrstu
bókina mína, Ísfrétt, ljóðabók sem
kom út 1994, þá hitti ég jafnaldra
minn á gangi hjá Hallærisplaninu, ég
man meira að segja hvar við vorum
stödd þegar hann sagði: Heyrðu. þú
getur farið að sækja um lista-
mannalaun. Ég svaraði: Hvað er það,
aldrei heyrt um það.“
Gerður starfaði sem blaðamaður
um tíma, og varð á endanum ritstjóri
Mannlífs. „Það var mjög skemmtilegt
að ritstýra blaði, það er gaman, þegar
maður fær að hafa töglin og hagld-
irnar og velja efni og það er mjög
skapandi. Það er óskaplega skapandi
að sjá tímarit verða til, lesa yfir próf-
arkir, ákveða á hvaða síðu hvert við-
tal verður, raða þessu smekklega
upp, setja inn myndasyrpur. Veistu,
ég hef þetta oft í huga þegar ég sem
ljóðabálka, ég veit að inni á milli
þyngslanna verður að létta aðeins geð
lesandans með fallegum myndum, al-
veg eins og maður gerði á Mannlífi.
Það er svo margt sem býr mann til
sem höfund, öll popptónlistin, og fólk-
ið sem maður hefur hitt og námið og
starfsreynslan, þetta kemur allt heim
og saman þegar maður fer síðan að
skrifa bók.“
Morgunblaðið/Arnar Steinn
Rithöfundur Gerður Kristný hefur gefið út tuttugu og fimm bækur ólíkrar
gerðar á tuttugu og sjö árum og hlotið fjölmörg verlaun fyrir.
Margt býr mann
til sem höfund
- 26. bók Gerðar Kristnýjar væntanleg
Hólmfríður María Ragnhildardóttir
hmr@mbl.is
„Þetta er búið að vera langt ferli en
okkur þykir bara voða vænt um öll
lögin okkar og erum ánægð með
plötuna og hönnunina,“ segir Harpa
Þorvaldsdóttir, söngkona og píanó-
leikari í hljómsveitinni Brek. Sveitin
gaf út sína fyrstu breiðskífu í sumar
sem inniheldur 11 frumsamin lög, og
hefur síðan þá verið að ferðast og
halda tónleika víðs vegar um Ísland.
Hljómsveitin var stofnuð árið
2018 en ásamt Hörpu eru í hljóm-
sveitinni gítarleikarinn Jóhann Ingi
Benediktsson, mandólínleikarinn
Guðmundur Atli Pétursson og
kontrabassaleikarinn Sigmar Þór
Matthíasson.
Brek gefur sig út fyrir að blanda
saman mismunandi stílum þjóðlaga-
og dægurtónlistar og nýta þann fjöl-
skrúðuga orðaforða sem íslenska
tungan hefur upp á að bjóða. Sækir
hún meðal annars innblástur í ís-
lenska náttúru og veðurbrigði.
„Það er í raun svolítið erfitt að út-
skýra tónlistarstefnu okkar. Þetta
er náttúrlega nýtt efni sem við erum
að gera. Við erum að tvinna ólíka
stíla saman, ég er til dæmis klass-
ískt menntuð söngkona og Sigmar
Þór er alveg eldheitur djassbassa-
leikari. Guðmundur Atli kemur úr
blágresi sem er svona amerísk þjóð-
lagatónlist og Jóhann Ingi er söng-
skáld. Við komum úr ólíkum áttum,
þetta er pottur af öllu mögulegu.“
Halda ótrauð áfram
Í kjölfar útgáfu breiðskífunnar í
júní hefur hljómsveitin meðal ann-
ars verið að ferðast um Norðurland
þar sem hún hefur troðið upp á ýms-
um stöðum við góðar móttökur. „Við
vorum eina viku á Hólum í Hjaltadal
þar sem við vorum í eins konar
vinnubúðum. Út frá þessari stað-
setningu fórum við víðar og gekk
það bara mjög vel. Við viljum spila
sem víðast svo fólk viti hver við er-
um, því við erum ekki beint hefð-
bundið útvarpsband.“
Hljómsveitin er hvergi nærri far-
in að huga að pásu, en að sögn
Hörpu er hópurinn strax byrjaður
að hefjast handa við útgáfu nýrrar
plötu og gengur það ferli vel, en
grunnur að nýrri plötu er nú þegar
tilbúinn.
Að sögn Hörpu vinnur hópurinn í
Brek vel en listamennirnir sjá þó
ekki eingöngu um að semja og flytja
lögin heldur koma einnig að gerð
plötukápunnar og tónlistarmynd-
banda. Nýlega var tónlistar-
myndbandið við lagið Stúlka ein
frumsýnt. Er þetta annað mynd-
bandið sem sveitin sendir frá sér en
hið fyrsta var gefið út árið 2020 við
lagið Um nýliðinn dag. Gætu margir
landsmenn kannast við það, en svo
vildi til að það myndband var marg-
sinnis sýnt beint í kjölfar upplýs-
ingafunda þríeykisins í mars og apr-
íl á síðast ári. „Það gaf fólki vonandi
von,“ segir Harpa og hlær við.
Brek Hljómsveitin er sjálfri sér næg en auk þess að semja og flytja tónlistina, sér hún einnig um gerð myndbanda.
Pottur af öllu mögulegu
- Brek skapar efni með því að tvinna saman ólíka tónlist