Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021
✝
Jón Óskar Guð-
mundsson,
fyrrverandi deild-
arstjóri á Skatt-
stofu Reykjavíkur,
fæddist 18.2. 1929 á
Nýp á Skarðs-
strönd. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi 25.7.
2021.
Foreldrar hans
voru Guðmundur Eggertsson,
bóndi á Nýp, f. 1.3. 1890, d.
18.10. 1942, og Sigríður Guð-
mundsdóttir, f. 20.7. 1885, d.
12.11.1963.
Systkini Jóns Óskars voru:
Valtýr, f. 20.10. 1914, Guð-
laugur, f. 21.11. 1917, Gestur, f.
12.2. 1923, og Guðmunda Val-
gerður, f. 18.4. 1924, sem öll eru
látin.
Hinn 12.8. 1955 kvæntist
hann Guðnýju Guðmundsdóttur,
f. 29.10. 1925, d. 4.6. 2014. For-
eldrar hennar voru Guðmundur
Eyleifsson skipstjóri, f. 8.7.
1883, d. 2.9. 1943, og Guðrún
Guðbrandsdóttir, f. 28.3. 1899,
Hrönn þroskaþjálfi, f. 20.7.
1995. Áður átti Jóhanna dótt-
urina Berglindi Þ. Björgvins-
dóttur, f. 5.9. 1979. 4) Áður átti
Guðný dótturina Guðrúnu Hall-
fríði, þroskaþjálfa, myndlist-
arkonu og kennara, f. 21.4.
1949. Maki Guðrúnar er Ed-
ward Kiernan læknir, f. 6.3.
1947. Börn þeirra eru Sigurður
Hrafn verkfræðingur, f. 19.9.
1969. Maki hans er Hildur
Njarðvík lögfræðingur, f. 15.11.
1969. Börn þeirra eru Pétur, f.
29.9. 1996, og Hilmar, f.
27.4.2004. Sverrir Þór læknir, f.
1.6. 1971. Maki hans er Marisa
Punzi líftæknifræðingur, f. 23.8.
1986. Börn þeirra Victor Lo-
renzo, f. 24.1. 2017, og Tómas
Oliver, f. 27.2. 2020. Guð-
mundur Birgir flugstjóri, f.
26.3. 1979. Maki hans er Katrín
Þrastardóttir, f. 25.3. 1980.
Börn þeirra eru Þröstur Arnar,
f. 24.7. 2006, og Edward Orri, f.
3.6. 2010.
Jón Óskar lauk námi í Sam-
vinnuskólanum 1949. Vann við
vegagerð á Skarðsströnd og víð-
ar, við verkamannavinnu í Ný-
borg, Áfengis- og tóbaksverslun
ríkisins, skrifstofumaður á
Skattstofu Reykjavíkur og síðar
deildarstjóri á sömu stofnun.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 3. ágúst 2021,
klukkan 13.
d. 31.10. 1954.
Börn Guðnýjar
og Jóns eru: 1) Sig-
ríður, sjúkraliði og
lyfjatæknir, f. 20.7.
1956. Maki hennar
er Halldór Sigur-
þórsson bifreiða-
smiður, f. 13.12.
1954. Börn þeirra
eru Anna Sigríður
skurðstofuhjúkr-
unarfræðingur, f.
15.10. 1978, maður hennar er
Bergsveinn Þórsson, dr. í safn-
afræði, f. 4.5. 1983. Börn þeirra
eru Bjartur Elí, f. 20.4. 2007,
Eldar Máni, f. 1.10. 2009, og
Auður Embla Náttsól, f. 2.4.
2013. Jónþór nemandi, f. 28.6.
1985. Barnsmóðir hans Elísabet
Stefánsdóttir, f. 19.3. 1979. Barn
þeirra Úlfhéðinn Ullur, f. 8.12.
2019. 2) Guðmundur Birgir, f.
26.4. 1958, d. 9.9. 1975. 3) Jón
Óskar rafmagnsiðnfræðingur, f.
1.7. 1961. Maki hans er Jóhanna
Margrét Jóhannesdóttir tann-
tæknir, f. 29.10. 1962. Börn
þeirra eru Stefanía Björk, BS í
sálfræði, f. 2.4. 1990, og Birgitta
Pabbi ólst upp á Nýp á Skarðs-
strönd fram á fermingaraldur er
hann flutti ásamt móður sinni til
Reykjavíkur. Pabbi fór í Ingi-
marsskóla og lauk námi við Sam-
vinnuskólann 1949 og titlaði sig
gjarnan sem cand. sís. Á sumrin
vann hann við vegavinnu á
Skarðsströnd, en þegar hann
flutti frá Nýp voru þar eingöngu
hestagötur. Hann sagði að ferða-
lagið hefði tekið viku til Reykja-
víkur ríðandi á hesti og sjóleiðina.
Vegavinnan var unnin með haka
og skóflu.
Hann var einn af stofnendum
knattspyrnufélagsins Þróttar sem
var stofnað 5. ágúst 1949 í her-
bragga á Grímsstaðaholti við Æg-
isíðu. Hann sótti um starf í Áfeng-
is- og tóbaksverslun ríkisins,
Nýborg. Þar kynntist hann Guð-
nýju sinni og þau hófu búskap á
Grettisgötu 20a, gengu í hjóna-
band 12.8. 1955. Hann tók ást-
fóstri við dóttur hennar Höddu og
fóstursystur Guðnýjar, Aldísi Ein-
arsdóttur, er þá var á unglings-
aldri og nýbúin að missa fóstur-
móður sína Guðrúnu. Pabbi hóf
starf hjá Skattstofu Reykjavíkur
og varð það hans ævistarf. Börnin
Sigríður og Guðmundur Birgir
fæddust á Grettisgötunni en Jón
Óskar eftir að fjölskyldan flutti í
nýbyggt raðhús í Kópavoginum.
Pabbi byggði sjálfur, ásamt hinum
fimm eigendunum, raðhúsin sex.
Hann vann við bygginguna öllum
lausum stundum, eftir vinnu á
kvöldin til miðnættis og allar helg-
ar. Hljóp til að ná strætó frá
Grettisgötunni austur á Hafnar-
fjarðarveg. Fjölskyldan flutti síð-
an í nýbyggt húsið með moldar-
flag allt um kring þar sem skór og
stígvél hurfu í iður jarðar. Einn
síðasta dag sumarvinnu lenti Guð-
mundur Birgir bróðir okkar í
slysi, þá 17 ára, í Áburðarverk-
smiðju ríkisins í Gufunesi, svo
hann lést. Þetta var hroðalegt
áfall fyrir fjölskylduna og enga
áfallahjálp var þá að fá. Það lagð-
ist hula yfir.
Þótt pabbi helgaði líf sitt fjöl-
skyldunni og neitaði sér um margt
hennar vegna átti hann stundir
sem voru honum heilagar, það var
boltinn í sjónvarpinu. Þær gaf
hann sér. Þá tók hann bjór og naut
leiksins og enn betur þegar Jón
Óskar mætti til að njóta leiksins
með pabba. Það var hápunktur til-
verunnar. Hann missti heyrnina
fyrir umheiminum. Hann sussaði
meira að segja á mömmu, þótt hún
kvartaði og segðist vera eitthvað
lasin, það varð að bíða til leiksloka.
Dansað gat hann betur en
nokkur annar og þegar það kom
til tals núna í vikunni fyrir andlát-
ið, þá sagði hann að hann væri al-
veg til í að dansa ef bara fæturnir
leyfðu það. Alls staðar sem pabbi
var þar var gleði og væntumþykja,
það þreifst ekkert neikvætt ná-
lægt honum, hann lýsti upp ver-
öldina í kringum sig hvar sem
hann kom. Hann þjónaði öllum og
krafðist einskis. Hann elskaði og
dáði konu sína meira en allt annað,
síðustu ár mömmu voru þeim erf-
ið, en hann annaðist hana af mikilli
natni og ástúð. Hann saknaði stöð-
ugt mömmu eftir að hún lést og
fagnaði þeim degi er þau hittust á
ný.
Við erum þakklát fyrir að hafa
átt hann sem föður.
Guðrún Hadda, Sigríður og
Jón Óskar.
Elsku tengdapabbi, nú er kom-
ið að kveðjustund hjá okkur. Víð
höfum verið tengd fjölskyldu-
böndum síðan 1988. Ég fann það
strax hvað þú varst hjartahlýr og
mikill öðlingur.
Þær voru ófáar ferðirnar í Vall-
artröðina en þangað sóttu stelp-
urnar í að koma til ömmu og afa í
Valló. Þið hjónin voruð natin við
að halda garðinum fínum og nutuð
þess að vera þar á góðviðrisdögum
en þar var oft líf og fjör og nóg til
af alls kyns kræsingum. Ég minn-
ist jólanna þegar öll fjölskyldan
kom saman og þú passaðir vel upp
á að ekkert skorti. Þú varst mjög
örlátur og vildir alltaf borga þegar
farið var í Ikea en ferðirnar þang-
að voru ófáar. Svo varstu alltaf
boðinn og búinn að hjálpa þegar á
þurfti að halda og varst mjög
vandvirkur með allt sem þú tókst
þér fyrir hendur. Lengi gæti ég
haldið áfram því það eru svo
margar góðar minningar sem ylja
manni um hjartarætur um góðan
mann með mikið jafnaðargeð sem
skipti aldrei skapi.
92 ár er góð ævi en undir lokin
varstu orðin pínu lúinn eins og þú
orðaðir það sjálfur. Loks færðu nú
að hitta Guðnýju og Guðmund.
Minning um góðan mann lifir.
Hvíldu í friði elsku Jón Óskar. Ég
elska þig.
Þín
Jóhanna.
Maðurinn með gullhjartað,
hann afi minn, Jón Óskar, er lát-
inn. Ég á í raun engin orð til að
lýsa því hversu fjarska vænt mér
þótti um þennan öðlingsmann.
Einstaka manninn sem tók öllu
með ró, yfirvegun og hjarta-
gæsku. Hann var hláturmildur og
naut þess að syngja þegar tæki-
færi gafst.
Ég man vel hvernig hann gat
setið lengi við matarborðið að
njóta matarins og tálgaði af bein-
unum af mikilli natni enda alinn
upp í sveitinni. Hann kenndi mér
að meta smjer (ekki smjör heldur
smjer), hákarl, beinmerg og einn-
ig það að pura og fita væru með
því besta sem hægt væri að inn-
byrða. Honum þótti sopinn líka af-
ar góður og í seinni tíð var það hið
fínasta ráð að gleðja hann með því
að lauma að honum einum bjór
eða svo þegar maður kíkti í heim-
sókn.
Svo var það boltinn, fótbolti
sem og handbolti. Hann gat enda-
laust horft á fótbolta en tókst ekki
að smita mig af boltadellunni.
Minningin um hann og boltastúss-
ið með Jóna frænda lifir og hver
veit nema ég horfi bráðlega á einn
fótboltaleik bara fyrir hann.
Ég man aldrei eftir honum afa
reiðum. Ég efast stórlega um að
hann hafi nokkurn tímann
skammað mig. Hann var nefnilega
með þetta rólyndis jafnaðargeð
sem ekki var auðvelt að hrista af
honum. Hins vegar er óhætt að
segja að þegar hann lagði orð í
belg við ýmis tækifæri þá hlustaði
maður. Það var alltaf mjög auðvelt
að bera virðingu fyrir því sem
hann sagði.
Hann og amma Guðný áttu ein-
staklega kærleiksríkt samband,
hann átti það til að lauma á Guð-
nýju sína kossi og þá tísti í ömmu.
Hann var á undan sinni samtíð þar
sem hann tók virkan þátt í heim-
ilishaldi ásamt ömmu og var ávallt
til staðar fyrir mig og var hann því
mér jákvæð og góð fyrirmynd. Ég
sagði við hann oft á yngri árum að
ég ætlaði mér að næla í góðan kall
eins og hann, sem ég og gerði.
Já, dalakúturinn er allur. Ég
man líka þegar hann talaði um það
þegar hann flutti úr sveitinni í bæ-
inn að það hefði verið vikuferðalag
fyrir hann á hesti og síðasta spöl-
inn í rútu. Í bænum kynntist hann
ömmu, sem var fjórum árum eldri
og vann í brennivínsgerðinni. Hún
heillaði sveitapiltinn upp úr skón-
um. Þvílík lukka fyrir mig að hann
lagði á sig þetta ferðalag.
Ég, Beggi og krakkarnir mun-
um ávallt minnast hans með hlýju
í hjarta. Hlýjunni sem maður fann
þegar við komum í heimsókn. Það
var alltaf auðvelt að vera í kring-
um hann, hann hafði góða nær-
veru sem smitaði frá sér. Við
minnumst sérstaklega hlátursins,
gleðinnar og þegar hann klappaði
lubbunum sínum á kollinn bros-
andi. Börnin rifja upp ljúfar fjöl-
skyldustundir með honum og
ömmu, yfir jólin og við önnur
tækifæri, þar sem afkomendurnir
komu saman.
Takk fyrir okkur elsku hjartans
gull, afinn okkar. Við elskum þig
endalaust. Minningin um besta og
fallegasta karlinn mun ávallt lifa
áfram hjá okkur.
Anna Sigríður, Bergsveinn,
Bjartur Elí, Eldar Máni og
Auður Embla Náttsól.
Elsku Jón afi, þú sem hefur
fylgt okkur og verið til staðar alla
tíð, ert farinn okkur frá.
Fyrir langalöngu, áður en for-
eldrar okkar komust í eigið hús-
næði, áttum við heima í kjallaran-
um hjá afa og ömmu í Vallartröð.
Þar eignuðust þau okkur Sigurð
Hrafn og Sverri Þór en Guðmund-
ur Birgir kom svo stuttu síðar. Við
ólumst þar upp fyrstu árin og eig-
um þaðan góðar minningar. Afi
hlustaði á útvarpssögur, skrældi
epli ofan í strákana sína, lék sér
við okkur og tók svo í nefið. Þaðan
eru fyrstu minningar okkar
tengdar jólahaldi, Grýlu og
Leppalúða, leikskólagöngu, klifri í
stigum og svölum, veisluhöldum
og leikfangakassanum góða.
Afi var alla tíð fjölskyldumaður
og naut þess að snúast í kringum
okkur enda var Vallartröð opin
öllum og oft mikið líf og fjör þegar
stórfjölskyldan kom saman. Þetta
var okkar sameiginlegi samastað-
ur þar sem tengsl manna á milli
náðu að eflast og dafna. Fjölskyld-
an hefur sótt þangað alla tíð, alla
daga vikunnar eða þar til tröpp-
urnar urðu afa og ömmu Guðnýju
ofviða. Í gegnum tíðina var afi allt-
af til í að aðstoða aðra en bað aldr-
ei sjálfur um hjálp. Hann byggði
húsið sjálfur og nýtti til þess
kvöldin eftir vinnu og helgar til
þess að geta alið fjölskyldu og
skapaði hamingjusamt heimili
ásamt ömmu. Þar var ávallt hinn
besti heimilismatur og samkvæmt
afa og ömmu greru öll sár, líkam-
leg sem andleg, með skyri og
rjóma. Það eina sem gat reitt afa
til reiði var ef maður álpaðist til að
lauma matarbita í ruslið. Amma
var svo mest hrædd um sófasettið
sitt og ljósakrónurnar. Saman
voru þau heil hjón sem bættu
hvort annað upp og elskuðu hvort
annað án skilyrða. Afi var mikill
íþróttamaður og tók vel í það þeg-
ar barna- og barnabarnabörn
báðu hann að leika við sig. Þegar
við urðum eldri fór hann með okk-
ur á fótboltavöllinn til að sýna okk-
ur takta sína. Jafnaðargeðið var
einkennismerki hans afa og alltaf
var stutt í brosið og hláturinn. Við
elskuðum hann af öllu hjarta því
betri mann er ekki hægt að finna.
Við söknum hans og ömmu og
þeirra stunda sem þau gáfu okkur.
Þau hafa mótað afkomendur sína
með umhyggju og væntumþykju.
Þið eigið okkur alla og kveðjum
við nú hann afa í hinsta sinn. Vertu
blessaður afi, þín verður sárt
saknað.
Sigurður Hrafn, Sverrir Þór
og Guðmundur Birgir.
Úr djúpum geimsins
er dagurinn risinn og slær
dýrlegum roða
á óttuhimininn bláan,
og lof sé þér, blessaða líf,
og þér, himneska sól,
og lof sé þér, elskaða jörð,
að ég fékk að sjá hann.
(Guðmundur Böðvarsson)
Jón Óskar afi var einn ljúfasti
maður sem við höfum kynnst um
ævina. Hann var alltaf kátur og
glaður og heimsóknir til þeirra
Guðnýjar ömmu, hvort sem það
var í Vallartröð eða í Sunnuhlíð,
voru gleðistundir. Jón Óskar var
yndislegur afi og langafi og
hjartahlýja hans átti sér engin
mörk. Við erum svo þakklát fyrir
að hafa kynnst honum og fengið
að njóta samvista hans. Elsku Jón
Óskar afi, þín verður sárt saknað
en minnst með mikilli væntum-
þykju og ást.
Hildur Njarðvík, Pétur
Kiernan og Hilmar Kiernan.
Elsku afi okkar, nú er komið að
kveðjustund en margar minning-
ar koma upp í hugann þegar við
hugsum til baka. Við eigum marg-
ar góðar minningar frá Vallar-
tröðinni, en þar eyddum við dýr-
mætum stundum saman. Við
fengum oft að gista hjá ykkur
ömmu og það ríkti alltaf mikið fjör
og heill heimur af væntumþykju.
Jólin eru eftirminnileg. Þar hitt-
umst við öll stórfjölskyldan á
hverju ári. Það var alltaf pakka-
flóð og það var mikil hefð að þú
last á alla pakkana fyrir okkur öll.
Ikea-ferðirnar voru ótalmargar og
fengum við allt sem hugur girnt-
ist. Það var gaman að hlusta á þig
segja sögur frá bernskuárum þín-
um. Við munum sérstaklega eftir
því þegar þú sagðir okkur að það
hefði tekið þig heila viku að
ferðast frá sveitinni til Reykjavík-
ur. Þú varst brosmildur, gjafmild-
ur og með hjarta úr gulli.
Við munum sakna þín elsku afi
okkar, hvíldu í friði.
Þínar afastelpur,
Stefanía og Birgitta.
Jón Óskar
Guðmundsson
Kallið er komið,
komin er nú stundin.
(Valdimar Briem)
Látin er kær
frænka mín Bóel Ís-
leifsdóttir. Við vorum systkina-
dætur þeirra Ísleifs og Jóhönnu,
barna hjónanna Margrétar
Guðnadóttur húsfreyju og Sveins
Jónssonar smiðs sem bjuggu í
Miðkoti í Fljótshlíð. Á heimilinu
ríkti traust, trúrækni og glað-
værð, þau voru ráðagóð og vina-
mörg. Margrét amma okkar var
vitur kona og kærleiksrík. Komu
margir á hennar fund og fóru
gjarnan með fallega vettlinga sem
gjöf frá henni, þá fallegustu vett-
linga sem ég hef séð. Amma vann
Bóel Ísleifsdóttir
✝
Bóel Ísleifs-
dóttir fæddist
13. apríl 1926. Hún
lést 8. júlí 2021.
Útförin var gerð
29. júlí 2021.
þá frá ullinni til
bandsins áður en
hún prjónaði þá út-
prjónaða. Eru þeir
gersemar, fallegir
og hlýir. Alltaf var
líka góðgæti í bláu
dósinni hennar
ömmu fyrir litla
munna. Ekki má
gleyma fallegu bréf-
unum sem hún skrif-
aði fólkinu sínu og
vinum, fullum af visku og bless-
unaróskum sem fylltu hjartað
þakklæti. Þegar ég var barn fór-
um við mamma á hverju sumri að
hitta fólkið hennar. Fyrst í Miðkot
og seinna á Hvolsvöll í
„Ömmubæ“ sem Ísleifur byggði.
Amma Margrét var mjög trúuð
kona. Hún eignaðist tvö börn og ól
upp tvö fósturbörn, Ársæl sem dó
ungur og Fanneyju Gísladóttur
frænku Bóelar. Bóel reyndist
Fanneyju einstaklega vel. Hún
var henni sem besta dóttir að öllu
leyti sem svo sannarlega var í
anda ömmu Margrétar. Allan bú-
skap ömmu bjó hjá henni einstæð-
ingur, Kristín Kristmundsdóttir,
sem við krakkarnir kölluðum
„Stínu gömlu“ og hún kallaði okk-
ur „lambið sitt“. Kristín flutti með
ömmu á Hvolsvöll og voru þær
saman í herbergi í „Ömmubæ“
þar til yfir lauk. Í þessu umhverfi
ólst Bóel upp og prýddu hana
margir eiginleikar forfeðranna.
Hún var umhyggjusöm og hlý
manneskja, ákaflega listræn, mál-
aði fallegar myndir og allt lék í
höndum hennar. Bóel var góð
móðir og amma og elskaði fólkið
sitt. Hún vann í mörg ár í Reykja-
víkurapóteki og var þar bæði virt
og dáð. Foreldrar hennar, Ingi-
björg og Ísleifur, tóku við búinu í
Miðkoti þegar Sveinn afi okkar dó
og bjuggu þar með börnin sjö,
ömmu og Stínu gömlu þar til þau
fluttu öll á Hvolsvöll. Á heimilinu
ríkti glaðværð og væntumþykja
sem fylgdi systkinunum alla tíð og
hef ég og mitt fólk notið þess, það
þakka ég hjartanlega. Það var
gott að koma á Hvolsvöll í Eyja-
gosinu, þá bjó ég um tíma hjá Ís-
leifi frænda mínum sem þá var
ekkjumaður, með tvær yngstu
dætur mínar og naut samvista við
frændfólk mitt.
Um leið og ég sendi fjölskyldu
Bóelar innilegar samúðarkveður
mínar og dætra minna, þakka ég
henni hjartanlega öll gæði við mig
og mína.
Kærar kveðjur til fólksins okk-
ar í Sumarlandinu.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi.
Hrönn V.
Hannesdóttir.
„Gott að sjá þig elskan mín!“ Á
þessa leið voru móttökurnar alltaf
þegar dyrnar opnuðust í Voga-
tungunni hjá elsku frænku minni
Bóel.
Hún sagði að andi Stínu systur
fylgdi okkur systrum þegar við
komum í heimsókn eftir að
mamma lést árið 2010 og áttum
við margar góðar stundir saman.
Ég minnist þess hve fallega Bó-
el talaði um fólkið sitt frá Miðkoti
og systkinin þaðan svo einstök á
marga vegu. Þeim var margt til
lista lagt með sitt sérsvið hvert og
eitt.
Mamma mín Stína og Bóel voru
trúnaðarvinkonur í gegnum árin
og hjálpuðust að þegar á móti blés
og hlutirnir fóru öðruvísi en ætlað
var. Þær voru hvor annarri áfalla-
teymi og þannig voru erfiðir hlutir
settir í reynslubankann og ný sýn
mótuð með bjartsýni að leiðar-
ljósi.
Bóel var listamanneskja með
pensil og liti. Mörg verkin hennar
eru til úti um borg og bý sem
gleðja augað og efla andann. Við
systur sóttum í félagsskap Bóelar
því þar var glatt á hjalla og við
gátum velt okkur upp úr alls kon-
ar gríni og einnig voru afgreiddir
erfiðir hlutir og alltaf var lagt upp
með að bjartara væri fram undan.
Félagsskapurinn við frænku
mína var svo nærandi og gott fyrir
andann að vera nálægt henni.
Garðurinn hennar var grænn og
sleginn á sumrin og falleg blóm í
beðum. Hún hafði yndi af því að
sitja þar og njóta þegar veðrið var
gott.
Bóel var tæknivædd og var
fljót að nota tæknina til að vera í
sambandi við fólkið sitt í Ameríku.
Þar var hún á undan mörgum sem
yngri voru en höfðu ekki kjark og
þor til þess háttar samskipta.
Oft var hlegið að sögum frá því
í gamla daga og ein var saga sem
oft var sögð og tengist ferming-
arveislu okkar Ísleifs Ottesen á
páskum 1965. Systurnar Bóel og
Stína ákváðu að hafa sameigin-
lega veislu af því tilefni og fengu
sal sem reyndist vera salur sjálf-
stæðismanna í Kópavogi. Veislu-
gestir voru flestir annarra flokka
og ekki ánægðir með að sitja
veislu undir merkinu. Merkinu
var því snúið að vegg og flestir
tóku gleði sína og fjöldinn sat sátt-
ur.
Sögurnar frá því í gamla daga
eru margar og eru svo dýrmætar.
Það er eins og þá hafi alltaf verið
sól og sumar og allir kátir og
hressir.
Guð blessi minningu fólksins
okkar frá Miðkoti. Fólksins sem
gaf okkur svo mikið.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldu Bóelar og systra henn-
ar Ísbjargar og Gunnu.
Sigríður Guðjónsdóttir.