Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.08.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2021 „SAGÐI ÉG SUE? ÉG MEINTI DÍANA.“ „HVERNIG STAFSETURÐU „HÚDÍNÍ“?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að horfa á sólsetrið saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HÓST! HÓST! HÓST! HAAAAAKK!! AFSAKAÐU EN ÞAÐ FESTIST FLUGA Í HÁLSINUM Á MÉR OOOJ! GÓÐAR FRÉTTIR! HELGA ER ÞEGAR FARIN AÐ UNDIRBÚA GRÆNMETISGARÐINN FYRIR NÆSTA ÁR! HVERS VEGNA ERU ÞAÐ GÓÐAR FRÉTTIR? HATAR ÞÚ EKKI GRÆNMETI? GRÆNMETI LAÐAR AÐ VILLIBRÁÐ! HÚÐFLÚR - ENGIN BIÐ við það, stýrði til dæmis starfshópi um mótun orkustefnu fyrir Ísland, sem var birt í október 2020, og sit nú í verkefnisstjórn um rammaáætlun.“ Hún bætir við að það sé mjög mik- ilvægt í þeirri vinnu að til staðar sé sérfræðiþekking á sviðinu, þó ekki megi gleyma praktísku hliðinni. For- eldrar Guðrúnar, Sævar Geir Svav- arsson vélstjóri heitinn og Unnur Ingibjörg Þórðardóttir, áttu vél- smiðjuna Norma og stofnuðu fyrir- tækið Norm-x ehf. í Garðabæ á sínum tíma, en fyrirtækið hefur framleitt heita potta í næstum því 40 ár. Núna hefur Þórður, maður Guðrúnar, tekið við stjórnartaumum fyrirtækjanna. Helstu áhugamál Guðrúnar fyrir utan starfið er að vera með fjölskyldu og vinum eða með hundinum Nökkva úti í náttúrunni. „Síðan erum við hjónin í karate sem er mjög góð al- hliða íþrótt sem heldur manni í formi. Fyrst voru börnin með okkur, en núna eru þau í öðrum íþróttum.“ Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar er Þórður Magnússon, eðlisfræðingur og fram- kvæmdastjóri, f. 14.1. 1971. For- eldrar hans eru Magnús Jónasson, f. 11.3. 1928, d. 1.10. 2013, og Þórdís Jó- hannesdóttir, f. 20.2. 1934, bændur í Stardal á Kjalarnesi. Þórdís býr nú á Eirhömrum í Mosfellsbæ. Börn Guð- rúnar og Þórðar eru Unnur Lilja há- skólanemi, f. 4.3. 1997, Magnús Sæv- ar háskólanemi, f. 4.3. 2000, og Sævar Jón framhaldsskólanemi, f. 24.5. 2004. Foreldrar Guðrúnar eru hjónin Sævar Geir Þórðarson, forstjóri Norma ehf. í Garðabæ, f. 30.1. 1944, d. 25.2. 2012, og Unnur Ingibjörg Þórðardóttir, rekstrarstjóri í Garða- bæ, f. 5.7. 1933. Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir Guðmundur Helgi Sigurðsson bóndi og veitingamaður á Lögbergi Helga Árnadóttir húsfreyja í Reykjavík Svavar Hjalti Guðmundsson sjómaður og verkamaður í Reykjavík Arnbjörg Markúsdóttir verslunarkona í Reykjavík Sævar Geir Svavarsson fv. forstjóri Norma ehf. í Garðabæ Markús Jónsson sjómaður í Reykjavík, síðar bóndi á Svartagili, Þingvallasókn, Árn. Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík og Svartagili, Þingvallasókn, Árn. Jónas Jónsson bóndi í Skrautási í Hrunamannahr., Árn. Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja á Skrautási í Hrunamannahr., Árn. Þórður Kristinn Jónasson verkamaður í Keflavík, síðar bóndi á Stóru- Vatnsleysu Guðrún Árbót Einarsdóttir vinnukona í Keflavík og síðar búsett í Reykjavík Einar Einarsson bóndi í Brandshúsum, Gaulverjabæjarsókn, Árn. Þórunn Halldórsdóttir húsfreyja í Brandshúsum, Gaulverjabæjarsókn, Árn., síðar ekkja í Reykjavík Úr frændgarði Guðrúnar Arnbjargar Sævarsdóttur Unnur Ingibjörg Þórðardóttir rekstrarstjóri í Garðabæ Ingólfur Ómar sendi mér línu á fimmtudag, þar sem segir: „Nú er dagur að kveldi kominn og sólin er að setjast og fagurt um að litast. Af því tilefni gerði ég vísu“: Sól til viðar sígur rótt sveipar hlíð og dranga. Blærinn limið bærir hljótt blóm úr moldu anga. Davíð Hjálmar Haraldsson birti á þriðjudag á Boðnarmiði frábæra mynd af köngurló á vef sínum og orti: Fim hún vefinn fína ríður. Fálát. Skríður. Nostrar ögn með netalími. Nægur tími. Bíður einlægt. Bíður. Gylfi Þorkelsson yrkir við ljós- mynd, þar sem hann situr á drátt- arvél: Ekki er slegið við slöku í slægjunni þéttu og röku. En það væri synd að smell’ ekk’ af mynd og semja til sönnunar stöku. Halldór Jónasson skrifar: „Ég ávarpaði lúsmýið áðan: Lúsmý lúsmý láttu mig vera. Og mér heyrðust flugurnar svara og suða í kór: Skjúsmí skjúsmí skulum og gera. Nú er að bíða og sjá“ Anton Helgi Jónsson yrkir „Ástandslimru dagsins“: Það sat maður í mannætupotti og mælti um leið og hann glotti: „Víst sýður í mér en sannleikur er að sokkunum veitt’ ekk’ af þvotti.“ Eyjólfur Ó. Eyjólfsson skrifar við ljósmynd: „Þegar ég fletti Frétta- blaðinu í morgun sá ég þessa skemmtilegu mynd sem fangar augnablikið, sekúndubrotið, vel. Þá skaust upp í huga minn limra, sem í eðli sínu er lítilfjörleg tækisfær- islimra en hæfir stað og stund. Rétt er að geta þess að ég kannast ekki við þetta ágæta fólk á myndinni“: Mitt hér í kóvíd og kífinu klungri og illgresisþýfinu sjáum við hjón þau Siggu og Jón sem samstiga eru í lífinu. Gunnar J. Straumland yrkir í góða veðrinu: Í sólbaði sit ég og glói sáttur, þó varla það tjói, því nágrannar spurðu með nokkurri furðu: „Er þetta albinói?“ halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Köngurló og ástandslimra dagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.