Morgunblaðið - 12.08.2021, Page 2

Morgunblaðið - 12.08.2021, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra 595 1000 Tenerife er ð ge tu rb re ys tá n f r ar a 18. ágúst í 7 nætur Verð frá kr. 71.100 Verð frá kr. 94.200 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is „Þetta er ótrúlega merkileg reynsla að vera fastur í fjötrum inni á eigin heimili,“ segir séra Bolli Pétur Bollason í samtali við Morgunblaðið. Hann hafði nýlega losnað úr 10 daga einangrun eftir að hafa smitast af kórónuveirunni þegar blaðamaður náði tali af honum. Bolli var þó ekki einn í einangrun því bæði eiginkona hans, séra Sunna Dóra Möller, og dóttir þeirra, Matt- hildur Þóra Möller, smituðust af veirunni og voru þær því skikkaðar í einangrun líka. „Nú erum við dótt- irin sloppin út en samkvæmt plani á frúin að klára sína prísund á mið- vikudag,“ segir Bolli. Þar sem fjölskyldan kláraði ein- angrunina ekki á sama tíma urðu Bolli og dóttir hans að fara út af heimilinu að einangrunartíma sínum loknum. „Ég get þó farið heim, setið á sólpallinum og kallast á við konuna mína ef hún stendur í eldhúsglugg- anum.“ Fjölskyldan býr í fjölbýli, sem Bolli segir hafa komið sér illa í ein- angruninni enda sé þar sameigin- legur útgangur og þvottahús. Fjöl- skyldan mátti eðli máls samkvæmt ekki fara út á meðal fólks meðan á einangruninni stóð, m.a. til að fara út í búð. Þess í stað nýttu þau sér heimsendingarþjónustu matvöru- verslana fyrir mat og aðrar nauð- synjavörur. Lítið hafi þó farið fyrir eldamennsku meðan á einangrun- inni stóð, að sögn Bolla, enda misstu þau bæði bragð- og lyktarskyn sem þau hafa ekki endurheimt að fullu ennþá. „Við borðuðum aðallega ein- hverja upphitaða 1944-rétti,“ segir hann. Dóttir þeirra hélt þó fullu bragð- og lyktarskyni og því ákváðu hjónin að elda handa henni lamba- hrygg eitt kvöldið í einangruninni. „Það er í fyrsta skiptið sem ég borða lambakjöt án þess að finna bragð af því. Núna finnst mér allt sem ég borða bragðast eins og plast,“ segir Bolli. Samveran í einangruninni gekk „ljómandi vel“ að sögn Bolla. Fjöl- skyldan hafi notið þess að vera sam- an og nýtt tímann í að spjalla. Þá las fjölskyldan bækur og horfði á sjónvarp sér til dægrastyttingar. Það hafi þó ekki síður verið til að dreifa huganum að sögn Bolla. „Þeg- ar manni er kippt svona út og maður fer í einangrun í sinni eigin veröld inni á heimilinu þarf maður svolítið að kljást við hugann. Það er margt sem sækir á mann og verður kannski svolítið ýktara þegar maður fær svona mikinn tíma til að hugsa,“ segir hann. „Það er ótrúlegt hvað það er mikilvægt að hafa gott og göfgandi lesefni. Maður fer inn í ákveðinn heim við það að lesa. Það dreifir huganum.“ Á meðan Sunna bíður eftir að losna úr einangrun fagnar Bolli því að vera frjáls ferða sinna og geta farið í sund og göngutúra á ný. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Einangrun Prestshjónin séra Bolli Pétur Bollason og Sunna Dóra Möller spjalla í gegnum gluggann heima hjá sér. Merkileg reynsla að vera fastur í fjötrum - Misstu bæði bragð- og lyktarskyn - Andlega erfitt Umboðsmaður Alþingis telur að Tryggingastofnun beri að birta nöfn þeirra starfsmanna sem standa að ákvörðunum stofnunarinnar. Það hef- ur stofnunin ekki gert til að vernda starfsfólk sem ítrekað hefur verið hótað og áreitt í kjölfar ákvarðana. Maður kvartaði til umboðsmanns Alþingis yfir því að ákvörðun og rök- stuðningur Tryggingastofnunar um örorkumat hans hefðu verið nafnlaus. Í þeim skjölum kæmu ekki fram nöfn þeirra starfsmanna sem stóðu á bak við þau. Í skýringum Tryggingastofn- unar til umboðsmanns var meðal ann- ars vísað til þess að ákveðið hefði ver- ið að hætta að birta nöfn starfsmanna við afgreiðslu mála vegna þess að stofnunin hefði talið nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að vernda starfs- fólk hennar. Þá nyti það persónu- verndar lögum samkvæmt. Umboðsmaður benti á að það hefði grundvallarþýðingu út frá réttar- öryggissjónarmiðum að tilgreina nöfn þeirra starfsmanna sem stæðu að ákvörðun. Þannig gæfist málsaðila til dæmis færi á að ganga úr skugga um að viðkomandi starfsmenn hefðu verið bærir til að taka slíka ákvörðun auk þess sem það hefði grundvallar- þýðingu til að hann gæti metið hvort aðstæður væru með þeim hætti að efast mætti um hæfi starfsmanns. Taldi umboðsmaður ekki að ákvæði persónuverndarlaga stæðu í vegi þess að nöfn starfsmanna væru birt, eins og Tryggingastofnun byggði á. Ef stofnunin teldi ástæðu til að gæta trúnaðar um slíkar upp- lýsingar bæri að leggja mat á hags- muni aðila máls gagnvart þeim al- manna- og einkahagsmunum sem væru undir í málinu, í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga. Mæltist umboðsmaður til þess að Tryggingastofnun tæki málið til meðferðar að nýju, ef eftir því yrði leitað, og leysti þá úr því í samræmi við sjónarmið í álitinu. Jafnframt að gera viðeigandi ráðstafanir til úrbóta á formi og framsetningu stjórnvalds- ákvarðana stofnunarinnar. Sigríður Lillý Baldursdóttir, for- stjóri Tryggingastofnunar, segir að farið verði yfir álit umboðsmanns og ákvarðanir teknar í kjölfar þess. helgi@mbl.is Starfsmenn skrifi undir ákvarðanir - Starfsmönnum TR ítrekað hótað Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid buðu ólympíuförum á Ólympíuleika fatl- aðra í heimsókn á Bessastaði í gær. Leikarnir hefjast í Tókýó 24. ágúst. Í heild fer 20 manna teymi út en keppendur Íslands eru sex: Patrekur Andres Axelsson og Bergrún Ósk Aðalsteins- dóttir keppa í frjálsum íþróttum, Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson og Thelma Björg Björnsdóttir keppa í sundi og Arna Sigríður Al- bertsdóttir keppir í handahjólreiðum. Ásamt keppendum fara með út Þórður Árni Hjaltested, formaður Íþróttasambands fatlaðra, Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri sambandsins, þjálfarar, liðslæknir, fararstjóri og aðstoðar- menn. Guðni og Eliza héldu stutta hvatningar- ræðu fyrir hópinn og buðu honum upp á kaffi, kleinur og pönnukökur. Þá færði hópurinn for- setahjónunum liðstreyjur að gjöf.Morgunblaðið/Eggert Buðu ólymp- íuförum á Bessastaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.