Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 4

Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 FlugPlús! Tenerife 19.900 kr. Þessi og fleiri frábær flug- og hóteltilboð á www.plusferdir.is 18. ágúst Alicante 19.000 kr.19. ágúst 39.900 kr.18. – 25. ágúst 29.000 kr.19. – 26. ágúst ÖNNUR LEIÐ, BEINT FLUG BÁÐAR LEIÐIR, BEINT FLUG ÖNNUR LEIÐ, BEINT FLUG BÁÐAR LEIÐIR, BEINT FLUG ÓTAL ÓDÝR FLUG Í ÁGÚST STRÖNDIN KALLAR! Þóra Birna Ingvarsdóttir Karítas Ríkharðsdóttir Tíðni smita er ekki að rjúka upp á við að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en það er of snemmt að segja til um hvort ástandið sé svipað eða hvort tölurnar þokist niður á við. Hann segir áhyggjuefni hve margir greinast enn utan sóttkvíar. Meðalaldur smitaðra er rúmlega 30 ár en meðalaldur þeirra sem lagst hafa inn á spítala er 50 ár. Óbólusettir töluvert viðkvæmari Tuttugu og níu liggja nú á spítala, þar af fimm á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Þórólfur segir það á hreinu að veikindi hér á landi réttlæti áframhaldandi aðgerðir. „Ég held að við séum alls ekki of varkár.“ Af þeim tuttugu og fjórum sem liggja á bráðadeild eru sautján bólusettir. Af þeim fimm sem liggja á gjör- gæslu eru þrír bólusettir. Alls hafa níu sjúklingar verið lagðir inn á gjörgæslu með kórónuveiruna, þar af fimm fullbólusettir. Fimm erlendir ríkisborg- arar hafa þurft að leggjast inn á Landspítala veikir af kórónuveirunni í þessari bylgju faraldursins, þar af tveir á gjörgæslu. Allir einstaklingarnir eru ríkisborgarar í löndum utan Evrópu, þar af tveir Bandaríkjamenn. Ekki fengust upplýs- ingar um hvort þessir einstaklingar hefðu ver- ið ferðamenn en allir eru þeir með erlenda kennitölu. Þórólfur bendir á að það sé mikilvægt að missa ekki tökin á útbreiðslunni frekar. Með frekari útbreiðslu myndi veiran dreifa sér enn meira til bólusettra og óbólusettra, sem eru miklu viðkvæmari bæði fyrir smitum og alvar- legum veikindum. Hraðpróf komi ekki í stað sóttkvíar Þórólfur segir að þótt gott hefði verið að bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára fyrr sé ekki hægt að gera allt á sama tíma. Verða þau ekki orðin bólusett fyrr en all- nokkrar vikur eru liðnar frá upphafi skóla- starfs. Vonir hafa verið bundnar við að hraðpróf geti nýst til að koma í veg fyrir að heilu bekk- irnir þurfi að fara í sóttkví ef eitt smit grein- ist. Þórólfur segir þetta óskhyggju. „Sóttkví verður enn að vera kjarninn í því sem við ger- um til að koma í veg fyrir útbreiðslu smits. Við getum ekki haldið að hraðgreiningarpróf komi í staðinn.“ Unnið er að leiðbeiningum um notkun á hraðprófum í fyrirtækjum og skól- um, að sögn Þórólfs. Ekki er kominn tíma- rammi á hvenær þeirri vinnu verður lokið. Veikindi réttlæti aðgerðir áfram - Meðalaldur innlagðra fimmtíu ár - Engin óþörf varkárni - Tveir af fimm á gjörgæslu óbólusettir - Fimm erlendir ríkisborgarar lagðir inn í þessari bylgju - Gott hefði verið að bólusetja skólabörn fyrr Morgunblaðið/Eggert Þórólfur Guðnason 2 5 10 7 13 10 11 38 56 78 82 95 88 71 123 123 129 124 154 86 68 109 116 151 107 119 57 105 141 Heimild: covid.is kl. 11.00 í gær Heimild: LSH 84 ný innanlands- smit greindust sl. sólarhring 937 einstaklingar eru í skimunarsóttkví 1.755 einstaklingar eru í sóttkví 2020 2021 Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH kl. 15.00 í gær Væg eða engin einkenni Covid-19 Aukin einkenni Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti 150 125 100 75 50 25 0 9.126 staðfest smit alls Fjöldi innanlandssmita frá 28. febrúar 2020 106 100 21. 22. 23. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. Fjöldi einstaklinga undir eftirliti LSH frá 21. júlí* *Engar tölur fyrir 24.-25. júlí *Tölur fyrir 10. ágúst vantar Væg eða engin einkenni Aukin einkenni Alvarlegri einkenni 30. júlí 2021 154 smit 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. Fullbólusettir Bólusetning hafin Óbólusettir Fjöldi innanlandssmita frá 12. júlí eftir stöðu bólusetningar* 2 2 5 3 0 0 4 2 6 6 2 5 72 5 93 7 9 92 1. 0 87 1. 2 0 5 1. 2 16 1. 2 3 2 1. 2 93 1. 3 5 1 1. 4 13 1. 4 34 1. 4 47 1. 3 8 5 1. 3 8 6 1. 4 3 5 1. 3 8 3 1.383 einstaklingar eru undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH 42 af þeim sem eru undir eftir- liti flokkast sem gulir 29 sjúklingar eru inniliggjandi á LSHmeð Covid-19 63 hafa alls lagst inn á LSHmeð Covid-19 í fjórðu bylgju faraldursins Um 40% þeirra eru óbólusettir Um 60% bólusettir 5 einstaklingar eru á gjörgæslu og tveir í öndunarvél 1 sem rauður Alls hafa 9 sjúklingar lagst á gjörgæslu með Covid-19 og þar af 5 fullbólusettir KÓRÓNUVEIRUSMIT Á ÍSLANDI Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is. Jakob Tryggvason, formaður Félags íslenskra tæknimanna, segir atvinnustöðu félagsmanna ekki góða. Of lítið sé af verkefnum og of margir tæknimenn séu utan stétt- arfélags og því í veikri stöðu og búi við skert réttindi. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett hefðbundið viðburðahald hér á landi í uppnám og því hefur verið lít- ið um vinnu fyrir tæknimenn undan- farin tvö ár. „Það er svo margt fólk sem er að hverfa út úr greininni. Það kemur inn í bransann, fær ekki nein verkefni og sér þar af leiðandi enga framtíð í honum. Svo það fer og finn- ur sér vinnu í öðrum greinum í stað- inn,“ segir Jakob. „Það er afskap- lega leitt því þetta er oftast fólk sem hefur sótt sér einhvers konar menntun í faginu, hvort sem hún er formleg eða óformleg, og situr síðan uppi með að þurfa að leita eitthvað annað eftir vinnu.“ Þá segir hann spekilekanum úr tæknigeiranum svipa til þess sem er að gerast í ferðaþjónustunni. „Við erum að missa sérhæfða fólkið frá okkur, fólk með mikla þekkingu og reynslu.“ Hann óttast að fólk snúi ekki aftur í geirann þegar hann fer aftur á flug að faraldrinum loknum. „Þá fáum við bara nýliða, sem eru óþjálfaðir, og ég er skíthræddur við það út frá öryggismálum. Við erum með rosa margt reynslulítið fólk sem mun koma aftur en hinir hafa bara gefist upp. Gömlu jálkarnir og kan- ónurnar eru þarna ennþá en það vantar millilagið sem er fólkið sem var byrjað og er búið að ná einhverri reynslu. Ég óttast að sú kynslóð bara hverfi úr greininni,“ segir hann. „Þegar reynsluna vantar eykst hættan á slysum og mistökum. Það er stór hluti af þessu líka. Þetta snýst ekki bara um atvinnuleysi heldur líf og heilsu þeirra sem starfa við fagið og gesti viðburða.“ Flestir þeirra tæknimanna sem voru í fastri vinnu hjá fyrirtækjum eða stofnunum og urðu fyrir tekju- missi í faraldrinum fóru hlutabóta- leiðina þegar það var hægt. Mikill fjöldi tæknimanna vinni þó í verk- töku sem geri það erfitt að mæla at- vinnuleysi í geiranum að sögn Jak- obs. „Þegar þetta var mælanlegt þá sáum við upp undir 20% atvinnuleysi meðal okkar félagsmanna í fyrstu bylgju faraldursins. Það er bara það sem við vitum af. Inn í þetta vantaði tölur um alla þá sem eru í verktöku og þar af leiðandi ekki á skrá.“ Þó er verið að vinna að því að auka sýnileika tæknimanna með ýmsum leiðum og sömuleiðis öryggismál að sögn Jakbos. „Það er margt sem vantar upp á í þessum geira á Ís- landi sem við viljum bæta.“ Starfsmenn í tæknigeir- anum leita á önnur mið - Formaður FIT segir spekileka úr geiranum hættulegan Morgunblaðið/Eggert Tæknimenn Tæknimenn leika stórt hlutverk á viðburðum ýmiskonar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.