Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.08.2021, Blaðsíða 6
DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Mikil sátt ríkir um gjaldtöku við Ker- ið í Grímsnesi. Þetta segir Óskar Magnússon, einn eigenda þess. Mikill styr stóð um gjaldtökuna á sínum tíma þegar henni var komið á. Að- gangseyrir er 400 krónur sem inn- heimtur er á staðnum og rennur m.a. til uppbyggingar mannvirkja á staðn- um, stíga, palla, auk þess sem starfs- fólk sinnir viðhaldi, ruslatínslu og öðru því sem til fellur. Gjaldtakan átti sér hins vegar langan aðdraganda og þegar Óskar, í félagi við Ásgeir Bolla Kristinsson og bræðurna Jón og Sig- urð Gísla Pálmason, keypti kerið um aldamótin síðustu stóð ekki til þess að taka gjald af gestum staðarins. Hins vegar hafi ágangur aukist jafnt og þétt og vegna sprengingar í ferða- þjónustu hafi ekki verið stætt á öðru en að hefja gjaldtöku árið 2013. Áður hafði Kerfélagið, sem fer með eignarhald á náttúruvættinu, komið í veg fyrir að rútufyrirtæki sem gera út á akstur ferðamanna um hinn svo- kallaða Gullna hring, stoppuðu án endurgjalds á svæðinu. „Þegar við förum að fá tekjurnar þá notum við þær strax í uppbygg- ingu og endurbætur, stígagerð, smíð- um fallegan gríðarlega öflugan pall úr bryggjuviði, ekki stáli, allt hannað af fínustu arkitektum og snillingum. Þetta er nánast listaverk. Síðan för- um við að gera tröppur þar sem voru tíu stígar niður, allt í mold og drullu og allt stórhættulegt. Svo erum við búin að gera tröppur sem eru gerðar úr íslensku lerki sem er fengið úr Kjarnaskógi á Akureyri og þetta er allt gert af nokkurri dýpt.“ Þessar framkvæmdir hafi orðið til þess að ferðaþjónustan hafi tekið gjaldtökuna í sátt, enda ljóst að allir nutu góðs af henni. Óskar segir þó að vatnaskil hafi orðið í umræðunni og viðhorfi til gjaldtöku á ferðamanna- stöðum þegar bílastæðagjöld voru tekin upp á Þingvöllum. Lýsir hann þeirri atburðarás sem „snilld“ sem runnin hafi verið undan rifjum Ólafs Haraldssonar, þáverandi þjóðgarð- svarðar. Sú gjaldtaka skili Þjóðgarð- inum um milljarði króna í árferði þar sem ferðaþjónustan er á fullum snún- ing og að það hafi reynst mörgum auðveldara að kyngja því að greiða fyrir aðgang að bílastæði heldur en aðgang að göngustígum, pöllum og tröppum. Örfáir skirrast við að borga Slík er sáttin um gjaldtökuna við Kerið að sögn Óskars að nær aldrei komi sú staða upp að fólk vilji ekki greiða fyrir aðgang að svæðinu. Þeg- ar það hafi gerst hafi þar ætíð verið um Íslendinga að ræða. Þó sé einn Ís- lendingur sem greiði ekki aðgangs- eyri og um það ríki sátt. Það er Ög- mundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. „Ögmundur borgar ekki inn í Ker- ið í dag. Hann er eini maðurinn sem fær frítt og það vita það allir sem þar vinna en það er gert til þess að hann fái ekki tækifæri til þess að vera með uppistand og málflutning á staðnum.“ Starfsmanna- og salernis- aðstaða á teikniborðinu Kerfélagið stefnir á frekari upp- byggingu við Kerið og að það ferli hafi í raun tafist vegna deiliskipulags- vinnu sem nú sér fyrir endann á. Bendir hann á að lengi hafi verið kall- að eftir salernisaðstöðu á svæðinu en þá sé einnig þörf á starfsmanna- aðstöðu og þá komi einnig til greina að reisa veigameiri byggingar undir verslun og veitingaþjónustu. Segir hann að í fyrsta fasa megi gera ráð fyrir að kostnaðurinn hlaupi á 100 til 150 milljónum en að í heildina gæti þetta verkefni kostað um hálfan millj- arð króna. Félagið skilaði tapi í fyrra en í hefðbundnu árferði er reksturinn traustur. Mikil sátt um gjaldtökuna við Kerið - Eigendur Kersins hyggjast verja hundruðum milljóna til uppbyggingar á komandi árum - Tap varð af rekstrinum 2020 - Fleiri feta sömu leið - Ögmundur Jónasson sá eini með frípassa Kerið Fjórir viðskiptafélagar keyptu Kerið um aldamótin og hófu gjaldtöku þar árið 2013 þegar ágangur á svæðinu var orðinn gríðarlega mikill. 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 Kristjana S. Williams Sýning í Gallerí Fold 14.-28. ágúst „It lies in the eyes upstairs“ Sýningaropnun 14. ágúst kl. 14. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna komandi alþingiskosninga hefst á skrifstofu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á morgun, föstudag, verði tilkynning um þing- rof og kjördag 25. september auglýst í Stjórnartíðindum í dag, eins og til stendur. Það sama á væntanlega við önnur sýslumannsembætti. At- kvæðagreiðslan á höfuðborgarsvæð- inu færist í Smáralind og Kringluna síðar í mánuðinum en enginn kjör- staður verður í Laugardal að þessu sinni. Langt er síðan ákveðið var að stefna að kosningum til Alþingis 25. september en það er ekki fyrr en í dag sem það verður tilkynnt form- lega. Því hefur ekki verið hægt að opna fyrir atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Sýslumenn hafa eigi að síður undirbúið opnun kjörstaða. Sigríður Kristinsdóttir, sýslumað- ur á höfuðborgarsvæðinu, segir að allt sé tilbúið til að taka á móti fólki í skrifstofuaðstöðu embættisins að Hlíðasmára 1 í Kópavogi. Þar verður opið á skrifstofutíma. Sigríður segir að afgreiðslutíminn verði lengri eða frá klukkan 10 til 22 eftir að kjör- staðurinn verður fluttur í Smáralind og Kringluna 23. eða 24. ágúst næst- komandi. Segir Sigríður að áætlanir emb- ættisins geri ráð fyrir að aðsókn verði þó nokkur enda hafi verið að fjölga í þeim hópi kjósenda sem vel- ur að greiða atkvæði utan kjörfund- ar. Blýantarnir sprittaðir Gætt verður vel að sóttvörnum á kjörstöðum. Hlutir sem kjósendur snerta á, svo sem blýantar og fleira, verða sótthreinsaðir eftir hverja notkun og gætt verður að fjarlægð- armörkum við uppröðun á kjörklef- um og í biðröðum. Þess vegna verður ekki grímuskylda. Verið er að taka saman hvað mik- inn mannskap þarf til að framkvæma utankjörfundaratkvæðagreiðsluna. Þar hefur afgreiðslutíminn áhrif. Sigríður segir að ákveðið hafi verið að hafa rúman afgreiðslutíma til að dreifa kjósendum meira og draga þannig úr áhættu vegna smita. Það kalli á fleiri starfsmenn. Dómsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir rafræna söfnun meðmæla með framboðslistum og umsóknum um listabókstafi. Fer hún fram á Ísland- .is og þarf að nota rafræn skilríki til að taka þátt. Rafræn söfnun meðmælenda er nýr valkostur fyrir stjórnmálasam- tök en einnig verður hægt að safna meðmælum á pappír eins og gert hefur verið hingað til. Morgunblaðið/Eggert Utan kjörfundar Kosið verður að þessu sinni í Smáralind og Kringlunni. Tilbúin fyrir at- kvæðagreiðslu - Atkvæði greidd í verslunarmiðstöðvum 2021 ALÞINGISKOSNINGAR Fraktflutningafyrirtækið ORyx Jet Ltd. krefst fimm milljóna punda, jafnvirði 829 milljóna króna, úr hendi Icelandair vegna tjóns sem starfsmaður Icelandair olli á vél fé- lagsins þegar hann lestaði hana af mat og drykk í september 2018. Málaferli hafa staðið yfir síðan þá og segir Skarphéðinn Pétursson, lögmaður hins breska félags, að Ice- landair ehf. hafi reynt að teygja mál- ið eins og hægt er. Hann segir að Icelandair viðurkenni að hafa orðið valt að tjóninu, enda var viðkomandi starfsmaður próflaus á vinnuvél sem hann ók utan í vél Oryx. Þrátt fyrir það hefur ekkert gagntilboð um skaðabætur borist frá Icelandair að sögn Skarphéðins. Rándýrir arabískir fálkar Skaðabótakrafa Oryx, og mála- ferlin öll raunar, snýst ekki um tjón- ið á vélinni sjálfri heldur þær tekjur sem félagið varð af við tjónið og við- gerð í kjölfarið. Oryx hafði nýlega gert samning við sádiarabíska olíu- fursta, sem flytja vildu rándýra fálka í þeirra eigu með vélum Oryx, sem síðan féll um sjálfan sig þegar önn- ur tveggja véla félagsins varð fyrir tjóni. Í gær féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á spurningar sem Skarphéðinn fær að spyrja dóm- kvaddan matsmann í málinu. Verk- efni hans verður að leggja mat á hversu sennilegt það sé að Oryx hafi misst af samningi við furstana vegna tjónsins. oddur@mbl.is Krefst 829 milljóna í bætur - Starfsmaður Icelandair ók réttindalaus á fraktflutningavél
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.