Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 10

Morgunblaðið - 12.08.2021, Side 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2021 arfsmannafatnaður rir hótel og veitingahús Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði og öðru líni fyrir hótel Ferðumst innanlands í sumar Logi Sigurðarson logis@mbl.is Enski boltinn byrjar á morgun þar sem Arsenal og nýliðar Brentford mætast. Sjónvarp Símans er með sýningarrétt á leikjum deild- arinnar og mun sýna alla 380 leiki tímabilsins. Íþróttafrétta- maðurinn Tómas Þór Þórðarson stýrir þættinum Vellinum í vetur þar sem farið verður yfir allt það helsta sem gerist í enska boltanum. Tóm- as segist ánægður að heimurinn og enski boltinn sé loksins að komast yfir kórónuveirufaraldurinn. „Ég vona að Covid hafi engin áhrif á deildina í vetur. Sætin á æf- ingaleikjunum fyrir tímabilið eru full af lifandi fólki með hjarta og sál, ekki þessi gerviáhorfenda- hljóð. Fólkið sem þetta snýst um er komið aftur og maður hefur séð á þessum æfingaleikjum hjá Man- chester United, Liverpool og Everton að það er alveg ljóst að ensku stuðningsmennirnir eru til- búnir að snúa aftur. Það var smekkfullt hús þegar Liverpool mætti Osasuna í vikunni og maður hefur aldrei heyrt aðra eins stemn- ingu á æfingaleik.“ Gömlu góðu leiktímarnir Tómas segir þá stefna á að fara á einn leik í mánuði og næsta sunnudag verða Eiður Smári Guð- johnsen og Logi Bergmann ásamt fótboltagoðsögninni Glenn Hoddle á leik Tottenham og Manchester City. „Síðan er risastórt að við höld- um öllum 380 leikjunum. Þeim er ekki lengur dreift yfir 10 leiktíma þannig að dagarnir eru ekki 12 tímar hvor á laugardögum og sunnudögum. Það eru bara gömlu góðu leiktímarnir, fimm til sex leikir í beinni á laugardögum klukkan þrjú. Þetta verður enski boltinn eins og hann á að vera.“ Tómas byggir þáttinn á sama kjarna og í fyrra þar sem Eiður Smári, Margrét Lára, Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson verða honum til halds og trausts. Góðir gestir á borð við Hermann Hreiðarsson og Brynjar Björn Gunnarsson munu koma í viðtöl. Öll mörkin í enska boltanum koma inn á mbl.is eftir leik og síðan verður einn leikur í viku í beinni útsendingu á mbl.is. „Svo verða vel valdar klippur frá vellinum og fullt af upphitunarefni sem kemur að utan inn á mbl.is dagana fyrir helgina.“ Tómas býst við alvöru fjögurra liða toppbaráttu um titilinn á milli Manchester City, Manchester United, Chelsea og Liverpool. „Ég held að við fáum algjörlega ruglaða baráttu um enska meist- aratitillinn og ég held að baráttan í Meistaradeildinni verði ekkert síðri. Það eru mjög góð lið þarna rétt fyrir neðan eins og Leicester sem hefur verið að banka á efstu fjögur sætin. Svo er það lið eins og Leeds sem gerði vel á síðustu leik- tíð.“ Tómas bætir við að nýliðarnir Brentford séu eitt mest spennandi lið sem komið hefur upp í deildina í langan tíma, og segir það í raun algjörlega einstakt félag. „Í þessu liði eru bara keyptir leikmenn samkvæmt miklum töl- fræðiupplýsingum; þetta félag er mjög tölfræðidrifið. Þeir komust upp í úrvalsdeildina algjörlega á sínum eigin forsendum með tak- markað fjármagn. Svo það verður afskaplega gaman að sjá hversu langt liðið kemst á „moneyball“- kerfi í sterkustu deild heims.“ Hann segir að Jack Grealish, Jadon Sancho og Lukaku séu mest spennandi leikmannakaupin í sum- ar. Kane markakóngur með City „Jack Grealish er að fara til City og það skiptir nánast engu máli hverjir eru keyptir þangað, þeir verða allir góðir undir Pep Guar- diola. Þegar Chelsea gengur frá Lukaku þá verður það risastórt því Chelsea-menn undir stjórn Tuch- els seinni hluta síðustu leiktíðar voru algjörlega frábærir, það eina sem vantaði var að skora fleiri mörk og hann kemur með það. Sancho er mikil stoðsendingavél og ætti að hlaupa undir bagga með Bruno Fernandes í sköpun færa og marka.“ Tómas telur að ef City festir kaup á Harry Kane verði hann markakóngur næsta tímabils en annars eru menn eins og Mo Salah og Lukaku einnig líklegir. „Guardiola hefur sagt að Totten- ham sé erfitt að eiga við í við- skiptum; eðlilega, þetta er Harry Kane. Þeir fara ekki að selja hann á tombóluverði. En með hverjum degi sem líður verður ólíklegra að hann fari til City, þar sem það er svo lítið eftir af leikmannaglugg- anum.“ Hann segir að Leeds sé lið sem gæti komið á óvart í ár. „Ég held að Leeds geti farið rosalega langt með þetta lið og þennan stjóra. Þeir eru með frá- bæran stjóra, flotta leikmenn og síðan spila þeir frábæran fótbolta. Svo maður í rauninni vonar að þeim gangi vel vegna þess hvernig þeir koma til leiks.“ Enski boltinn snýr aftur á morgun - Allir leikir sýndir í beinni - Einn leikur sýndur í beinni á viku inni á mbl.is - Völlurinn með sama kjarna og í fyrra - Fólk með hjarta og sál komið aftur á áhorfendapalla - Býst við alvörutoppbaráttu Fótbolti Leicester vann Manchester City á dögunum og eins og sjá má voru áhorfendapallar troðfullir. Æfingaleikur Chelsea mætti Tottenham í síðustu viku. Leikurinn fór 2-2. Tómas Þór Þórðarson Raphael Varane og Ben White eru varnarmenn sem keyptir voru til nýrra liða í sumar. Varane gekk til liðs við Manchester United fyrir 41 milljón punda og Ben White var keyptur til Arsenal fyrir 50 millj- ónir punda. Tómas Þór Þórðarson segir vissulega skrýtið að Ben White hafi verið dýrari leikmaður en Varane því Varane var áður leik- maður í byrjunarliði Real Madríd þar sem hann vann fjóra meistaradeildartitla, þrjá titla í La Liga – spænsku deildinni, vann heimsmeistaratitilinn með Frakk- landi og hefur verið valinn í lið ársins hjá FIFA. Ben White vann Championship- deildina með Leeds í hittifyrra. „Þetta er auðvitað skrýtið og heimurinn er skrýtinn. Það er dýrt að kaupa Englendinga; það skiptir eiginlega engu máli hvað þeir heita. En svo verður þú líka að taka með í reikninginn að þú borg- ar meira fyrir yngri leikmann.“ Ben White er 23 ára og Varane 28 ára. „Ef við setjum þetta svart og hvítt á blað þá kostaði Ben White, sem komst í raun og veru ekki í enska landsliðið nema vegna meiðsla, tíu milljónum punda meira en Raphael Varane. Þetta er heimurinn sem við búum í í dag. Að því sögðu finnst mér Ben White-kaupin alveg frábær.“ AFP Varnarmaður Ben White var keypt- ur til Arsenal fyrir 50 milljónir punda. Hann er 23 ára og vann Championship-deildina í hittifyrra. Skrýtið að Ben White sé dýrari - Raphael Varane ódýrari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.